Samvinnan - 01.08.1971, Qupperneq 46
Soffía Guðmundsdóttir:
ÞJóÐsncnn um nonunn
Önnur grein
Þá tekur Betty Friedan að rekja ýmsar
endurminningar frá eigin bernsku- og
æskuskeiði. Hún hefur síðustu árin átt
fjöldamörg viðtöl við konur úr hópi skóla-
félaga sinna og fleiri jafnöldrur sinar,
og eitt atriði hefur m. a. vakið eftirtekt
hennar: Þegar þær voru að alast upp,
gat engin þeirra gert sér ákveðna hug-
mynd um framtiðina eða hvað við tæki
fyrir þeim sjálfum eftir tvítugsaldur. Hún
minntist þess, er hún sjálf stóð á vega-
mótum í lífi sínu. Það er vorið 1942, er
hún útskrifaðist úr áðurnefndum Smith
College og hefur ásamt lofsamlegum vitn-
isburði fengið tilkynningu um styrkveit-
ingu til framhaldsnáms. Hún fagnar að
sjálfsögðu því, sem áunnizt hefur, en
finnur um leið til kvíðablandins óróa og
finnst uggvænlegt að standa nú frammi
fyrir því að taka ákvörðun fyrir lífstíð.
Hún hefur valið sálarfræði að námsgrein,
en spyr sjálfa sig enn, hvort það sé nú
í rauninni þetta, sem hún vilji, og fer
að endurmeta afstöðu sína. Nú er fokið
i það skjólið, sem menntaskólinn hefur
verið, og ný braut opnast. Hún gerir sér
ljóst, að engin leið getur legið til baka,
og henní hrýs hugur við því lífi, sem lifað
er í heimabæ hennar í Miðvesturrikjun-
um, séð frá'sjónarhóli kvennanna: bind-
andi heimilis- og uppeldisstörf, bridge-
klúbbar, ' góðgerðastarfsemi, innkaup,
fatastand.
Betty Friedan þáði námsstyrkinn, og
næsta ár sténdur annar til boða, sem ger-
ir henni kléift að ljúka sálfræðinámi og
vinna að doktorsritgerð. Nú fyllist hún
nánast ógn og skelfingu og spyr sjálfa
sig enn einu sinni, hvort hún sé raun-
verulega á réttri leið. Rétt er að taka
fram, að þegar hér er komið sögu, er ástin
komin í spilið, og þeim útvalda lízt ekki
á að eiga nú að standast samanburð við
svo efnilega námskonu, en gefur í skyn
i allri hæversku, að réttast sé að hann
dragi sig í hlé. Hann muni aldrei geta
státað af neitt viðlíka námsárangri. Höf-
undur segir, að hún hafi vísast ímyndað
sér þá, að löng námsbraut og iðkun fræði-
greinar væri sama og lífstíðareinvera og
einmanaleiki. Það endar með því, að hún
sleppir námsstyrknum. Hún gerði sér
þess aldrei glögga grein, hvers vegna hún
vék af þessum vegi, sem hún hafði valið
sér, þótt hún spyrði sjálfa sig þess oft-
lega. Hún lifði að eigin sögn á líðandi
stund, lagði um árabil á hilluna það fag,
sálkönnunina, sem hún hafði hugsað sér
sem sitt framtíðarsvið, vann um skeið
við blaðamennsku, þó án nokkurra ákveð-
inna fyrirætlana, giftist, eignaðist þrjú
börn og lifði lífi sínu eins og hver önnur
húsmóðir samkvæmt forskrift þjóðsög-
unnar um konuna.
