Samvinnan - 01.10.1963, Blaðsíða 22
„Hann á þrjú börn,“ bætti
Mac við af greiðvikni sinni.
„Það elsta ætlar að bjóða sig
fram við næstu forsetakosn-
ingar.“
„Ó, er það ekki einum of
slærnt?" varð stúlkunni að
orði. „Sjálf hef ég markmið
með þessari ferð. Að hitta ó-
kvæntan Frakka.“
„Ég er viss um að yður
tekst það,“ mælti Robert.
„Þrjú börn,“ sagði stúlkan.
„Jeminn! Hve gamall eruð
þér?“
„Þrjátíu og níu ára,“ svar-
aði Robert.
„Hvar er konan yðar nú?“
spurði stúlkan.
„í New York.“
„Ófrísk,“ bætti Mac við,
hjálpsamari en nokkru sinni
fyrr.
„Og hún lætur yður hlaup-
ast á brott á skiði einsog
núna?“ spurði stúlkan hissa.
„Já,“ sagði Robert. „Raunar
er ég í Evrópu í viðskiptaer-
indum, en stalst hingað tilað
létta mér upp í tíu daga.“
„í hverskonar viðskiptaer-
indum?“ spurði stúlkan.
„Ég er demantakaupmaður,“
svaraði Robert. „Kaupi og sel
demanta.“
„Þannig mann hefur mig
alltaf langað tilað hitta,“
sagði stúlkan. „Einhvern sem
hefði með demanta að gera.
En ókvæntan."
„Barbara!“ sagði Fíladelfíu-
búinn.
„Ég verzla mest með dem-
anta til iðnaðar,“ sagði Ro-
bert. „Það er dálítið annað
mál.“
„Þótt svo væri,“ sagði stúlk-
an.
„Barbara," sagði Fíladel/íu-
búinn, „reyndu að láta einsog
þú sért dama.“
„Ef maður getur ekki talað
af hreinskilni við landa sinn,“
sagði stúlkan, „við hvern á
maður þá að vera hreinskil-
inn?“ Hún leit útum gluggann.
„Ó, vinur minn,“ sagði hún,
„hvílíkt skrímsli er þetta fjall,
finnst yður ekki? Ég er veik
af hræðslu. Hún leit við og
horfði aftur á Robert. „Þér lítið
út einsog Frakki,“ sagði hún.
„Skelfilega fágaður. Þér eruð
alveg viss um að þér séuð
kvæntur?“
„Barbara,“ sagði Fíladelfíu-
búinn vonleysislega.
Robert hló, og Mac og hinir
Bandaríkjamennirnir hlógu
með, og stúlkan brosti undir
loðhúfunni, ánægð með
frammistöðu sína og það, sem
á móti kom. Þeir farþeganna,
sem ekki skildu ensku, brostu
vingjarnlega. Þótt fyndni orða-
skiptanna næði ekki til þeirra,
nutu þeir engu að síður glað-
værðarinnar, sem þeim fylgdi.
Þá heyrði Robert karlmanns-
rödd segja gegnum hláturinn,
þrungna kaldri, niðurbældri ó-
beit: „Schaut euch diese dum-
men amerikanischen Gesichter
an! Und diese Leute bilden
sich ein, sie waren berufen, die
Welt zu regieren."
Robert hafði í bernsku lært
þýzku af afa sínum og ömmu,
sem ættuð voru frá Elsass, og
skildi því orðin, en stillti sig
um að líta við tilað sjá, hver
talað hefði. Honum þótti gott
að gera sér i hugarlund, að
skapsmunir hans hefðu róast
með árunum, og hefði enginn
annar í klefanum heyrt eða
skilið orðin, ætlaði hann ekki
að gera þau opinber. Hann var
hérna tilað skemmta sér, og
kærði sig sízt af öllu um að
lenda í erjum eða leiða Mac
og unglingana útí nokkuö
þessháttar. Hann hafði löngu
lært að látast vera heyrnar-
laus, þegar svona raus og ann-
að verra barst að eyrum hans.
Ef einhverjum þýzkum drullu-
sokki þóknaðist að segja:
„Líttu á þessi aulalegu amer-
ísku andlit. Og þetta fólk í-
myndar sér að það hafi verið
útvalið tilað drottna yfir ver-
öldinni,“ skipti það svosem
engu máli, og hver skynsamur
maður lét það sem vind um
eyru þjóta, ef mögulegt var.
Robert leit því ekki við tilað
sjá manninn, sem talað hafði,
vitandi það, að ef hann upp-
götvaði hann, hefði hann ekki
skap í sér tilað láta hann
sleppa. Svo lengi sem röddin
væri honum ópersónuleg, gat
hann látið orð hennar lönd og
leið, einsog svo margt fleira,
sem hann hafði heyrt Þjóð-
verja segja.
Hann átti þó fullerfitt með
að stilla sig og klemmdi aftur
augun, gramur sjálfum sér
fyrir að láta þetta illgirnislega
raus hleypa sér upp. Fríið
hafði heppnast prýðilega
framað þessu, og það var því
meira en lítið heimskulegt að
láta rödd, heyrða af tilviljun
í mannþröng, varpa skugga á
það. Þegar farið er á skíði í
Sviss, sagði Robert við sjálfan
sig, kemst maður varla hjá því
að rekast á slangur af Þjóð-
Framhald I næsta blaði
22 SAMVINNAN