Samvinnan - 01.08.1971, Page 17

Samvinnan - 01.08.1971, Page 17
að vanda bæði sálma og guðs- orðarit önnur og færa þau í sem íslenzkastan búning. í viðleitni Guðbrands bisk- ups til hreintungustefnu ber hæst sálmabókina frá 1589 og Vísnabókina frá 1612. í formála sálmabókarinnar gerir Guð- brandur biskup grein fyrir við- horfi sínu til þessara mála, og er sjálfsagt að birta hér um- mæli hans, enda má segja, að þau séu eins konar stefnuskrár- atriði hans í þessum efnum. Hann ræðir í formálanum um það, að fjöldi manna læri rím- ur, vísur og önnur kvæði, og telur misráðið, að menn vandi þann kveðskap, sem hann álít- ur ónytsamlegan, „með mestri orðsnilli og mælsku sem mað- ur kann bezt, en hirði ekki að vanda það, sem Guði og hans lofgjörð tilkemur".* Síðan segir hann: „Fyrir þessar greinir, so og eirnen móðurmáli voru til sæmdar og fegurðar, sem í sjálfu sér er bæði ljóst og fag- urt og ekki þarf í þessu efni úr öðrum tungumálum orð til láns að taka, eða brákað mál né bögur að þiggja, þá hef ég alla tíma síðan ég kom til þessa embættis (óverðugur) óskað þess og lagt þar hug og ástund- an á, að vorir sálmar mættu með mjúkari málsnilld eftir *) Stafsetning úr eldri ritum er að mestu færð til nútíma- reglna. réttri hljóðstafagrein og hætti, og þó þar með eftir originaln- um, þeim þýzka og latínska verða útlagðir." Þá hefur Jakob Benediktsson orðabókarstjóri bent á í rit- gerð um Arngrím lærða, að Arngrímu; hafi fyrstur manna á prenti boðað íslenzka mál- hreinsunarstefnu. Um það far- ast Jakobi svo orð: „Hann telur hins vegar að íslenzka aldar sinnar sé þó að mestu hið sama tungumál sem gekk um öll Norðurlönd til forna, og varð Arngrímur með þeim ummæl- um upphafsmaður kenningar sem átti eftir að hafa djúptæk og langvinn áhrif. Rök þessar- ar sérstöðu íslenzkunnar telur hann tvenns eðlis: annars veg- ar hin fornu handrit, sem varð- veitt hafi hreinleik tungunnar og glæsilegan stíl, hins vegar lítil samskipti landsmanna við útlendinga. En Arngrímur læt- ur að lokum í Ijósi þá ósk að bæta mætti við þriðju rök- semdinni: þeirri að íslending- ar öpuðu ekki eftir Dönum eða Þjóðverjum í ræðu og riti, heldur leituðu sér fyrirmynda í auðlegð og snilld móðurmáls síns og beittu til þess vitsmun- um og lærdómi; ef svo tækist til yrði minni hætta á breyt- ingum tungunnar framvegis, en að öðrum kosti mundi ekki þurfa samskipti útlendinga til þess að spilla tungunni.“ Af þessum ummælum hinna tveggja merkustu manna í andlegu lífi íslendinga um 1600 er ljóst, að menn hafa þá gert sér grein fyrir hættum þeim, sem tungunni gátu stafað af ásókn erlendra tökuorða og andvaraleysi íslendinga sjálfra. Á 17. öld stefndu ýmsir mætir íslendingar í sömu átt, en í stuttri grein verður einung- is unnt að stikla á nöfnum þeirra. Síra Stefán Ólafsson í Vallanesi var einn í hópi mál- hreinsunarmanna á þessari öld. Eins kemur sr. Hallgrímur Pétursson við þessa sögu. Til er bréf frá honum til Þormóðs Torfasonar sagnaritara frá 1671, þar sem hann segir svo um íslenzka tungu: „En hafi þeir gömlu norsku um þetta diktað, og í sinni gamalli norsku upp skrifað, leiðist eg ekki til að trúa, að þeir hafi öðrum tungumálum þar inn blandað, svo sem nú gerum vér með skaða og niðrun vors á- gæta og auðuga móðurmáls.“ Þá hefur Þórður biskup Þor- láksson i Skálholti aðhyllzt hreintungustefnuna, eins og sjá má í formála hans fyrir Landnámu, sem kom út árið 1688. Enda þótt þessir menn hafi hneigzt í átt til hreintungu- stefnu og verið andófsmenn er- lendra tökuorða á sínum tíma, verður því ekki neitað, að tungutak þeirra og samtíðar- manna þeirra var um margt öðruvísi en okkar, og engan veginn teljum við það allt góða og gilda íslenzku, sem þeir sögðu og rituðu á sinni tíð. Um 1700 koma hér nokkuð við sögu þeir Árni Magnússon prófessor og Páll Vídalín lög- maður, og má sjá á stöku stað í ritum þeirra, að þeir voru málhreinsunarmenn. Þá verður ekki með öllu gengið fram hjá Jóni Ólafssyni frá Grunnavík, hinum mikla orðabókarmanni á 18. öld. Hann hallaðist að hreintungustefnu, þegar líða tók á ævi hans, en hann lézt 1779. Var slíkt ekki að undra, þar sem hann var á ungum aldri i starfi hjá Árna Magnús- syni. Um miðja 18. öld fer hrein- tungustefnan að taka á sig nokkuð ákveðið svipmót. Þá eru uppi þeir Eggert lögmaður Ól- afsson og Bjarni landlæknir Pálsson. Þeir tóku í sama streng og fyrri hreintungu- stefnumenn, enda kynntust þeir málfari íslendinga náið á ferðum sínum um landið um miðbik aldarinnar. Ekki verður því samt neitað, að um þær mundir komu upp annars konar raddir og lítt þjóðlegar, en því megum vlð ekki heldur gleyma, að þá er einveldi Danakonungs í al- gleymingi og flestir íslenzklr embættismenn konungshollir, eins og gerðist með öðrum þjóðum. Fræg eru orð Sveins lög- manns Sölvasonar, sem segir m. a. svo í riti sínu Tyro Juris edur Barn i L0gum frá 1754: „og so sem vor efni í flestum sökum dependera af þeim dönsku, því má þá ekki einnin vort tungumál vera sömu for- lögum undirorpið?" Þá var sjálfur skólameistar- inn í Skálholti, Bjarni Jónsson, sömu skoðunar og Sveinn, og kom hún berlega fram í tillög- um hans til Landsnefndarinn- ar 1770, þar sem hann leggur til, að íslendingar semji sig sem mest að öðrum þjóðum og siðum þeirra. Orðrétt segir hann svo á dönsku: „Jeg an- seer det ikke alene unyttigt men og desuden meget skade- ligt, at man skal beholde det islandske Sprog.“ Þrátt fyrir viðleitni hrein- tungustefnumanna flæddu inn í málið á þessum öldum alls kyns orð, og hafa mörg þeirra fest rætur í málinu og öðlazt fullan þegnrétt. Var jafnvel svo komið fyrir móðurmáli ís- lendinga í upphafi 19. aldar að dómi hins merka málfræðings og fslandsvinar, Rasmusar Kiistjáns Rasks, að hann taldi, 17

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.