Samvinnan - 01.08.1971, Síða 37
Alexis Gomte de Tocqueville.
koma við sögu. Þá byltingu atvinnulifs-
ins, sem nú er að færast i algleyming og
mun á næstu áratugum breyta samfélags-
skipaninni, nefna sumir iðnbyltinguna
síðari, tölvubyltinguna eða stjórnunar-
byltinguna. Hin síðari iðnbylting gerir
kleift að endurskipuleggja atvinnulífið,
breyta framleiðsluháttunum og létta af
mönnunum oki tilbreytingarlauss erfiðis,
bæði líkamlegs og andlegs. Við þetta auk-
ast að sama skapi tækifæri manna til
sjálfstjáningar og tóm gefst til að leggja
meiri rækt við sköpunarhæfileika. Fyrir
þvi hafa nafngiftir hins nýja samfélags-
forms, sem i vændum er, orðið nokkuð
mismunandi. Sumir kalla það stjórnun-
arsamfélagið, aðrir menntunarsamfélag-
ið, og enn eru þeir til, sem tala um
menningarsamfélagið. En öllum er ljóst,
að hið nýja samfélagsform hlýtur að
hafa i för með sér örlagaríkar breytingar
bæði félagslegar og menningarlegar.
Staða kynjanna
Annað, sem vekja ber sérstaka athygli
Carl Gustav Jung.
á, snertir meir hina innri skipan mann-
félagsins, þótt áhrifanna muni einnig
gæta í því ytra. Þetta er staða kynjanna
og snertir þannig verkaskiptinguna i
samfélaginu, valdahlutföll svo og félags-
lega stefnumótun hverju nafni sem nefn-
ist. Það er næsta útbreidd skoðun meðal
félagsfræðinga að staða kynjanna hafi
tekið verulegum breytingum frá því að
menn hófu feril sinn sem vitibornar ver-
ur, svo sem og hitt er augljóst að staða
þeirra er harla mismunandi í þeim sam-
félögum, sem nú eru við lýði. — Sérstæð-
ar og harla áhrifamiklar hafa orðið þær
fullyrðingar svissneska lögfræðingsins
og sagnfræðingsins Johanns Jakobs
Bachofens, er hann kom fram með um
miðja 19. öldina, að upphafleg staða kynj-
anna hafi verið sú, að konan hafi gegnt
forystuhlutverki. Ráð samfélagsins hafi
þá í verulegum atriðum verið í hennar
hendi. Upprunaleg stjórnskipan samfé-
lagsins hafi því verið sú sem kölluð er
mæðraveldi, matriarkat. Um aldaraðir
hafi sú skipan haldizt og megi sjá þessa
glögg merki í fornum sögnum og fornum
átrúnaði ekki síður, þar sem hlutur gyðj-
anna var mun meiri en hlutur guðanna,
kvenveran naut forréttinda og áréttaði
yfirburði sína með margvíslegu móti.
Telur Bachofen að greina megi þrjú ólik
tímaskeið i sögu mannkynsins og snerti
þau öll tilfinningalífið og þá alveg
sérstakiega ástalífið. Fyrst telur hann,
að verið hafi skeið hinna frjálsu og ó-
heftu ásta, þegar mestu máli hafi skipt að
tryggja timgun og stöðugan vöxt kyn-
stofnsins. — Það skeið nefnist ástmeyja-
skeiðið, heteru-tímabilið. Ákveðinn hópur
eða stétt kvenna gerði ástalifið að sér-
sviði sínu, jafnhliða hófst örugg þróun
að treysta grundvöll heimilislifs og upp-
eldis. — Næst kom sjálft skeið mæðra-
veldisins, hjúskaparskeiðið, þegar festa
og tryggð urðu meginforsendur og mest
upp úr því lagt að láta þá eiginleika
njóta sín. — En staða kynjanna átti
eftir að breytast í aldanna rás. Konan
missti forystu sína og forréttindi. í
stað mæðraveldis, matriarkats, upp-
hófst feðraveldi, patriarkat, hið þriðja
timaskeið mannkynsins. Það er sú skipan
mála, sem bezt er þekkt, enda hefur
feðraveldið verið stjórnskipan þess tima,
sem greinilegastar og öruggastar sagna-
heimildir eru til um. Á þeim langa tíma
hefur einnig verið um aðgreind skeið að
ræða, þótt ekki muni frekar frá þeim
greint hér. Á hitt má benda, að feðraveld-
ið hefur lagt minni áherzlu á mótun og
þróun tilfinningalífsins, en þeim mun
meiri á sérstöðu og yfirburði hins vitræna
svo og ágæti krafta og valds. — Nú bendir
margt til þess að dagar feðraveldisins eins
og það hefur verið á umliðnum öldum séu
á enda og nýskipan mála harla nærri. —
Breyting á stöðu konunnar virðist óhjá-
kvæmileg, enda þegar orðin að veruleika
i veigamiklum atriðum. Sú breyting hefur
í för með sér endurmat á mörgum sviðum
og ekkert liklegra en það marki ný og
sérstæð tímamót. Það er ljóst, að breyt-
ingarnar muni ekki aðeins ná til valda-
hlutfallanna í samfélaginu með jafnrétti
kvennanna viðurkenndu og tryggðu.
