Samvinnan - 01.08.1971, Qupperneq 13

Samvinnan - 01.08.1971, Qupperneq 13
Dr. Jakob Benediktsson Jón Aðalsteinn Jónsson Hallfreður Örn Eiríksson Baldur Ragnarsson Stefán Karlsson Finnur Torfi Hjörleifsson Jóhann S. Hannesson Tryggvi Gíslason Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á síðustu árum á máli síðari alda, en þær hafa enn sem komið er ekki haft nein teljandi áhrif á skólabækur, og raunverulegar rannsóknir á nútímamáli skortir tilfinnan- lega, svo að þess er engin von að verulegt tillit sé tekið til þess í skólabókum. Straumhvörf Annað mikilsvert atriði er fræðilega hliðin á málfræði- bókum íslenzkum. Á síðustu áratugum hafa orðið mikil straumhvörf í málfræðirann- sóknum, nýjar aðferðir hafa komið fram, nýjar stefnur í kerfun málfræðilegra fyrirbæra og nýir kennsluhættir í tungu- málum hafa verið teknir upp. íslenzkar kennslubækur í mál- fræði eru að heita má ósnortn- ar af þessari þróun, og verður naumast lengur við það unað. f Háskóla íslands eru nú kennd allt önnur fræði í íslenzkunámi en í skólum landsins, svo að stúdentar verða nú að hefja háskólanám sitt með því að gleyma miklu af því sem þeir hafa lært og byrja upp á nýtt á hugtakakerfum sem þeir hafa aldrei heyrt minnzt á í menntaskólum. Á þessu hlýtur að verða breyting og það frem- ur fyrr en síðar. En til þess skortir bækur, kennslubækur á öllum skólastigum og fræðslu- rit fyrir nemendur og kennara, og kem ég lítillega að því síðar. Nú mega menn ekki skilja orð mín svo að ég sé að leggja til að hætt verði að kenna formlega málfræði í skólum, síður en svo. Málkerfið heldur áfram að vera til, en spurn- ingin er öllu heldur um við- horfið til þess. Á 19. öldinni og fram á þessa öld var sögulega sjónarmiðið ráðandi i mál- fræðirannsóknum, og á þvi sviði voru unnin stórvirki sem málfræðingar nútímans hafa byggt á. En þeir hafa lagt meira kapp á samtímamál- fræði, rannsóknir á sjálfu mál- kerfinu, svo og þeirri víxlverk- Eysteinn Sigurðsson Árni Böðvarsson Böðvar Guðmundsson Gísli J. Ástþórsson un sem er milli kerfisins og notkunarinnar, milli tungu- máls og tals, þar sem talið táknar beitingu einstaklingsins á kerfinu. Málkerfið —tungan — er annarsvegar það aðhald sem setur málnotkuninni — talinu — vissar skorður, en tal- ið getur aftur á móti breytt kerfinu þegar frávikin frá því eru orðin nógu almenn. Einmitt í þessu kemur fram einn meginmunur á skoðun 19. aldar manna og margra nú- tímamálfræðinga. Hreintungu- mennirnir, sem studdust við söguleg rök, vildu sporna gegn breytingum, þeir héldu fram normatífa sjónarmiðinu, mál- fræðin átti að segja til um hvað væri rétt og hvað rangt, en ýmsir nútímamálfræðingar segja sem svo að í máli sé ekki hægt að tala um rétt eða rangt nema mið sé tekið af málvenju samtíðarinnar; málið sé sí- breytilegt og við það verði menn að sætta sig; frávik frá eldra kerfi séu ekki lengur vill- ur þegar þau séu orðin almennt mál. Nú er það svo að í þessu máli sem öðrum eru skoðanirnar ekki einlægt settar fram í svona hörðum andstæðum, enda er þessi lýsing mín ein- földuð, ef til vill í grófasta lagi. Því verður þó ekki neitað að öll mál hafa breytzt og eru að breytast. íslenzk tunga hefur að vísu breytzt miklu hægar en margar aðrar tungur, og til skamms tíma hefur það meira að segja verið trú manna að hún hafi ekki breytzt neitt að ráði síðan á gullöld fornbók- mennta okkar. Þetta má til sanns vegar færa að því er snertir formkerfi málsins eins og það kemur fram í ritmáli, en þó hefur þar sitthvað gerzt eins og ég skal víkja að síðar. Hljóðbreytingar Hinsvegar hafa gerzt víð- tækar breytingar á hljóðkerfi málsins, en