Samvinnan - 01.08.1971, Side 38
David. Riesman.
Náin tengsl hafa ævinlega verið milli lög-
gjafarvalds og framkvæmdavalds, en sér-
staða dómsvaldsins meiri. — Sjálft
stjórnarformið hefur þvi einkum tengzt
hinum fyrrnefndu tveim þáttum, en
dómsvaldið þróazt á sjálfstæðan hátt. —
Af hvoru tveggja er mikil saga og verður
ekki sögð hér. — Á hitt ber að minna, að
Grikkir lögðu í meginatriðum grundvöll-
inn að stjórnarforminu með mismunandi
tilraunum sínum með ólík stjórnarform.
Þeir kynntu fimm gerðir stjórnarforma,
þessar: beztumannastjórn svokallaða,
aristokrati; einveldis- og konungsstjórn,
monarki; harðstjóraveldi, tyranni; fárra-
mannaveldi, oligaiki; og loks lýðræði,
demokrati. Á arfi Grikkja hefur síðan
verið byggt á Vesturlöndum og má segja,
að hin fimm stjórnarform hafi hvert um
sig átt sína þróunarsögu. Þá hefur einnig
verið um að ræða ýmiss konar samteng-
ing þessara forma. Einkum og sér í lagi
hefur samtenging fárramannaveldis og
lýðræðis verið áberandi þáttur í stjórn-
málaþróun Vesturlanda. Er ekki fjarri
lagi að fullyrða að slík samsteyþa sé hið
drottnandi stjórnarform í flestum ríkj-
um Vesturlanda. Er þetta vafalaust ein
ástæðan fyrir því að hugmyndir og til-
gangur lýðræðis hafa verið mjög í sviðs-
ljósinu á síðustu árum með vaxandi
óánægju þorra manna með þá vægast
sagt vafasömu mynd lýðræðis, sem nær
alls staðar blasir við. Hið mikla flokks-
ræði sem hvarvetna er búið við svo og
hagnýting fjármagns til að knýja fram
kosningaúrslit bera hinu sama vitni, að
raunveruleg lýðræðishugsjón á í vök að
verjast. Því er nú víða rætt um að end-
urskoða þurfi frá grunni svokallað lýð-
ræðisskipulag Vesturlanda, tryggja raun-
verulega aðild og þátttöku almennings í
stjórn, en haga ekki framkvæmd lýð-
ræðisins svo að í því felist valdaafsal og
óvirkni alls þorra manna. — Inn í stjórn-
málasöguna hefur þáttur dómsvaldsins
komið sem sjálfstæð eining þótt í nánum
tengslum sé við aðra þróun. Einnig þátt-
ur dómsvaldsins hefur tekið á sig mis-
munandi búning. Má þar greina ólíkar
grundvallarhugmyndir og forsendur. Aug-
ljós eru fjögur ólík stig, og skipta þau að
nokkru sögu réttarfars og dómsvalds í
sjálfstæða kafla. Hin fjögur stig eru sem
hér segir: hefndarstigið, þegar dómur og
refsing átti að vera margföld á við sök
og yfirtroðslur; þá kom endurgjaldsstigið,
þegar leitað skyldi jafnvægis í sekt og
dómi; síðan upphófst betrunar- og upp-
eldisstigið, þegar tilgangur dómsins var
að umbreyta og endurhæfa afbrotamann-
inn og reyna á þann hátt að tryggja lög-
hlýðni og virðingu fyrir réttindum og
skyldum. Loks er svo að nefna það stig,
sem nú virðist vera að taka á sig ákveðn-
ari mynd, en það er i því fólgið að breyta
ytri aðstæðum, jafna kjör manna og að-
stöðu, svo að hvorki misræmi í kjörum
og afkomu né misskipting gæða leiði til
lögbrota og óhæfuverka. Það er þetta síð-
asta viðhorf sem tengist meir og ákveðn-
ar þeim hugmyndum um breytingu lýð-
ræðisins sem áður er vikið að og gerir
allt aðrar og meiri kröfur fyrir hönd alls
almennings en áður hafa verið settar
fram. Mikil kvika og háværar kröfur gera
þennan þátt félags- og menningarlífsins
harla áberandi, enda á hans vegum sett
fram fullyrðingin að stjórnskipun og
réttarfar Vesturlanda hafi allt til þessa
dags grundvallazt á meira og minna dul-
búnu ofbeldi, sem næsta auðvelt sé að
kalla fram í sinni nöktustu og óhrjáleg-
ustu mynd. Hin minnstu frávik í skoð-
unum eða hegðun leiði sjálfar forsend-
urnar og grundvöllinn í ljós og sýni fram
á svo ekki verði um villzt, að þar skipi
valdbeiting og ofbeldi fyrirferðarmikið
rúm. Hafa þessar fullyrðingar leitt til
endurmats á menningu hins hvíta manns
og framlagi.
