Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1963, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.10.1963, Blaðsíða 25
Bridgeþáttur Viðfangsefni nr. 5 var á þessa leið: Rúbertubridge, n-s á hættu og sagnir hafa gengið: Suður Vestur Norður Austur 1♦ pass 1V dobl ? Hvað á suður að segja á þessi spil? A Á V G-8-3 ♦ Á-K-G-10-7-4 A D-4 2 Einkunn: Þrír tíglar 10; Tvö grönd, Re- dobl, Einn spaði 5; Tvö hjörtu 2. Atkvæði sérfræðinganna féllu þannig, að 3 sögðu þrjá tígla, 2 sögðu tvö grönd, redobl og einn spaða, og einn sagði tvö hjörtu. Vegna þess, hvað sérfræðingarn- ir voru ósammála hef ég hækkað minni- hlutasagnirnar að nokkru. Hér koma svo svör sérfræðinganna og athugasemdir: Jón Ólafsson, Selfossi: Svar: 2 grönd. Ég ætlast til að norður segi 3 grönd ef hann hefur um það bil tveggja háslaga spil. Hafi hann tvísagnfæran hjartalit eftir doblun austurs get ég hækkað í 4 hjörtu. Ef hann á hvorugt má hann segja pass, enda þarf þá sérstaka legu í spilin til þess að game vinnist. Ég tel ólíklegt að vestur segi þrjá i lit eftir tveggja granda sögn hjá suðri. Hann getur ekki átt í mannspilum, nema sem svarar einum kóng og varla það, en sennilega á hann a.m.k. 5 spaða. Ef þér viljið spara þvottaduftið er ágætt að geyma það í marmilaði- krukku með plastloki. Á lokið má svo skera litið gat, svo að duftið aðeins geti síast út. Glasið er ekki síður með- færilegt en pakki, og ekki sakar þótt maður sé blautur um hendurnar, því bleytan kemst auðvitað ekki í gegn- um gler. Samvinnunnar Gunnar Guðmundsson: Svar: 3 tíglar. Ég á varla nógu góð spil til að stökksegja, en geri það meðal annars til þess að gera andstæðingunum erfiðara fyrir, því ég hef grun um að þeir eigi ódýra fórn í spaða. Einnig kemur til greina að segja einn spaða, til að reyna að villa fyrir andstæðingunum, en það geri ég ekki nema ég hafi makker, sem ég er þaul- vanur að spila við. Óli Kristinsson, Húsavík: Svar: Redobl. Fleiri sagnir koma þarna til greina, en ég held að redoblið sé einna bezt. Ef það er game hjá okkur í 3 gröndum eða 4 hjörtum, þá eiga a-v mjög sennilega góða fórn á 4 spöðum. Ég hef ekki trú á að suður geti hindrað þá fórn með því að segja tvo spaða í stöðunni, enda kæmi sú sögn sér illa við makker nema hann sé með 4 spaða, en það væri þá sama sem að lokasögnin væri 3 grönd. (Er engin hætta á því, að norður stökkvi í fjóra spaða með fjórlit í spaða? Ritstj.). Ég vil fá að vita hvort makker getur sagt aftur við sögn vesturs, sem sennilega verður einn spaði. Pass er of lin sögn, tveir tíglar einnig og þrír tíglar of sterk sögn. Sem sagt redobl. Eggert Benónýsson: Svar 2 hjörtu. Spil mín eru góð, en ég vildi þó ekki vera í úttekt nema að makker eigi a. m. k. hjartahjón fimmtu og laufakóng, en þá myndi hann að öllum líkindum segja þrjú hjörtu. Við þremur hjörtum segi ég náttúrlega fjögur. Agnar Jörgensson: Svar: Einn spaði. Spaði er eini liturinn, sem andstæðing- arnir geta spilað góða fórn í, við 4 hjört- um eða fimm tíglum. Sé einn spaði pass- aður niður, þá höfum við ekki misst nein ósköp. Hallur Símonarson: Svar: 3 tíglar. Sennilegt er að mótherjarnir eigi fórn í spaða og þrír tíglar hafa i för með sér, að þeir verða að koma inn á þriðja sagnstiginu að minnsta kosti og þá ekki endilega víst að þeir finni spaðalitinn. Einnig segir sögnin samherja frá sterk- um spilum með einhverjum stuðningi í hjarta. Guðlaugur Guðmundsson: Svar: Re- dobl. STEFÁN J. GUÐJOHNSEN: og jafnframt að sína nokkurn veginn spilastyrk minn, segi ég 3 tígla. Kristinn Bergþórsson: Svar: 2 grönd. Erfitt er að gefa góða sögn í stöðunni og ég vel tvö grönd af mörgum vondum kostum. Vilhjálmur Sigurðsson: Svar: 1 spaði. Vegna þess að ég er á hættu og hinir ut- an ætla ég að reyna að fyrirbyggja fórn í spaða um leið og ég bíð átekta. Vandinn við þetta viðfangsefni var að finna sögn, sem lýsir styrkleika spilanna um leið og hún reynir að gera andstæð- ingunum erfitt fyrir með að finna fórn- arsögn. Þrír tíglar virðast bezta sögnin, þótt 2i/2 tígull lýsi spilunum ef til vill betur. Einnig finnst mér, eins og Hallur bendir á, að makker geti reiknað með hjartastuðningi vegna þriggja tígla sagnarinnar. Tvö grönd hindra að vísu andstæðingana, en hætt er við að við lendum í þremur með aðeins eitt spaða- stopp. Viðfangsefni nr. 6. Rúbertubridge, a-v á hættu og sagnir hafa gengið: Austur IV 6 V pass Suður 4 A pass pass Vestur 5 A pass pass Norður 64 dobl Suður á þessi spil: A K-D-G-10-9-7-4 V ekkert ♦ 5 A G-9-8-7-3 Hverju á Suður að spila út og hvers vegna? Mikael Jónsson, Akureyri: Svar: 3 tígl- ar. Ég álít að við getum átt game í spil- inu, en tel jafnframt að andstæðing- arnir geti haft þannig skiptingu, að þeir ættu jafnvel eitthvað í því líka. Til þess að torvelda þeim að koma sínum lit að Þetta er síðasta viðfangsefnið í keppn- inni og verða úrslitin birt í einhverju næstu blaða. Sendið bridgeþætti Sam- vinnunnar ykkar álit á því, hverju Suður á að spila út gegn slemmunni. SAMVINNAN 25

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.