Samvinnan - 01.10.1963, Blaðsíða 27
Bókasafn
Hið nýtízkulega bókasafn,
sem hér um ræðir, er stór
flutningavagn, sem að öllu
leyti er gerður með tilliti til
hins nýstárlega ætlunar-
verks. Hinn danski bókavagn
sem hér um ræðir, er 10 met-
rar að lengd, hefur rúmmál
fyrir útlán 2x6 metra og hill-
ur fyrir 2400 bindi. Innrétt-
ingin er að öllu leyti eins og
gerist um bókasöfn. Mun
vagninn fara um útlána-
svæðið 5 daga vikunnar,
nema staðar á tuttugu stöð-
um á víð og dreif um svæðið
og hinkra við hálftíma og
upp í hálfan annan á hverj-
um stað, eftir því hve útlán
eru mikil. Þegar haft er í
huga að gamla bókasafnið
á sama svæði hafði aðeins
sex útlánastöðvar, sést hvaða
hagræði hið nýja fyrirkomu-
lag hefur í för með sér, enda
binda danskir bókamenn við
það miklar vonir, meðal ann-
ars með tilliti til þess, að nú
stendur til þar í landi að
fækka sveitarfélögum með
því að sameina mörg hin
smærri í nokkur stór. Telja
á hjólum
þeir, að þá sé upplagt að
leggja niður mörg hinna
smáu sveitabókasöfn og láta
bókavagna taka við hlutverki
þeirra, þar eð útlánasvið
þeirra er miklu stærra, auk
þess sem þeir geta boðið upp
á fjölbreyttara bókaúrval.
Seinna meir má svo gera ráð
fyrir að hægt verði að taka
í notkun vagna með sérhæfð-
ari bókasöfnum, svo sem
f j ölskyldubókasöf num,
barnabókasöfnum o. s. frv.
Hér er um að ræða ný-
breytni, sem ætti að geta
orðið íslenskum nokkurt um-
hugsunarefni. í velflestum
sveitum og þorpum landsins
munu að vísu vera til bóka-
söfn, er mörg þeirra munu
eiga næsta erfitt uppdráttar
vegna skorts á fé til bóka-
kaupa og annarra orsaka sem
hljóta að vera enn þyngri á
metunum í svo strjálbýlu
og fólksfáu landi, sem ísland
er, heldur en í Danmörku.
Umferðabókasafn eins og
það, sem hér um ræðir, ættu
því að geta orðið okkur kær-
komin nýjung.
Þannig lítur h:ð nýstárlega
bókasafn út að innan, — sem
sagt eins og önnur bókasöfn.
Þess hefur í vaxandi
mæli gætt í Danmörku
undanfarin ár, að dreg-
ið hefur úr útlánum hjá bók-
asöfunu þeim, er staðsett eru
utan stærstu borganna. Ekki
er þó talið, að þetta stafi af
minnkandi lestrarhneigð al-
mennings, heldur af því, að
nú hefur fólk orðið úr
að velja langtum fjöl-
breytilegra tómstunda-
gamni en áður var kostur
á. Hin smáu bókasöfn búa
oft við takmörkuð fjárráð
og hafa að öðru leyti slæma
aðstöðu til að afla allra
þeirra bóka, sem ætla má
að fólk vilji og þurfi að lesa.
Bókasafn á h’’óium séð að utan.
SAMVINNAN 27