Samvinnan - 01.08.1971, Page 15

Samvinnan - 01.08.1971, Page 15
Höggmynd eftir Miriam Sommerburg. af því þjóðfélagi sem málið tal- ar. íslenzkt þjóðfélag var um langan aldur staðnað þænda- þjóðfélag sem -að verulegu leyti var samt við sig, atvinnuhættir þess breyttust harla lítið, dag- leg viðfangsefni tóku litlum stakkaskiptum. Og svo átti þetta þjóðfélag sér bókmenntir sem varðveittu ritað mál lið- inna alda, skráð á skinn og á pappír. Samt sem áður gerðust ýmsir þeir atburðir sem settu svip sinn á vissa þætti málsins að því er snerti orðaforðann, enda þótt kjarni hins gamla orðaforða varðveittist óbreytt- ur. Nægir þar að nefna sem dæmi áhrif siðskiptanna og þeirra bókmennta sem einok- unarprentsmiðja kirkjunnar dreifði yfir landslýðinn i meira en tvær aldir. Ný tegund ritmáls í þessum bókum varð til ný tegund ritmáls, sem í raun og veru var næsta fjarlæg mæltu máli, eins og álykta má af ýms- um samtímaritum sem ekki komust á prent fyrr en löngu síðar, en stóðu nær talmáli sam- tímans. Þar má einmitt sjá merki um gjána milli talmáls og hins opinbera ritmáls kirkju og lærðra manna, sem einkenndist af flókinni latn- esk-þýzkri setningaskipun og hátiðlegum stil, svo og veru- legri notkun dansk-þýzkra tökuorða. En í ritum alþýðu- manna og fáeinna annarra verður vart viðleitni til upp- reisnar gegn þessum stil, þó að sú viðleitni næði ekki upp á yfirborðið, þ. e. til prentaðra bóka, fyrr en löngu síðar. Menn fræðslustefnunnar i lok 18. aldar skildu þá einföldu staðreynd að ekki þýddi að semja bækur til fróðleiks al- menningi á íslandi á tungu- máli sem var fullt af erlendum orðum. Ættu slík rit að koma að gagni yrðu þau að vera á tungumáli sem almenningur skildi. Þeir voru þó ennþá um of bundnir við fyrirmyndir úr fornu máli og setningaskipun lærða stílsins til þess að þeim tækist að losa ritmálið úr viðj- um eldri stílhefðar; i okkar augum er mál þeirra oftast stirt og þunglamalegt. En þeir höfðu markað stefnuna með því að hefja nýyrðasmíð í stór- um stíl, enda þótt flest nýyrði þeirra yrðu næsta skammlif. En næsta kynslóð, Bessastaða- menn og Fjölnismenn, gengu þvi feti lengra sem gerði gæfu- muninn. Þeir leituðu fyrir- mynda, ekki aðeins í fornmáli, heldur engu síður í óspjölluðu talmáli almennings. Sá lífs- kraftur sem þangað var sóttur var nógu sterkur til að sprengja fjötra hins eldra bókmáls og gera það úrelt á fáum áratug- um. Ástæðan til þess að þetta gerðist með svo skjótum hætti var meðal annars sú að ritmál kirkju og lærðra manna hafði aldrei haft veruleg áhrif á mælt mál, stíll ritmálsins og orðafar var þvi of fjarlægur. Eins og áður var getið hætti ýmsum málhreinsunarmönn- um 19. aldar til að ganga of langt í aðdáun sinni á forn- málinu, svo að þeir tóku það sér um of til fyrirmyndar, enda eru til höfundar frá 19. öld sem voru svo helteknir af þessu sjónarmiði að ritmál þeirra varð bæði tyrfið og fjarlægt lifandi máli af þeim sökum. En beztu höfundum 19. aldar tókst að sigla hjá þessu skeri og sköpuðu með því nýtt islenzkt ritmál, sem bæði varðveitti fornan arf og var í tengslum við samtíðarmál. Að vísu beittu málfræðingar og skólamenn þeirrar aldar sér fyrir óþarf- lega mikilli fastheldni við forn- ar orðmyndir, eins og áður hef- ur verið drepið á, og lögðu þannig grundvöll að nýjum vandamálum sem nú eru að koma æ betur i ljós. íslendingar hafa fram að þessu verið lausir við þann vanda sem margar þjóðir eiga við að striða: sem sé að tungan klofni i talmál óskólagenginna