Samvinnan - 01.08.1971, Page 33

Samvinnan - 01.08.1971, Page 33
maðurinn, og sjálfsagt fleiri heitum. Um stúlku með kynþokka er sagt hún sé getnaðarleg, og strákar tala um að ná sér í vændi eða gat (þ. e. stúlku); vera til byltings um að hafa samfarir („Ég var til ofsa bylt- ings í nótt með píunni sem við vorum að spá i i fyrradag“), ítak merkir bæði samfarir og stúlku, taka í („Pian vildi ekki leyfa mér að taka i“). Sá sem er í slæmu skapi eða i rusli er sagður vera til bútar, hann hef- ur kannski farið í kerfi þegar hann sá prófið. Ef til vill hefur hann vanið sig á að djúsa eða djússa, dæla, kíkja í glas, skíta á tappa eða lepja (allt notað um áfengisneyzlu), þá gæti hann orðið drykkjari eða alki síðar meir, en nú á tímum er eins trúlegt hann fari í dópið, fari í ferð, fari í fílingu, verði uppdópaður, stónaður, fari að reykja skít, mold, gras eða ann- að stöff. Um skemmtanalíf og hljóm- sveitarstörf er. grúi orða, meg- inhluti hljómsveitarorða gleyptur hrár úr ensku, svo sem sánd, band, grúppa, páer, og um góða skemmtun er sagt við fíluðum okkur ógeðslega. Til áherzlu er talað um alveg þrumusánd um góðan eða sterkan hljóm, hörkudjamm eða ofsastuð á staðnum, skuggalegt gaman (skuggalegur náungi getur hins vegar verið bæði lof og last). „Tannbrot voru og þeir voru sko geggjað- ir“ (Trúbrot spilaði listavel). Líkbrennslan í Fossvogi er kölluð grillið, að jarðsetja kall- ast að planta, og jarðarför er blesspartí. Venjulegt hús er kallað kofi eða hrúgald, og nemendur pæla eða róta i verk- efnum sínum þegar þeir eyða tíma sínum við þau. Ákveðin tilhneiging virðist fylgja þessari tízku til að nota eignarfall meira en áður tíðk- aðist, vera til svefn(i)s, fara til Glimbis (þ. e. í Glaumbæ), o. s. frv. Hvaða orð kunna unglingar? Þótt slikt málfar unglinga sé að ýmsu leyti litríkara og safa- meira en málfar eldra fólks, held ég þekking á almennum hugtökum sé litlu eða engu fjölbreyttari hjá unga fólkinu nú á tímum en áður var, jafn- vel fábreyttari, en um þetta hef ég að vísu ekki við að styðjast annað en hugboð mitt. í þessu efni liggur sökin efa- laust hjá samfélaginu, að ein- hverju leyti að minnsta kosti; eldra fólkið (eða eigum við að þrengja hugmyndina og segja „skólakerfið" fremur en „eldra fólkið“?) hefur ekki kennt hinu yngra meira af almennum hug- tökum um þekkingu og reynslu kynslóðanna en það lærði sjálft á sínum tíma. Þess hefur ekki verið gætt í skólakerfinu að veita nemendum markvissa fræðslu í þessum efnum. Oft er rætt um orðfæð skóla- nemenda sérstaklega — og þá með nokkurri hneykslun. Sé sú staðhæfing rétt, stafar það efa- laust að hluta af því að nú á tímum er námsfólk stærri hluti hvers árgangs af mannfólkinu en áður var. Skólanemar eru ekki lengur sama úrval ár- gangsins að námsgetu og námsvilja og áður.1 2) En hér kemur það aftur til að við- fangsefni kynslóðanna á þess- um aldri eru ólíkari nú en áður hefur gerzt. Og mælikvarðinn á málfar er gjarnan miðaður við eldri lífsviðhorf og áhuga- mál eldri kynslóðarinnar, af því að það er hún sem mælir og metur. Ekki er því að neita að við kennslu í Menntaskólanum við Hamrahlíð hefur mér oft komið á óvart hversu mikill hluti nemenda þekkir ekki orð sem ég hélt að lægju tiltæk á vörum alls almennings, en því miður