þeirra gætir ekki að ráði í réttritun, ef miðað er við samræmda stafsetningu fornrita. Því veldur sumpart íhaldssemi í réttritun okkar, svo sem varðveizla á y og z, sumpart sú þróun að hljóð sem aðgreind voru í framburði og riti að fornu hafa haldizt að- greind þó að hljóðgildi þeirra hafi breytzt og sé nú allt ann- að en áður var. Þannig er t. d. um muninn á þeim sérhljóð- um sem nú eru táknuð með broddi eða broddlaus; hann er nú allur annar en að fornu þar sem hann var aðeins lengdar- munur. í öðrum tilvikum hefur réttritun breytzt snemma á öldum þar sem hljóð hafa runnið saman, eins og þau hljóð sem nú eru táknuð ö og æ, en þau eru hvort um sig orðin til úr tveimur aðgreind- um hljóðum. í enn öðrum til- vikum verðum við vör við hljóðbreytingar sem eru að gerast enn á okkar dögum, en ná ekki ennþá til allra lands- hluta, svo sem kv-framburður, tvíhljóðaframburður á undan ng, linmæli o. s. frv. Engu af þessu sem nú hefur verið nefnt verður snúið við, þó að ef til vill megi seinka eitthvað út- breiðslu linmælis og halda í varðveizlu eldri framburðar á nokkrum staðbundnum fram- burðaratriðum. Eina dæmið um stöðvun framburðarbreyting- ar sem hefur tekizt, a. m. k. sumstaðar, er flámælið, sem líklegt má telja að verði út- rýmt að mestu. En það var því að eins hægt að litið var niður á það sem eins konar dónamál eða málleysu, og það setti nokkurs konar vanmetastimpil á þá sem það notuðu. Sumar hljóðbreytingar sem orðið hafa í íslenzku koma fram í ritmáli fyrri alda, a. m. k. að nokkru leyti, t. d. i fyrir y, bl fyrir fl, kv fyrir hv, o. s. frv.; en rithefðin var einlægt svo öflug að ekkert þessara fyr- irbæra vann algeran sigur í riti, jafnvel ekki samruninn á i og y, sem var þó orðinn alls- ráðandi í tali manna þegar kom fram á 17. öld. Og á 19. öldinni komst sögulega sjónar- miðið til valda og lagði grund- völlinn að þeirri réttritun sem við búum við ennþá. En þrátt fyrir allt þetta hefur réttritun og skólakennslu ekki tekizt að snúa þróuninni við í þessu til- liti, og má þar til nefna sem augljóst dæmi, að kv-fram- burðurinn er stöðugt að vinna á hvað sem allri réttritun og kennslu líður. Breytingar á hljóðkerfi máls- ins eru það miklar að næsta vafasamt er hvort okkur gengi betur að skilja Ara fróða og samtíðarmenn hans en t. d. Norðmenn eða Færeyinga, ef þessir forfeður okkar risu upp úr gröf sinni og létu til sín heyra. Við hugsum ekki út í þetta við lestur fornrita, vegna þess að stafsetning þeirra er venjulega samræmd annað- hvort að fornri fyrirmynd eða að nútíðarhætti, svo að lesand- inn les textann með þeim framburði sem honum er eðli- legastur og gerir sér enga rellu út af því hvort fornmenn hafi lesið úr orðunum með allt öðr- um hljóðgildum. Það breytir engu þó að sumir lesi ok og at eða váru og kvámu þegar forn- rit eru lesin upphátt, því að sá framburður er engu síður fjarri hinum forna en þótt nútíma- myndirnar séu notaðar. Hljóð- breytingar af þessu tagi er von- laust að færa aftur í fyrra horf, hvað sem allri réttritun líður. íhaldssemi varhugaverð En einmitt þessi reynsla mætti vera nokkur viðvörun gegn of mikilli íhaldssemi á öðrum sviðum málsins. Of mik- il fastheldni við orðmyndir sem eru útdauðar að mestu eða öllu er ekki sigurstranglegri en bar- áttan gegn hljóðbreytingum. Sama á við um ýmsar breyting- ar á setningafræðilegum atrið- um og í margvíslegu orðafari. Þvílíkar breytingar eru vitan- lega í upphafi villur í þeim skilningi að þær eru í fyrstu frávik frá málkerfinu, eins og ég drap á áðan. Oftast eru þær í fyrstu staðbundnar og geta 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.