Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1963, Blaðsíða 3

Samvinnan - 01.10.1963, Blaðsíða 3
Aðalfundur Stéttarsambands bænda var haldinn snemma í síðasta mán- uði, ogf að þessu sinni í Bændahöllinni, hinni glæsilegu byggingu bænda- samtakanna í Reykjavík. Sóttu fundinn nærri fimmtíu fulltrúar úr öllum héruðum landsins, auk margra gesta. Þar eð hagur bænda undanfarin ár hefur farið mjög versnandi miðað við kjör annarra stétta, höfðu ýmsir búist við að þessi fundur yrði róstusamur, en það fór á aðra leið. Bændur ræddu mál sín af stillingu að vanda, enda þótt réttlát gagnrýni kæmi fram á því misrétti, sem þeir hafa orðið fyrir síðastliðin ár. — Af störfum eða ályktunum fundarins verður ekki sagt hér, enda hefur það löngu verið gert bæði í útvarpi og dagblöðum. Hér birtum við hins vegar nokkrar mynd- ir, sem Kári Jónasson tók á fundinum fyrir Samvinnuna. Á efstu myndinni sést hin nýkjörna stjórn Stéttarsambandsins, talið frá vinstri: Einar Ól- afsson, Lækjarhvammi, Páll Diðriksson, Búrfelli, Gunnar Guðbjartsson, Hjarðarfelli, formaður, Vilhjálmur Hjálmarsson, Brekku og Bjarni Hall- dórsson, Uppsölum. Á næstu tveimur myndum sjást nokkrir þingfulltrúa, en á myndinni til vinstri er Sverrir Gíslason, Hvammi, fyrrv. formaður Stéttarsambandsins, en hann lætur nú af störfum að eigin ósk. Sverrir hefur verið formaður sambandsins undanfarin 18 ár og tvímælalaust átt meiri þátt í að móta það og efla en nokkur annar maður, enda þótt margir aðrir hafi átt þar góðan hlut að máli. SAMVINNAN 3

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.