hef ég ekki skrifað hjá mér neina vitneskju um það hvaða orð það eru.2) Hins vegar þykist ég geta staðhæft það að allur þorri þessa unga fólks lumir á miklu meiri orðaforða en margir vilja vera láta. Þetta fólk á tiltölulega auðvelt með að telja upp fjölda samheita um ýmis þau atriði sem það þekkir og fæst við, en það virð- ast ekki fremur vera orð sem eldri kynslóðum finnst algeng, heldur engu síður fátíð orð. Þetta hefur glögglega komið í ljós þegar nemendur hafa unn- ið að því að safna samheitum, það er finna orð sem eru að nokkru eða mestu leyti sömu merkingar og fyrirfram ákveð- in orð sem nemendur fá í hend- ur. í þetta hefur töluverður 1) Með þessu er engan veginn verið að finna að þeirri stefnu að færa nám og þekkingu til langtum stærri hóps sam- félagsins en áður tíðkaðist. En meðferð viðfangsefnanna hlýtur að breytast þegar hún færist frá úrvali árgangsins til með- almennskunnar, þó að hún hins vegar hljóti að hækka meðaltalið, bæta meðal- mennskuna, þegar til lengdar lætur. 2) Skólastofurnar eru ekki eini vett- vangur þessa. Mér fannst það koma æði oft fyrir þann tíma sem ég ritstýrði Is- lenzkri orðabók handa skólum og al- menningi (Orðabók Menningarsjóðs) og sat í vinnustofum Orðabókar Háskólans, að við sem þarna unnum að orðasöfnun og slíku, heyrðum samstarfsfólkið nota orð sem við höfðum ekki áður heyrt eða að minnsta kosti ekki í þeirri merkingu sem þarna kom fram. hluti af móðurmálskennslu í öðrum bekk farið síðan skólinn tók til starfa, svo og í að gera grein fyrir merkingarmun slíkra samheita. Geta nemenda til að átta sig á merkingarmun orða sem skyld eru að merk- ingu, virðist mér ekki óeðlileg, en það er að vísu algerlega huglægt mat, þvi að mig skort- ir allan samanburð. Hér skal staðar numið. Heim- ildir í grein þessari eru að meg- inhluta fengnar úr ritgerðum nemenda í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Enginn skyldi ætla að tæmt væri það efni sem þegar er komið fram í rit- gerðum þeirra, en síðustu tvo vetur hafa allir annarsbekking- ar og fjórðubekkingar í mála- deild skrifað heimaritgerðir málfræðilegs efnis, og hefur þá komið fram mikill fróðleikur bæði beint og óbeint. Það er aftur önnur saga. Árni Böðvarsson. Kirkjugluggi í Aachsn eftir Anton Wending. Nína Björk: ÁST í dag ætlaði ég að láta hann sjá mig þar sem ég sæti við gluggann hann myndi kannski hugsa með sér hvað ætli hún sé að gera ég ætlaði að látast vera að horfa á eitthvað langt í burtu hann sá mig ekki í dag tók ég mikilvæga ákvörðun ég fór út í garðinn með skæri og stóra fötu og klippti rifsberin af trjánum hans þau slúta inní minn garð ég klippti og klippti ég klippti mjög mikið og svo hljóp ég með berin inn og svo fór ég í fallegasta kjólinn minn og beið eftir honum og hugsaði um hvernig það myndi verða hann kæmi og segði skammastu þín ekki stelpufífl hann myndi þrífa utan um axlir mér og hrista mig en svo myndi hann allt í einu horfa i augun á mér og segja en þú ert svo falleg vina mín tókst þú berin og ég myndi brosa og þá myndi hann kyssa mig en hann kom ekki í dag er ég svo óhamingjusöm ég grét niðrí koddann minn ég fór ekkert útí gluggann að gá að honum hann gæti séð hvað ég er Ijót þegar ég græt 33

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.