Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1963, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.10.1963, Blaðsíða 8
Skáldskapur merkur kom fram í Islam og var snar þáttur í menningunni. Að sjálfsögðu byggðist hann að nokkru á fornri erfð Araba, en mestur var þó þroski hans í austur- hluta heimsveldisins og urðu persnesk áhrif ríkjandi. Má jafnvel telja, að um persneska endurreisn sé að ræða í bók- menntum íslams, þeim, sem hæst hefur borið og langlíf- astar hafa reynzt. Svo er um safnritið „Þúsund og eina nótt“ (Alf laylah wa—laylah), sem að stofni er persneskt. Og pers- neskt er það af skáldum íslams sem mesta frægð hefur hlotið á Vesturlöndum, Ómar Khay- yam. Ómar Khayyam fæddist í Nishapur í Khorasan á öðrum fjórðungi 11. aldar, að því er dýrum vínum, en fagrar meyj- ar buðu blíðu sína. Þar var alls notið, sem veröldin á girnilegast. — Síðan var ungmennið svipt meðvitund að nýju og látið hverfa til síns heima. Var unglingnum talin trú um, að honum hefði veitzt forsmekkur himnaríkissælu er þeirra biði, sem fórnuðu lífi í þjónustu Hasan ben Sabbah. Stríðsmenn þessir voru nefndir Assassinar, er hlaut merking- una „launmorðingjar“ á evr- ópumálum. Heitið er ýmist tal- ið dregið af nafni Hasans eða nautnalyfsins Hashish. — Niz- am ul Mulk hjálpaði Ómari einnig. „Mest náð, er þú gætir veitt mér, er að mega lifa í skugga hamingju þinnar. Það- an vildi ég dreifa heillum fræða og vísinda, en biðja þér lang- Omar Khayyam talið er. — Ilann hlaut góða menntun, naut tilsagnar fær- asía kennara í Nishapur, Imám Mowaffak. Það orð lá á, að hver drengur, er nyti tilsagnar hans, yrði virtur og sæll. Þrír námsfélaganna voru mjög sam- rýmdir, Ömar Khayyam, Niz- am ul Mulk og Hasan ben Sabbah. Þeir sóru eiða. Sá þeirra, er fyrstur yrði til frama, skyldi hjálpa hinum og veita brautargengi. Nizam ul Mulk varð háttsettur embættismað- ur og rnestur framamaður. Hann stóð við eiðinn og veitti hinum. Hasan ben Sabbah hlaut starf í stjórn landsins. Hann sveik velgerðarmann sinn og hugðist bola honum frá starfi. Var Hasan þá sviptur embætti. Hann gerðist for- ingi trúarofstækismanna. Eign- aðist vígi rammgert við Kaspía- haf og skipulagði þaðan morð og vígaferðir. Sagt er, að hann hafi náð valdi yfir ung- mennum á þann hátt sem hér segir: Hann deyfði og svæfði með nautnalyfinu hashish. — Ungmennið vaknaði í ókunnu umhverfi, undurfögru. Þar voru borð hlaðin krásum og lífis og láns.“— Ómar fékk bæn þessa uppfyllta, hlaut föst laun úr fjárhirzlu Nishapur og mátti ráðstafa tíma sínum að vild. — Hann kaus að auka þekk- ingu sína, einkum í stjörnu- fræði. Barst hróður hans víða og fól soldáninn Malik Shah honum ásamt 7 öðrum fræg- um stjörnufræðingum að gera endurbætur á tímatalinu, 1074. Ómar virðist hafa haft forstöðu þessa verks með höndum. Tímatal það, sem tekið var upp samkvæmt tillögu fræðimann- anna, nefnist jalali (dregið af konunganafni Jalal-ud-din) og bar mjög af því, sem fyrir var, í nákvæmni. Velgerðarmenn Ómars dóu og virðist þá hafa skipt um í lífi hans. Gerðist hann kennari um hríð í ætt- borg sinni, en mun síðar hafa orðið að hrekjast þaðan. Hvort hann hafi nú haft ofan af fvrir sér með