Samvinnan - 01.08.1971, Qupperneq 28
fyrir sögulega tilviljun. En ef
nokkur merking er í því, sem
oft er sagt, að hver kynslóð
hafi skyldur við sína fortíð,
þá ber okkur að meta þessa
dýrmætu eign að verðleikum,
vernda hana og ávaxta hana
samtíð okkar til gagns.
Hér er ekki rúm til að ræða
allar þær hættur, sem þjóðfé-
lagsþróun nútímans býr þeirri
fornu einingu íslenzks samfé-
lags, sem hið sameiginlega mál-
far virðist ætla að verða líf-
seigasti þátturinn í. Ég ætla
einungis að fara nokkrum orð-
um um þá hættu, sem einingu
málsins stafar af skólunum. Og
þá ber að hafa það í huga, að
„skólarnir" eru ekki annað en
afstraksjón; raunveruleikinn
að baki þeirri afstraksjón er í
frjálsu menningarþjóðfélagi
vit og vilji upplýsts almenn-
ings.
„Rétt“ mál og „rangt“
Ég sé ekki betur en ein helzta
orsök þess, hve lengi og vel hið
sameiginlega málfar allra
landsmanna hefur haldizt, sé
sú, að skólarnir hafa lítinn sem
engan þátt átt í þvi að kenna
notkun málsins. Málið hefur
verið móðurmál og feðratunga
í mjög bókstaflegum skilningi;
gott og rétt málfar hafa menn
öðlazt með því að hafa rétt
eftir það sem feður og mæður
hafa fyrir þeim haft. Auðvitað
reyna skólarnir að hafa gott
fyrir nemendunum í móður-
málskennslunni, og væri
skömm að vanþakka það. Hitt
er engin þörf að þakxa, þegar
skólarnir taka upp á því að
„leiðrétta" málfar nemenda,
kenna þeim aðra tungu en það
móðurmál, sem þeir lærðu í
foreldrahúsum. Þar sem ríkir
málræn stéttaskipting og lág-
stéttarmál er hamla á félags-
legan framgang einstaklings-
ins, getur það verið nauðsyn að
gefa nemanda kost á að læra
mál æðri stéttar en þeirrar,
sem hann er runninn af. En
eins og þegar hefur verið bent
á, er hér á landi engin raun-
veruleg þörf á slíku; sú þörf,
sem ef til vill má segja að sé
fyrir hendi, er tilbúin af skól-
unum sjálfum. Málið, sem skól-
arnir telja sig þurfa að kenna
nemendum í staðinn fyrir móð-
urmál þeirra, á enga réttmæta
kröfu til viðurkenningar um-
fram aðrar gerðir málsins.
Okkur er sagt, að fjöldi nem-
enda tali „rangt“ mál og að það
sé skylda skólans að kenna
þeim „rétt“ mál. En þessi rétt-
læting nær harla skammt, því
að sannleikurinn er sá, að fyrir
því hefur aldrei verið gerð
skynsamleg grein, hvað sé rétt
mál og hvað rangt. Því fer
fjarri, sem almennt er trúað,
að það liggi í augum uppi. Eng-
inn málfræðingur getur úr því
skorið, hvort réttara sé að
segja „því betra" og „við mætt-
umst þar“ eða „þess betra“ og
„við mættustum þar.“ Hvorugt
er mismæli eða útlendingsvilla;
hvorttveggja er málvenja ís-
lendinga með fullu viti. Ef mál-
fræðingurinn úrskurðar annað
rétt og hitt rangt, er hann ekki
að fella málvísindalegan dóm
(og þaðan af síður siðferðileg-
an, þótt slíkt sé oft látið í veðri
vaka), heldur félagslegan, þ. e.
a. s. dóm um það, hvað bezt
henti að segja við gefnar að-
stæður, t. d. þegar sótt er um
kennarastöðu.
Hið „rétta“ mál, sem skólarn-
ir telja sig eiga að kenna, á sér
engan fræðilega grundvöll. Það
er þannig til komið, að þeir,
sem í þessu efni segja skólun-
um fyrir verkum, hafa neitað
að viðurkenna tilteknar breyt-
ingar á málinu. Sumar þessar
breytingar áttu sér stað fyrir
mörgum öldum; aðrar eru ný-
tilkomnar. Ekki verður séð, að
nokkur grundvallarregla ráði
því, hvaða breytingum er hafn-
að; handahóf, einstaklings-
smekkur, sérvizka og — um-
fram allt — ógagnrýndar hefð-
ir af misjafnlega góðum toga
spunnar virðast hér koma í
kerfis stað.
