Samvinnan - 01.08.1971, Page 20

Samvinnan - 01.08.1971, Page 20
Hallfreður Örn Eiríksson: Að læra móðurmálið Á síðustu árum virðist sú stefna hafa orðið ofan á al- farið, að bækur fyrir börn og unglinga skuli helzt vera á máli þeirra sjálfra, og æskilegt sé þvi að hafa þar sem fæst orð og orðatiltæki, sem ekki séu þegar orðin munntöm þessum aldursflokkum. Heiðarlegar undantekningar munu þó vera til frá henni, en ekki hef ég haft spurnir af því, að þeim hafi farið fjölgandi í seinni tíð. Þessi stefna er heldur ekki al- veg glæný; hún mun hafa komið upp á fjórða áratugnum öndverðum, en hin alþekkta kennslubók i lestri Gagn og gaman komst á prent í fyrsta skipti en ekki hið síðasta árið 1933. Til þessarar bókar var allvel vandað, en i eftirmála fyrstu útgáfu hennar stendur m. a.: „Reynt hefur verið að hafa málið á bókinni sem mest við hæfi barna, og allt lesefni í samræmi við líf þeirra og leiki. Forðazt hefur verið að nota nema sem minnst af löng- um orðum — aðallega eru not- uð eins og tveggja atkvæða orð.“ Ekki skal það i efa dreg- ið, að börn læri fljótt að lesa á Gagn og gaman, en hitt er meira vafamál hve vel þau verði læs á aðrar bækur með fjölbreyttari orðaforða seinna meir. Það má vel vera, að börn hafi orðið seinna læs, á meðan þeim var kennt að lesa eftir stafrófskveri Egils Þorláksson- ar, sem kom út m. a. árið 1929, en í því voru þó orð, sem vöktu forvitni og námslöngun, til að mynda orð eins og krot, hræ, kná, krafa, hrak, kvöl og hví, og þar þótti það ekki næstum sáluhjálparatriði að sneiða sem mest frá lengri orðum, því að þar eru þríkvæð orð eins og út- lægur og útbýta, svo að nokkuð sé nefnt. „Lengi býr að fyrstu gerð,“ segir máltækið, og sé byrjað að tyggja allt í blessuð börnin þegar i æsku vaxa þeim víst seint hæfilega sterkar tennur til að vinna á hinu erf- iðara og merkilegra ritmáli, þegar fram liða stundir. Jafnframt hefur talmál yngri kynslóðanna orðið fátæklegra, einkanlega vegna þess, að á- kaflega mörg börn og ungling- ar eiga æ minna samneyti við sér eldra fólk og læra þess vegna ekki orðaforða þess nema að mjög takmörkuðu leyti. Dæmi um þetta mætti finna mörg, en ég ætla að láta mér nægja að vitna i viðtal í Vísi (29. júlí 1971) við séra Bernharð Guðmundsson um unglingabúðir i Tálknafirði, en þar segir hann svo m. a.: „Það hefur verið fastur liður að hafa síðdegisspjall í um það bil klukkutíma á dag,“ segir Bern- harður, „þar hafa boðorðin ver- ið lögð til grundvallar umræðu, afstaðan til foreldranna rædd og afstaðan til þjóðfélagsins, unglingarnir ræða saman og spjalla saman sem einn hópur með foringjum sinum. Þessi spjalltími er hafður til að fá þau til að opna sig þvi að mörg þeirra hafa aldrei talað við fullorðið fólk nema i vonzku — en það vill fylgja þessu aldurs- skeiði.“ Afleiðingin af þessu á- standi hefur svo orðið siminnk- andi málkennd, sem er undir- rót ýmissa erfiðleika meðal annars í skólum landsins, en traust kunnátta í móðurmálinu er grundvöllur alls náms. Van- kunnátta í móðurmálinu hlýtur einnig að hafa háskaleg áhrif á sölu vandaðra bókmennta og gera mönnum erfiðara en ella að standa fyrir máli sínu og annarra, þegar þess þarf við. Eigi að ráða bót á þessu ó- fremdarástandi — og það er hægur vandi — þarf að gera tvennt samtímis. í fyrsta lagi er nauðsynlegt að haga málum þannig, að fólk á ýmsum aldri talist betur og greinilegar við en nú hefur tíðkazt um hríð. í öðru lagi á að nota lestrar- kennsluna og útgáfu bóka fyrir börn og unglinga til að vekja forvitni þeirra og áhuga á móð- urmálinu sjálfrátt og ósjálf- rátt. Það er kominn tími til að minnast hin ágæta spakmælis: „Því læra börnin málið, að það er fyrir þeim haft.“ Þráinn Bertelsson: LJÓÐ Og maðurinn kemur úr vinnunni og fer í inniskóna eftir fótrakan dag sem vaknar í kvöldkulinu undir húsveggnum með lerkaða limi eftir svefninn réttir úr sér og fer og kemur aftur á morgun Hallfreður Örn Eiríksson. Friörik Guöni Þórleifsson: ÆVINTÝR ó þið bernskunnar ævintýr troðful! af hugumstórum karlssonum sem störfuðu við það baki brotnu að temja hesta — skjalla dverga — finna hella — dreþa hunda — stúta fjöreggjum — leysa stelpur — hljóta kóngsríki — eiga börn og meira að segja buru líka til hvers sem þessar burur nú annars voru — ! Þið bernskunnar ævintýr troðfull af hugumstórum karlssonum þessir karlssynir höfðu ævinlega lit og líki okkar sjálfra sem í draumum okkar vorum önnum kafnir við að temja — skjalla — finna — drepa — stúta — leysa — hljóta — eiga og það stafaði þyt af sverði Ijóma af skildi ýg úr augum ótta af nafni En þið bernskunnar ævintýr hugsum okkur hvernig hefði nú farið ef öllum þessum hugumstóru karlssonum hefði mistekizt að temja hestinn — skjalla dverginn — finna hellinn — drepa hundinn — stúta fjöregginu — leysa stelpuna — hljóta kóngsríki — eiga börn og þessa líka buru — ? I llla.... Hugsa ég....... 20

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.