tjaldagerð og þá hlotið heitið Khayyam, sem merkir tjaldagerðarmaður, eins og sumir halda, skal látið ósagt. Hins vegar er talið, að eirðar- leysi nokkurt nmni hafa ein- kennt síðari hluta ævi hans. Frá þeim tíma gæti verið sag- GUÐMUNDUR SVEINSSON: an fræga, sem Persar halda enn á lofti: „Eitt kveld hélt Ómar mikla veizlu og bauð í hana mörgum vinum sínum og mánafögrum meyjum. Hann kveikti á mörgum lömpum og kertum og settist síðan að drykkju, alls hugar feginn. En himininn lætur ekki að sér hæða, og þegar veizlan stóð sem hæst, fór gustur mikill um salinn, slökkti á öllurn lömpum og velti um koll vínkrúsinni, sem Ómar hafði sett við hlið sér. Þá reiddist Ómar og kvað ferhendu þessa: Mitt góða vínker brauzt þú í bræði þinni, Drottinn, og bvrgðir dyrnar sviplega að gleði minni, Drottinn, í skarnið niður helltir þú hreinni drúfuveig, ég held að þú sért fyllri en við hérna inni, Drottinn. Er hann hafði þetta mælt varð ásjóna hans svört sem bik. Lærisveinar hans og stallbræð- ur, sem í hófinu voru, flúðu burt í skelfingu. Þegar Ómar varð þess var, lét hann sækja spegil. Þegar hann sá, hverj- um litaskiptum andlit hans hafði tekið, hló hann og kvað: Hvern flekaði aldrei syndin á ferð um heim? ég spyr. Hver fylgdi ávallt dyggðinni á vegi þeim? ég spyr. Ef fyrir illt með verra þú hegnir sjálfur, Herra, seg, hvaða mismun finnurðu á okkur tveim? ég spyr. Og á sömu stundu varð and- lit hans aftur bjart og ljómandi, eins og tungl í fyllingu á fjórt- ánda degi mánaðarins“. Ómar Khayyam var þannig ekki aðeins fræðimaður, heldur frábært skáld. Yrkisefni hans varð hverfulleiki lífsins og dul. Vísur hans og ljóð eru ort und- ir bragarhætti, er rubai nefn- ist (rubaiyat er fleirtala orðsins rubai). Er rubaiyat Ómars dáð- ur skáldskapur á Vesturlönd- um og hefur verið síðan um miðja 19. öld, er Englending- urinn Edward Fitzgerald þýddi nokkrar þeirra á enska tungu. A persnesku er eftirfarandi saga varðveitt frá síðustu ár- um Ómars Khayyams: „Svo er skráð í fræðum fornum, að vitr- ingurinn mesti Ómar Khayyam hafi dáið í Nishapur árið 517 eftir hidjra (árið 1123). Hann átti engan jafningja í vísind- um og bar af í samtíð sinni. Khwajah Nizami í Samarkand, sem var lærisveinn lians, segir eftirfarandi sögu: „Eg var van- ur að ræða við Ómar Khayyam kennara minn í garði einum. Dag nokkurn sagði hann við mig: „Gröf mín verður í reit, þar sem norðanvindurinn strá- ir rósum yfir.“ Mig furðaði á orðum hans, en vissi, að ekki var í gáleysi mælt. Árum síðar er ég átti þess kost að koma aftur til Nishapur, fór ég til hvílustaðar hans. Og sjá, hann var nærri aldingarði og ávaxta- tré beygðu greinar yfir garð- múrinn og rósir dreifðust yfir gröfina og huldu bautastein- • í< mn. Ahrif bókmennta Islams á Vesturlöndum má nokkuð marka af því, að þau eru af Framhald á bls. 26. Þrír persneskir fóstbrœður námu samtímis hjá meistaranum Imám Mowaffak. Einn þeirra varð leiðtogi í stjórnmálum, annar stofnandi og leiðtogi ógnvœnlegustu morð- ingjaklíku, er sögur fara af, og sá þriðji vís- indamaður — og skáld, sem enn snertir við- kvœman streng i brjósti hvers Ijóðelskandi lesanda. 8 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.