Sjálfskaparvíti
Kjarni málsins er þessi:
Tungan heldur áfram að breyt-
ast og fjarlægist því jafnt og
þétt hið tilbúna „rétta“ mál
skólanna, sem staðnar og stein-
gerfist. Reynsla annarra þjóða
hefur leitt það í ljós á hinn ó-
tvíræðasta hátt, að fyrr eða
siðar kemur að því, að skóla-
málið verður svo ólikt eðlilegu
móðurmáli alls þorra nemenda,
að til þess að læra það þarf
lengri skólagöngu en þeir eiga
kost á eða hafa tök á. Móður-
málskennsla byggð á ríkjandi
hugmyndum um rétt og rangt
mál stefnir þannig að því að
skapa stéttaskiptingu þar sem
hún var ekki áður til. Ef mál-
farsleg stéttaskipting festir
rætur á íslandi, verður þar um
algjört sjálfskaparvíti að ræða.
Mér er það fyllilega ljóst, að
ég er að ræða um viðkvæmt
mál, og ég óttast að orð mín
kunni að hryggja, særa og
hneyksla margan, sem á betra
skilið. Ég vil því leggja áherzlu
á það, að ég veit ekki betur en
að öllum, sem í alvöru leggja
eitthvað til þessara mála, gangi
til ást á móðurmáli sínu og um-
hyggja fyrir velferð þess. En
ást á tungunni, sem elur af sér
fyrirlitningu manna á mál-
bræðrum sínum, er vægast sagt
á villigötum. Ef einhver trúir
því ekki, að hugmyndirnar um
rétt og rangt mál snúi ást í
fyrirlitningu, vil ég benda hon-
um á lesendabréf til dagblað-
anna, þar sem fjallað er um
málfar, og á hlustendabréf til
þáttarins um daglegt mál í
hljóðvarpinu. Ég geri höfund-
unum engar getsakir, en oft
virðist mér talsvert dýpra á
ástinni til móðurmálsins en
fyrirlitningunni á grannanum.
Ef þetta er rétt hjá mér, hef-
ur viðleitnin til að útrýma
„röngu“ máli ekki haft í för
með sér málræna siðbót held-
ur félagslega spillingu.
Ég vil ekki að óþörfu bjóða
heim misskilningi og þori því
ekki annað en taka það fram,
að ég legg ekki allt málfar að
jöfnu, þótt ég hafni hugtökun-
um rétt og rangt. Ég tel til
dæmis betra, að menn séu skýr-
mæltir en þvoglumæltir, hvort
sem þeir segja „mig langar“
eða „mér langar“. Ég er ekki
að mótmæla málvöndun og
málrækt; ég er að mótmæla
röngum mælikvarða á gott mál.
Ég er að mótmæla því, að í
nafni málvöndunar sé félags-
legum verðmætum kastað á glæ
og stofnað til áður óþekkts fé-
lagslegs vanda. Ég er að mót-
mæla því, að móðurmáls-
kennslunni séu sett markmið í
léttúðarfullri fáfræði um fé-
lagslegar afleiðingar, eins og
á sér stað þegar mælt er með
því, að lögboðin verði kennsla
tiltekins framburðar.
En ég er ekki bara að mæla
mót; ég er einnig að mæla með.
Ég er að mæla með því, að við
gerum þá byltingu í viðhorf-
um okkar til málsins, sem hæf-
ir i senn fortíðararfi og fram-
tiðarvonum. Ég er að mæla
með þvi, að við hættum að hafa
málvenjur að félagslegum
brennimerkjum og reynum i
staðinn að njóta i sem fyllstum
mæli þeirrar ánægju, sem
margbreytilegt og þó sameigin-
legt tungutak þjóðarinnar býð-
ur opnu og forvitnu eyra.
Jóhann S. Hannesson.
Jónas Friðrik:
LÖNGU SEINNA
Kannski lék fingur þinn að hrufóttu strái
og augu þín voru full af brosi og einhver
reytingur af sólskini og fuglum í kringum
okkur og mér leið svo Ijómandi vel, en slíkt
skeður ekki lengur.
Ég hugleiði stundum hvað allt hefði getað
verið indælt ef við hefðum haldið áfram
að hvíla hlið við hlið í grasinu og finna
gróðurmátt jarðarinnar vefjast um okkur og
samlagast blóði okkar, en haustið var á
næstu grösum og við þorðum ekki að treysta
því að við kæmum lifandi undan snjónum
að vori, svo við stóðum upp og fórum.
Kannski fylgdi ég þér heim, eða við fórum
sitt í hvora áttina, ég man það ekki lengur,
en allavega rámar mig ekki til þess að við
legðum okkur oftar í grasið, hvort sem einhver
setti upp gaddavírsgirðingu eða þú varst
hrædd um að þú yrðir græn á rassinum.
Kannski er þetta gott eins og það er. Þú
ert sjálfsagt farin að fitna og trúlega áttu
bæði mann og börn og ég hef ofnæmi fyrir
því að liggja í grasi, auk þess kemst ég
þá ekki á fætur hjálparlaust.
28