Samvinnan - 01.08.1971, Qupperneq 21
Baldur Ragnarsson:
Tvenns konar málform:
drög að skilgrelningu
Oft láta menn sér nægja að
tala í stökum orðum og hálf-
kveðnum setningum í sinn hóp,
þegar kunnug efni og sameig-
inleg ber á góma. Við slíkar að-
stæður er sjaldan nauðsynlegt
til skilnings að orða markmið
sín ljóst og að fullu, fyrir því
sér samstaðan með hópnum,
sameiginlegur áhugi og náin
kynni. Sama orð, sama setning,
þjónar hér oft mismunandi
markmiðum án þess að hætta
sé á misskilningi. í heild er
tjáningin hóplæg eða hópbund-
in fremur en einstaklingsbund-
in. Málnotkun af þessu tæi
verður hér nefnd naumorSun
(e. restricted code, Bernstein).
Öðruvísi er farið málnotkun
t. d. menntamanna við form-
legar aðstæður, svo sem á mik-
ilvægum fundum og þingum,
þegar þeim er hugstæðara
framlag sitt sem einstaklinga
en samstaðan með hópnum.
Þá er mál þeirra rækilegt og
samsett, lítt gætir upphróp-
ana, stakra orða og setninga,
hreims og látbragðs, en þeim
mun meir samsettra máls-
greina, sem skýra markmiðin
nær einvörðungu með hjálp
orðanna sjálfra. Einstaklings-
bundin málnotkun af þessu
tæi verður hér nefnd fullorðun
(e. elaborated code).
Ekki er öllum fært að beita
fullorðun að marki. Vegna fé-
lagslegra orsaka er miklum
hluta mannkyns naumorðun
nær eina málleiðin. Má hér
telja verkamenn sem vinna vél-
ræn og deyfandi störf í verk-
smiðjum stóriðjunnar; æsku-
fólk sem hverfur of snemma
úr skóla vegna freistinga
vinnumarkaðsins; húsmæður
sem hafa hvorki tíma né ráð
til menntunar; í sumum lönd-
um er þetta meginþorri fólks-
ins. Þekktur rannsakandi á
sviði félagslegra málvísinda
(socio-linguistics), Basil Bern-
stein, kemst svo að orði í einni
ritgerð sinni: „Félagsleg skip-
an miðstéttar og verklýðsstétt-
ar er slík, að mismunandi á-
herzla er þar lögð á möguleika
málsins; af því stafar, að
tvenns konar málnotkun kem-
ur fram, sem aftur leiðir af sér
aðgreind og ólík viðhorf til
manna og málefna, óháð mæl-
anlegu greindarstigi".
Naumorðun
Þeir sem eru háðir naum-
orðun einvörðungu þarfnast
umfram allt að geta samsam-
azt sínum hópi. Ef þeir til að
mynda freista þess að orð-
lengja um eigin persónulega
reynslu, einangrast þeir með
nokkrum hætti frá hópnum og
verða þá að leita eftir nýju
jafnvægi með sér og honum.
Megintilgangur orða og orð-
tækja eins og „skilurðu?" „ekki
satt?“ og þvíumlíkra virðist
vera að tryggja í sífellu, að
áheyrandinn (áheyrendurnir)
fylgist með þræðinum, að sam-
bandið við „hópinn" rofni ekki.
Svo léttvopnuð er naumorðun-
in, að þess konar stöðug könn-
un er nauðsynleg til að tryggja,
að báðir aðiljar séu ennþá við-
látnir á sameiginlegu reynslu-
sviði.
Mörg eru einkenni naumorð-
unar. Málsgreinar eru þar að
jafnaði stuttar, einfaldar mál-
fræðilega og oft ekki fullgerð-
ar; aukasetningar erulítið not-
aðar til skilgreiningar efnis.
Mælandinn á oft erfitt með að
halda sig við rétt formlegt
frumlag í heilli mállotu, og
rökleg merkingarröð virðist
stundum á reiki. Notkun lýs-
ingarorða og atviksorða er yf-
irleitt venjubundin og fábreytt.
Notkun beinnar ræðu í frásögn
er tíð, einnig notkun fornafna
annarrar og þriðju persónu.
Mörg má þessi einkenni að lík-
indum rekja til sérstakrar
þarfar á að tjá reynslu á sem
hlutkenndastan hátt. Notandi
fullorðunar beitir gjarnan þol-
mynd sagna eða tekur heint á
sig ábyrgð á fullyrðingu með
því að nota fornafnið „ég“;
notandi naumorðunar hyllist
fremur til að nota germynd og
til að leita formlegs frumlags
(t. d. „þú“, ,,maður“), sem á-
heyrendur og viðmælendur
hans geta fremur samsamazt
og sem gerir þeim kleift að
tileinka sér efni orða hans sem
eigin reynslu.
FullorSun
Einkenni fullorðunar eru al-
mennt talað andstæð einkenn-
um naumorðunar. Röksemdir
og áherzlur eru þar tjáðar með
samsettri setningaskipan, þar
sem aukasetningar eru algeng-
ar. Forsetningar, sem sýna rök-
leg sambönd og tengsl í tíma
og rúmi, eru mikið notaðar.
