Samvinnan - 01.10.1963, Blaðsíða 26
TALNAÞRAUT
Sén talnaraðirnar lagðar saman láréttar, á útkoman úr hvorri
fyrir sig að vera 30. En til þess að svo megi verða, þarf að
flytja eina tölu úr neðri röð í þá efri og öfugt. Hvaða tölur
þarf að ílytja? — Lausnina er að finna neðar á Jressari síðu.
Spámenn og . .. .
Framhald af bls. 11.
hávaðann í þjónustuliðinu?"
var henni spurn. Þó lét hún
undan bænum elskhuga síns og
þau gengu í hjónaband. Ful-
bert var ekki ánægður að held-
ur, og að hans undirlagi veittu
óþokkar nokkrir Abailard að-
för og vönuðu hann.
Abailard gekk þá í klaustur,
en þar eð kvæntur maður því
aðeins gat orðið munkur, að
kona hans samtímis gerðist
nunna, lét Heloise ekki á sér
standa að færa þá fórn. — í
klaustrinu hóf Abailard
kennslu á nýjan leik, en var
skömmu siðar lýstur villutrú-
armaður, bannfærður og
dæmdur til lífstíðarfangelsis.
Var hann þó náðaður vonum
fyrr og dó frjáls maður. —
Þau Abailard og Heloise hvíla
nú í einni kistu í Pére-Lac-
haise kirkjugarði í París, og
enn í dag fara elskendur píla-
grímsferðir um langvegu að
vitja grafar þeirra.
Ómar ....
Framhald af bls. 8.
sérfróðum mönnum talin birt-
ast í ritum, sem nú skulu talin:
Chanson de Roland á Frakk-
landi, höfuðverki franskra bók-
mennta á miðöldum. Áhrifin
munu liafa borizt um Spán.
— Divina Commedia eftir
Dante og Deeamerone eftir
Boccaccio, frægust rit Italíu,
annað í lok miðalda, hitt í upp-
hafi endurreisnartímans. Áhrif
hafa borizt um Sikiley og
á krossferðum. — Canterbury
Tales eftir Geoffrey Chaucer
frá því síðast á 14. öld, ágæt-
ast rit enskt til daga Shake-
speare, en Chaucer er talinn
ganga næstur honum enskra
höfunda. Chaucer var um skeið
enskur stjórnarerindreki í
Frakklandi og Ítalíu og þaðan
bárust honum áhrif arabískra
bókmennta.
•UJ3 BUiq i e §o goj Ijgau i jr cþ.% gu c guq JJSISaVT
S VEGNA
FÆRIRÐU EKKI
BUREIKNINGA?
Athugið, að færsla BÚREIKNiNGA er undirstaða hagkvæms búreksturs.
BRÉFASKÖLI SÍS kennir færslu búreikninga fyrir ótrúlega lágt verð —
aðeins kr. 150.00.
6 bréf— kennari Eyvindur Jónsson, búfræðingur.
Bændur — þetta er ykkar tækifæri. Fyllið út seðilinn hér að neðan
og sendið hann til BRÉFASKÓLA SÍS, Sambandshúsinu, Reykjavík.
Innritum allt árið
Bréfaskóíi SÍS
Ég undirrifaður óska að gerast nemandi í:
Búreikningum
□ Vinsamlegast sendið gegn póstkröfu.
□ Greiðsla hjálögð kr.______________
Nafn
Heimilisfang
ÚTPRJÓN FYRIR . . . .
Framhald af bls. 6.
Hálsmál: Pressið stykkin létt á röngunni. Saumið erm-
arnar saman. Saumið listana við ermahandveginn og
framstykkið við listana báðu megin, en saumið bak-
stykkið aðeins við annan listann. Takið upp í vélina
lykkjur hálsmálsins, sem eru: 13 1. af lista, 9 1. af ermi,
13 1. að lista, 33 (41) 1. af framstykki, 13 1. af lista, 9 1.
af ermi, 13 1. af lista, 33 (41) 1. af bakstykki, (alls 136
(152) 1. Bezt er að setja allar lykkjurnar upp á aftur-
borðið fyrst og flytja síðan aðra hvora lykkju yfir á
framb). Prjónið snúning 1.—1. í 6 cm. Fellið mjög laust af.
Frágangur: Saumið hliðarsauma. Brjótið snúninginn í háls-
málinu tvöfaldan og leggið niður við á röngunni.
26 SAMVINNAN