Samvinnan - 01.10.1963, Blaðsíða 31
Hjá honum . . .
Framhald af bls. 14.
Sigtrygg Guðlaugsson, og þær munu
áreiðanlega leita á huga minn í hvert
skipti, sem ég minnist Núps. Guð-
mundur Bernharðsson, bóndi að Ás-
túni á Ingjaldssandi lét þau orð falla
í ræðu sinni undir borðum, „að hjá
honum hefði ég viljað fermast tvisv-
ar“, og Bjarni ívarsson frá Álfadal
sendi samkomunni kveðjur sínar,
hvar í var að finna þessar setningar:
„Minnist ég þess, er síra Sigtryggur var
að brjótast í gegnum grýtt land til
þess að hjálpa til að skapa gróður.
Við þetta landnámsstarf mátti oft líta
hann liggja á bakinu til þess að
spyrna grjóti burt, unz sigur var unn-
inn.“ Ö. H.
Þá greip mig ....
Framhald af bls. 15.
myndhöggvari vildi ekki láta slétta viss-
ar þúfur í Galtafellstúninu. Það fannst
mér þó nokkuð mikil sérvizka, en nú
skildi ég hann. Það var margs að sakna
og margs að minnast, svo að ég fór út í
kirkjugarðinn á Núpi, settist á leiði minna
elskulegu húsbænda, Kristins og Rakelar,
til þess að minnast og þakka. Og allt í
einu fannst mér sem Kristinn legði hönd-
ina á öxl mér og hvislaði með sinni glöðu
og hljómfögru rödd:
„Hvaða grillur eru nú í þér, Ingi
minn? Líttu í kringum þig og sjáðu,
hve allt er hér breytt til batnaðar:
Litli skólinn okkar er orðinn að stór-
um héraðsskóla, sem hýsir nú yfir
100 nemendur í reisulegum húsum og
hefur mörgum kennurum á að skipa
og þörf er enn stærri og betri húsa.
Synir mínir búa nú í reisulegu stein-
húsi, í stað gamla timburhússins,
prestsseturshús er á staðnum, ný og
falleg kirkja er nú hér í stað hinnar
gömlu timburkirkju, bílvegur heim í
hlað alla leið frá Reykjavík, túnið
stórt og fallegt, — allt véltækt. Held-
urðu að það sé ekki munur að vinna
hérna núna, en þegar við vorum að
kroppa þúfurnar með orfunum okk-
ar?“ —
Og ég leit upp. Auðvitað hafði Kristinn
rétt fyrir sér! „Söm er hún Esja, samur
er Keilir.“ — Sömu fjöllin, sami fjörð-
urinn, sama fjarsýnið og fyrr blasti við
augum, ásamt nýju húsunum, túnunum
og veginum. Og þá greip mig fögnuffur
yfir framförunum. Draumar þeirra
bræðra höfðu orðið að veruleika. Hér var
risin blómleg menntastofnun, sem verð-
ur stolt og prýði okkar Vestfirðinga í
framtíðinni. — Og hugur minn fylltist
þakklæti til þeirra bræðranna, síra Sig-
tryggs og Kristins, sem stofnuðu ungl-
vex er nýtt syntetlskt þvottoduft, er léttir störf
þvottodogsins.
vex þvottaduftið leysir upp óhreinindi við lógt
hitostig vatnsins og er sérstaklega gott í
ollan þvott.
vex gcfur hreinna og hvítara tau og skýrori liti.
Reynið vex í næsta þvott.
vex fæst í næstu verzlun.
fSÍÖfrp)
ingaskólann að Núpi fyrir 56 árum.
Og ég fór frá leiðinu fagnandi og þakk-
látur, biðjandi mínum gamla skóla
blessunar um ókomin ár.
— Hvaff viltu láta gera viff gamla
skólahúsiff?
Það er fljótt sagt. Ég vil helzt láta
gera við það og geyma það sem safngrip,
ef mögulegt væri. — Ég vil fyrst og
fremst láta færa gömlu skólastofuna í
sama form og hún var upphaflega. Síðan
mætti geyma þar myndir o. fl. gripi
skólans, sem fornminjagildi hefðu.
Geymsla mætti að skaðlausu vera í kjall-
ara, en litlu herbergin uppi mætti nota
fyrir starfsfólk, því að alltaf virðist
vanta húsnæði í heimavistarskólanum.
— Ég gæti fallizt á að rífa viðbótina við
húsið — leikfimissalinn gamla og langa-
loftið, en láta gamla húsiff eitt standa.
Það er sögulegt hús. Ég veit ekki betur en
að það sé eina húsiff í sveit á íslandi, sem
byggt var bæði fyrir félagsstarfsemi og
skóla um þetta leyti.
Fjórir bændur og sóknarpresturinn
gengu í ábyrgð fyrir láni til þess að húsið
yrði byggt, síðan varð það fundarstaður
góðtemplarastúku nær 30 ár samfleytt og
skólahús um aldarfjórðung eða meira.
Núpsskóli er elzti starfandi héraðsskóli
á íslandi og húsið er hans fyrsta heim-
kynni. Tilvera þess varð til gjörbreytinga
á skólamálum hreppsins. Fyrsti barna-
skóli hreppsins starfaði líka í húsinu, árið
1906—’07. Húsið var byggt 1906.
Ef skólayfirvöldin sjá sér ekki fært
að gera við húsið og geyma það, ætti að
geyma nákvæma teikningu af því og
myndir og rífa það strax. — Ef húsið
þætti fara illa, þar sem það nú stendur,
þar sem það er byggt í öðrum stíl en
nýbyggingarnar, mætti flytja það
í heilu lagi á annan hentugri stað,
en helzt að geyma elzta húsiff. Það hefur
mikið sögulegt gildi fyrir sveitina, skól-
ann og alla Vestfirði.
• ••—•••
Teídu fingur þína, er þú hefur tekið í
liönd Grikkjans.
Albanskur málsháttur.
Betra er að vera húsbóndi í helvíti en
þræll á himnum.
Enskur orðskviður.
SAMVINNAN 31