Breytingarnar munu einnig ná til hugs-
unarháttar og tilfinningalífs með mikilli
kviku og umbrotum. í því sambandi mætti
vekja athygli á hugmyndum austurrísk-
ungverska sálkönnuðarins Wilhelms
Reichs, sem hélt því fram, að vitundarlíf
manna byggi yfir þrem mismunandi lög-
um, er ættu upphaf sitt í þróun mæðra-
og feðraveldanna svo og átökum, er af
umskiptunum frá einu til annars hefur
leitt. Efsta lag vitundarlífsins telur Reich
vera sátta- og samtengingarlag, er gegnir
því hlutverki að gera líf manna þolan-
legt, sætta við þá skipan mála sem orðið
hefur i aldanna rás. Það vitundarlag er
því í eðli sínu næsta viðkvæmt. Þarf lítið
til að raska jafnvægi þess og valda alvar-
legum truflunum, sem haft geta hinar ör-
lagaríkustu afleiðingar í för með sér. Fari
svo, að hið efsta sátta- og samtengingar-
lag vitundarlífsins gangi úr skorðum,
kemur hið næsta lag í ljós, umturnunar-
lagið, sem varð til þegar feðraveldinu var
komið á með mikilli valdbeitingu og
miklu offorsi. Umturnunarlagið er hið
ömurlegasta með óteljandi sálflækjum og
tilfinningahnútum, og er hlutskipti þess
manns dapurlegt, sem verður að þola
nauðir þess. Það var að áliti Reichs þetta
lag, sem Freud uppgötvaði er hann hóf
sálkönnun sina, og nefndi hann lagið und-
irvitund eða dulvitund. Hins vegar náði
hann ekki að komast niður til þriðja og
neðsta lags vitundarlífsins. Það lag ein-
kennist af miklu samræmi, mikilli fagn-
aðarvitund og unaðartilfinningu. Þetta
neðsta lag mótaðist á tíma mæðraveldis-
ins og er heillarikasti og ágætasti arfur
mannkynsins. Takist að ná tengslum við
þá uppsprettulind fagnaðar og lífsham-
ingju verður líf mannsins annað, fegurra
og stórbrotnara frá sálfræðilegu sjónar-
miði séð en það er nú. — Skoðanir og
kenningar Wilhelms Reichs hafa á allra
síðustu árunum verið meir í sviðsljósinu
en áður, og þeirra gætir með ýmsu móti í
félagslegum og menningarlegum viðhorf-
um á okkar tímum. — Það er ekki aðeins
hin svokallaða kynlífsbylting, sem mótazt
hefur fyrir áhrif frá Reich, bein eða
óbein. Hið sama má að vissu leyti
segja um rauðsokkahreyfinguna, sem
tekið hefur stöðu kynjanna til algers end-
urmats með það fyrir augum að koma á
nýrri og eðlilegri skipan en nú er.
Stjórnarfarið
Hið þriðja sem miklu veldur um fé-
lagslegar og menningarlegar breytingar
og taka ber fullt tillit til er sjálft stjórn-
arfarið, en það mótast í nánum tengslum
við samfélagsformið, sem áður hefur ver-
ið gerð grein fyrir, svo og stöðu kynjanna,
sem ennfremur hefur verið vikið að.
Stjórnarformið tekur samt öllu öðru
fremur til þáttar valdsins, dreifingar þess
og sundurgreiningar. Stjórnarfarslega er
venja að tala um þrenns konar vald: lög-
gjafarvald, dómsvald og framk ,æmda-
vald. Á allra síðustu árum hefur sú hug-
mynd skotið upp kollinum að til þurfi að
koma fjórða grein valdsins, skipulagn-
ingarvaldið, sem tryggi meiri heildaryfir-
sýn í áætlunum og framtíðarmótun. —
37