manna og ritmál mennta- manna eða rikismál. Þvi veldur hvorttveggja að islenzka grein- ist ekki í mállýzkur með þeim hætti sem algengt er annar- staðar, og að ritmálið átti ræt- ur sínar að verulegu leyti í tal- máli alþýðu. Mállýzkuleysið hefur gert rikismál óþarft, og náin tengsl talmáls og ritmáls hafa komið i veg fyrir að mál menntamanna og alþýðu yrði tvennt ólikt, a. m. k. að þvi er tekur til orðaforða. Breytingar óhjákvæmilegar En við lifum á miklum breyt- ingatímum á öllum sviðum. ís- lenzkt þjóðfélag hefur tekið meiri stakkaskiptum á síðasta mannsaldri en nokkru öðru skeiði jafnlöngu í sögu sinni. Og þessum breytingum fylgja óhjákvæmilega breytingar á tungunni. Framar öllu streyma að okkur daglega ný hugtök, nýir hlutir, ný viðhorf á öllum sviðum, sem verða að eignast heiti á íslenzku eða að minnsta kosti heiti sem íslenzkt fólk getur tekið sér í munn. Svo er hreintungustefnunni fyrir að þakka að nýyrðasmíð er talin sjálfsögð og eðlileg, og jafnvel þótt hún takist ekki ævinlega heppilega í fyrstu, halda menn oft áfram að leita að betra orði þangað til það kemur í ljós. Hér á landi hefur sú stefna aldrei átt miklu fylgi að fagna að taka upp erlend orð i belg og biðu, eins og margar af ná- grannaþjóðum okkar hafa gert. Að vísu hafa íslendingar alltaf tekið upp vissan fjölda töku- orða, og i málinu eru mörg slík orð sem engum dettur i hug að amast við, grunar ekki einu sinni að séu tökuorð. En til þess þurfa þau að hafa samlagazt hljóðkerfi tungunnar, og mega ekki stangast við beygingakerfi hennar. Þessi krafa veldur því að rnörg alþjóðaorð og alþjóð- legar endingar fara illa í ís- lenzku, þó margur freistist til að grípa til þeirra. Önnur rök- semd gegn ótakmarkaðri upp- töku nýyrða er sú sama og áð- ur: að í riturn sem ætluð eru öllum almenningi þýðir ekki að fylla allt af erlendum orðum ef höfundur vill koma boðskap sínurn til skila. Þessi röksemd á að sjálfsögðu víðar við en á íslandi, en í stærri löndum skrifa margir sérfræðingar framar öllu fyrir starfsbræður sína, sem skilja alþjóðlegu orð- in, og kæra sig kollótta um hvort almenningur skilur þau eða ekki; lesendahópur þeirra er samt nógu stór. En þegar samskonar orðafar er komið inn í dagblöð og annað lesefni almennings rekur að því, að mikill þorri almennra lesenda skilur hreinlega ekki það tungumál sem notað er í mörg- um greinum blaðanna. Þetta hefur komið greinilega í ljós í mörgum erlendum rannsókn- um. Orðafar margra sérfræð- inga er orðið svo sérhæft, að litlu munar frá því sem áður var þegar fræðimenn gátu helzt ekki skrifað um sérfræði sin nema á latínu, sem hafði þó þann kost að allir latínulærðir menn hverrar þjóðar sem voru gátu lesið það. En nú er öldin önnur. ís- lenzkir fræðimenn sem vilja koma þekkingu sinni á fram- færi við almenning verða að skrifa á íslenzku, eða að minnsta kosti að reyna það, nota ekki tökuorð nema þar sem ekki verður hjá þeim kom- izt, og þá helzt aðlaga þau ís- lenzku málkerfi að svo miklu leyti sem unnt er. En á þeim sviðum sem lítt eða ekki varða almenning, þar sem um hrein tækniorð er að ræða sem engir nota nema sérfræðingar einir, má í rauninni einu gilda hvaða orð eru notuð, meðan almenn- ingur þarf ekki á þeim að halda. Tökuorð i hófi eru engin málspjöll, meira að segja er tökuorð sem ekki stangast við íslenzkt málkerfi margoft miklu betra en klúðurslegt ný- yrði, enda hefur málkennd al- mennings iðulega tekið töku- 15

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.