Heimilið
Samfélagið, staða kynjanna svo og
stjórnskipunin lúta öll að hinum stóru
heildum. Að þessu leyti eiga þau þrjú
atriði sammerkt, enda mála sannast að
þau grípa með ýmsu móti hvert inn í
annað og leiða af sér heildarhugmyndir,
sem taka til þeirra allra nokkuð jöfnum
höndum. Þessu er að mörgu leyti ólíkt
farið um hið fjórða atriði, sem eðlilegt
er að taka til meðferðar og átta sig
nokkuð á, áður en farið er að leiða hug-
ann að félagslegum og menningarlegum
viðhorfum, sem haft geta áhrif á stöðu
samvinnusamtakanna á íslandi árið 2000.
Þetta atriði er staða heimilisins og hver
breyting er fyrirsjáanleg á aðild þess og
eðli á næstu áratugum. — Orðið „heimili"
mun að öllum líkindum þýða „hinn litli
heimur" og gefur það hugtak nokkuð til
kynna hversu á þessa sérstæðu stofnun
hefur verið litið. Heimili var stofnun, sem
gerði mönnum mögulegt að tengjast hin-
um stóra heimi, mannlífinu sjálfu, og átta
sig á tilveru sinni, hæfileikum og áhuga-
efnum. Heimili var verndarreitur fjöl-
skyldunnar, og þar fékk fjölskylduhug-
myndin inntak sitt og ytri búning. Það
er ljóst, að heimili og fjölskylda sem
sjálfstæðar einingar í samfélaginu hafa
á liðnum öldum verið með ýmsu móti. Er
ekki tilgangurinn hér að gera því efni
nein teljandi skil. Á hitt er sjálfsagt að
benda, að frá síðustu aldamótum hafa
fyrst og fremst þrjár fjölskyldu- og heim-
ilishugmyndir mótað sögu og samfélag
Vesturlanda eða eru að móta hana. — Um
aldamót voru heimili Vesturlanda yfir-
leitt mjög stór. Þetta átti þó einkum og
sér í lagi við um heimili sveitanna. í
þorpum, bæjum og borgum var þá þegar
önnur þróun að hefjast. Hin stóru heim-
ili Vesturlanda voru samsett á ýmsan
hátt. Þó mun það ævinlega hafa verið
svo, að ætt skipaði öndvegi og þar mynd-
aði ættarfjölskylda kjarna heimilisins.
Margar kynslóðir sömu ættar voru á
heimilinu; mun þannig ekki óalgengt að
allt að fjórum kynslóðum hafi slegið þar
saman, þótt algengara kunni að hafa ver-
ið að kynslóðirnar væru þrjár: börn, for-
eldrar, afi og amma. Auk ættmenna var
svo á hinum stóru heimilum margt
vinnuhjúa, og gat þar einnig verið um
aðrar fjölskyldur að ræða, gift fólk með
börn sín. Þannig voru oft nokkrar fjöl-
skyldur innan ramma hinna stóru heim-
ila, sem algeng voru á Vesturlöndum um
aldamót. — En eftir því sem fólkinu
fækkaði í sveitunum og byggð óx að sama
skapi í borgum, þá breyttist heimilisskip-
anin. Heimilin minnkuðu. Fjölskyldu-
kjarninn varð minni en áður. Það varð
sjaldgæfara að fleiri kynslóðir byggju
saman, og til undantekninga heyrði, að
fleiri fjölskyldur væru saman um heim-
ili. Algengast var að börn og foreldrar
mynduðu i senn fjölskyldu og heimili.
Þegar svo þar við bættist að barnafjöld-
inn minnkaði og það gerðist æ tíðara að
foreldrar óskuðu aðeins eftir að eignast
eitt eða tvö börn, var ljóst að um ger-
breytingu heimila og fjölskyldna var að
ræða. Þetta nýja fjölskylduform breytti
einnig uppeldisaðstöðu barnanna, gerði
uppeldið i senn einhæfara og fátæklegra.
Umönnun og aðhlynning, sem verið hafði
í höndum eldri kynslóðanna, var nú lögð
foreldrum á herðar, en þeir voru engu
síður en áður hafði verið með hugann
fullan af eigin áhugaefnum, enda flestir
önnum kafnir við að koma fótum undir
sig og treysta stöðu sína í samfélagi, sem
lagði megináherzlu á samkeppni og ýtti
miskunnarlaust undir metnað og yfir-
burðalöngun. Það heimilisform sem þann-
ig hafði skapazt var því í eðli sinu mjög
veikt og viðkvæmt. Þegar svo hitt bættist
við, að staða kynjanna tók að raskast og
aðild konunnar í samfélaginu að aukast,
konan tók að sækja meir og meir út á
vinnumarkaðinn, var ljóst að festa heim-
ilisins eins og það hafði áður verið var
með öllu horfin. Hinar örsmáu fjölskyldu-
einingar, foreldrar og börn, gátu ekki við
þær aðstæður, sem fyrir hendi voru,
myndað heimili, sem rækt gæti hlutverk
38