En spurningin heldur áfram að leita á
hana. Henni finnst lif sitt skorta tilgang
og innihald og hún hefur ekki ró í sinum
beinum fyrr en hún er tekin til starfa,
farin að leita svarsins og vinna að þvi að
setja það fram. Þegar hún er svo tekin
til við rannsóknir sínar og m. a. farin að
ræða við stúlkur í efstu bekkjum Smith
College (1959), finnur hún strax, að
spurningin urn framtíðaráætlanir er jafn-
ógnvekjandi og fyrr. Einungis finnst
henni, að þessar ungu stúlkur upp til
hópa stingi höfðinu í sandinn og hafi
ekki neinar ákveðnar fyrirætlanir, sem
hægt sé að festa hönd á. Þær ætluðu
flestar að vinna einhverja létta vinnu
meðan unnustinn lyki námi. Sumar ját-
uðu í fullri hreinskilni, að þeim félli illa
að láta spyrja sig spjörunum úr um fram-
tiðaráætlanir. Það væri líkast því sem
það snerti auman blett. Bezt væru þær
settar, sem þegar væru heitbundnar og
stæðu á þröskuldi hjónabandsins; þær
slyppu við frekara val og þann vanda að
marka sér ákveðna braut. Ennfremur kom
fram, að þær voru sumar hverjar leiðar
undir niðri og töldu víst, að þær myndu
aldrei nota menntun sína eða halda á-
fram námi; húsmóðurhlutverkið hlyti að
yfirskyggja öll önnur verkefni.
Til mótvægis við þessi svör og ummæli
menntaskólastúlknanna vitnar höfundur
í frásögn 36 ára gamallar konu af því,
hvernig henni hafi reitt af þau 15 ár frá
því að skólanámi lauk. Þar kemur fram,
að ógæfan sé sú, að ekkert og enginn
þröngvi stúlkum til ákvörðunar um ann-
að en að verða eiginkona og móðir. Þessi
kona er orðin 36 ára þegar hún fer að
hugleiða fleiri möguleika. Eiginmaðurinn
— i þessu tilfelli störfum hlaðinn lækn-
ir — hefur ekki margar tómstundir eða
tíma aflögu til þess að sinna konu sinni
og heimili. Einnig börnin þrjú fara að
nokkru sínar eigin leiðir, eru í skóla mik-
inn hluta dagsins og fylla ekki út í allt
það tóm, sem þarna nær að myndast.
Hún hefur alltaf vitað, að það stóð til að
ganga í menntaskóla og gifta sig svo að
loknu námi. Fyrir stúlku kom naumast
annað til greina, og svo var það eigin-
mannsins að sjá um að ákveða fram-
haldið. Þegar hún fer síðar að sitja heima
ein og yfirgefin, rennur upp fyrir henni,
að hún verður sjálf að skapa sér sína
eigin tilveru. Sú uppgötvun tók hana
tíu ár.
„Hver er ég?“
Þjóðsagan um konuna líður henni að
hirða ekki um að samsama sig ákveðinni
persónugerð og ákveðnu lífsinntaki; hún
örvar hana beinlínis til þess að vanrækja
sína eigin sjálfsímynd. Spurningunni
„Hver er ég?“ ber henni samkvæmt þjóð-
sögunni að svara á þennan veg: „Kona
Tómasar, mamma Möggu“. Betty Friedan
fullyrðir, að amerískar konur hafi næsta
óljósar hugmyndir um það, hvað þær geti
orðið eða hvað þær langi til að verða,
m. ö. o. að sjálfsímynd þeirra sé reikul
og óviss. Undir þetta ástand telur hún, að
sin kynslóð kvenna sé svo til algerlega
seld og sömuleiðis sú, sem nú er að vaxa
upp.
Hin kvenlega fyrirmynd eins og hún
birtist í fjölmiðlunartækjum, svo sem
sjónvarpi, kvikmyndum og kvennablöð-
um, miðast við það að örva sölumögu-
leika á þvottavélum, kökudufti, hreinsi-
efnum, kremum og fegrunarmeðulum ým-
iskonar, og fleira mætti telja. Þessi kven-
lega ímynd, sem viðskiptaheimurinn eys
ógrynni fjár til að auglýsa hvar sem því
verður við komið, hefur fengið slíkt ofur-
vald m. a. vegna þeirrar staðreyndar, að
ameriskar konur vita naumast sitt rjúk-
andi ráð; þær vita varla, hvað þær eiga
af sér að gera, hvert þær eiga að beina
afgangsorku sinni, og vantar nýja ímynd
einhvers sem gæti hjálpað þeim til að
átta sig á eigin persónuleika.
Hér hrekkur fordæmi mæðranna ekki
til að dómi höfundar. Hún segir, að konur
af hennar kynslóð hafi margar gert sér
ljóst, að þær langaði ekki að feta slóð
46