Lýsingarorðum og atviksorðum
er markvisst beitt. Sjálflægt,
einstaklingsbundið málfar ein-
kennir mjög fullorðun. Sá sem
hefur tamið sér þetta málform
getur fremur einangrað og
skýrgreint reynslufyrirbæri en
sá sem einungis hefur vanizt
naumorðun. Hlutlæg skoðunar-
afstaða er honum hægari
vegna þess að málnotkunar-
aðferð hans, fullorðunin, er
hæfara tæki en naumorðunin
til að samtengja einstaklings-
bundin viðhorf umhverfinu, ná
á því valdi og tjá það skil-
merkilega.
Augljóst má kalla, að mis-
munur þessara tveggja tegunda
málnotkunar hlýtur að valda
verulegum og margháttuðum
erfiðleikum í samskiptum
manna. Ef til vill kemur það
óvíða jafnvel í Ijós og í skólum.
Þar er fullorðunin nær eina
málformið, sem notað er, eink-
um er barnaskólum sleppir.
Börnum og unglingum frá
heimilum, þar sem naumorðun
má heita eina málformið,
finnst þau vera utanveltu í
skólunum; þau eiga erfitt með
að skilja kennslubækurnar og
gengur illa að fylgjast með
orðum kennarans; fljóttmynd-
ast bil milli þeirra og nemenda
sem vön eru fullorðun, bil sem
breikkar stöðugt samfara vax-
andi námsleiða og óánægju og
leiðir til þess, að þau reyna
sem fyrst að segja skilið við
það nám, sem fyrir löngu hef-
ur misst allt gildi og merkingu
í augum þeirra.
Ýmsir hafa fjallað og fjalla
stöðugt um þennan vanda, en
skjótar lausnir og auðveldar
virðast ekki tiltækar. Til að
mynda hafa skipulagsbreyting-
ar á skólakerfum hér harla lít-
ið gildi, ef kennararnir sjálfir
gera sér ekki vandamálið ljóst;
öllu skiptir, að skilningur
þeirra á því dýpki og þroskist
og leiði til breyttra viðhorfa
og aðferða. Harða gagnrýni
kennara á málfari nemanda
má skoða sem árás á gervallt
kerfi þeirra félagslegu sam-
banda, sem halda uppi slíku
málformi og nemandinn er
tengdur sálarlegum og tilfinn-
ingalegum böndum. Slík að-
ferð er ómannúðleg og for-
dæmanleg. Málform sérhvers
nemanda hefur mótazt einkum
af samskiptum hans við for-
eldra sína, frændur og vini.
Þetta málform er tæki hans til
að túlka fyrir sér og öðrum
umhverfi sitt, hugsanir og
kenndlr. Þá túlkunarhæfni má
efla með því að auka málgetu
hans, en ekki með boðum og
bönnum, heldur með því að
koma honum smám saman í
ný samskiptasambönd — í skól-
anum við kennara og aðra
nemendur — sem gætu skapað
skilyrði þess, að fullorðun verði
nauðsynleg. Þá nauðsyn verður
nemandinn sjálfur umfram allt
að geta gert sér Ijósa, skilið
hana og tekið henni opnum
huga.
Einingunni ógnað
Einhver kynni að segja, að
aðgreining sú, sem hér hefur
verið lýst að nokkru, eigi að
litlu eða jafnvel engu leyti við
um almenna málnotkun íslend-
inga. Stéttamunur sé hér lítill,
og samskipti manna með því
móti, að lítil hætta sé á mál-
farslegri einangrun einstakra
hópa. Menningararfur þjóðar-
innar sé í fyllstu merkingu
sameign menntamanna og al-
þýðu, málið sé órofa heild og
allra eign jafnt. Allt er þetta
rétt eða öllu fremur: hefur ver-
ið rétt. Margt bendir til þess,
að einingu málsins sé þegar
ógnað, ekki svo mjög af er-
lendum máláhrifum, heldur
breyttum stéttarfarslegum og
menntunarlegum aðstæðum.
Vaxandi stéttaskipting eftir
störfum, oft meira eða minna
sérhæfðum, hefur leitt til æ
meiri einangrunar starfshópa,
sem smám saman hafa þróað
með sér að minnsta kosti vísi
að málformum, sem eru með
nokkrum hætti öðrum fram-
andi. Sambandið við málfars-
legan menningararf þjóðarinn-
ar, sögur og kveðskap liðinna
kynslóða, er að verða nafnið
tómt, þrátt fyrir vaxandi við-
leitni skólanna til að viðhalda
því með auknum kröfum í náms-
skrám um lestur fyrri alda bók-
mennta; regindjúp er á milli
krafna um lestrarskyldu og
þeirrar lifandi þarfar, sem áð-
ur hélt við þessu sambandi.
Aðgreiningarstefna í samræmi
við prófanlega námsgetu nem-
enda í fáeinum námsgreinum,
sem til þessa hefur einkennt
kennslutilhögun skólanna,
einkum framhaldsskólanna,
hefur í æ ríkara mæli leitt til
varanlegrar flokkunar manna
í hópa eftir skólafenginni
menntun; slík menntun verður
þannig skilvaldur en ekki
tengivaldur eins og sönn
menntun ætti að vera í menn-
ingarsamfélagi. Þess vegna ber
að fagna, að nú virðist vera að
vakna hér nokkur áhugi á til-
raun til breytingar; hér á ég
21