Samvinnan - 01.08.1971, Qupperneq 6
son mlklar breytingar í átt til
nútímans. Þetta verk hans er
líka það bezta fram til þessa,
hiklaust betra en „Fagra ver-
öld.“ Svona má telja áfram, en
nú er nóg komið.
Byrja ekki atómljóð og af-
bragð á sama staf?
Með vinsemd og vlrðlngu.
Kjartan Jónasson,
Álftamýri 56.
- SMÆLKI -
Þegar Píus IX (1792—
1878, páfi frá 1846) sat ein-
hverju sinni fyrir hjá málara
einum, sagði hann málaranum
sögu, meðan á verkinu stóð,
af munki nokkrum, sem ný-
lega hafði brotið klausturheit-
ið og gengið í hjónaband. Hans
heilagleiki lauk frásögninni
með eins konar afsökun fyrir
þessum svívirðilega verknaði:
— Nú, en þegar allt kemur
til alls, þá hefur munkurinn
bara tekið hið jarðneska refsi-
vald í eigin hendur.
Plútarkos (um 46 til um 120,
grískur rithöfundur og heim-
spekingur) sagði einu sinni:
— Menn með litla hæfileika,
sem komast í há embætti, eru
eins og myndastyttur á háum
stöplum. Því hærra upp sem
þær eru settar, því minni virð-
ast þær.
Brezki rithöfundurinn Alex-
ander Pope (1688—1744), sem
var mjög smár vexti, varð einu
sinni í samkvæmi nokkru að
þola háð vegna vaxtarlags
síns frá hávöxnum og myndar-
legum aðalsmanni, sem aftur
á móti vissi sjálfur ekki full
deili á faðerni sínu.
— Mér þætti gaman að vita,
hvers vegna þér eruð svona
stuttur, sagði hávaxni aðals-
maðurinn.
— Astæðan er að öllum lík-
indum sú, svaraði Pope, að ég
á ekki nema einn föður.
Emst von Possart (1841—
1921, frægur þýzkur leikari)
átti einu sinni í harðri orð-
ræðu við einn af samstarfs-
mönnum sínum, og í hita
deilunnar varð andmælanda
hans það á að rétta honum
vinsamlegan kinnhest. Possart
hélt stillingu sinni og spurði
árásarmanninn:
— Herra minn, var þetta
gert í alvöru eða átti það
kannski að vera fyndni?
— Þetta var gert í fullri al-
vöru, svaraði hinn með brosi.
— Það var gott, svaraði
Possart, því að fyndni af þessu
tagi kann ég alls ekki að meta.
Nafn rússneska hershöfð-
ingjans Gregors Pótemkins
(1739—1791) er þekkt í sam-
bandinu Pótemkin-tjöld,
sem vísar til eins konar Ieik-
tjalda, sem hann lét stilla upp
beggja megin vegarins, sem
Katrín II ók eftir eitt sinn á
ferð til Krím. Leiktjöldin
sýndu velmegun og dýrð, sem
ekki voru fyrir hendi í raun-
veruleikanum.
Og eigin eyðslusemi Pótem-
kins og lifnaðarhættir hans
steyptu honum sjálfum í mikl-
ar skuldir, svo að hann fékk
nánast daglega heimsóknir
þreytandi lánardrottna.
Hann komst fljótlega upp á
lagið með það, hvernig hann
ætti að meðhöndla þá. Þegar
einhver þeirra sýndi sig, sagði
hann við einkaritara sinn,
Pópoff:
— Hvers vegna borgar þú
manninum ekki? — og sam-
tímis gaf hann ritaranum
merki um það, hvernig með-
höndla ætti lánardrottininn.
Ef Pótemkin lokaði hendinni,
þá borgaði Pópoff, en opnaði
hann hana hins vegar, þá var
lánardrottinninn sendur til
Síberíu.
Áður
höröum
höndum -
meö
atrix
6