Samvinnan - 01.08.1971, Side 47
mæðra sinna, þótt aldrei nema þar værl
náið samband á milli. Dæturnar hafa séð
leiðann og uppgjöfina og fundið þann
óglaða tómleika, sem knúði mæðurnar
svo iðulega til að herða í sífellu takið á
börnum sínum. Þær reyndu samtímis að
lifa lífi eiginmanns og barna; tíminn var
á stundum drepinn með innkaupum, sem
leiddu til yfirdrifins áhuga á ýmsum
dauðum hlutum sem að sjálfsögðu
hrukku svo ekki til að fylla upp í tómið.
Ein uppfyllt ósk fæddi strax af sér aðra,
en gátum við skilið mæður okkar eða urð-
um við bara ergilegar? spyr hún. Það
merkilega var, segir hún, að fjölmargar
þeirra mæðra, sem höfðu gott og ástúð-
legt samband við dætur sínar (og nefnir
móður sína sem eitt dæmi um það), þær
óskuðu þess ekki heldur, að líf dætranna
tæki á sig sömu mynd. Þær vissu, að þær
þörfnuðust einhvers meira. En hvar var
sú fyrirmynd, sem ungu stúlkurnar gætu
stefnt að því að laga sig að?
Betty Friedan rifjar upp, að þegar
hún var sjálf að alast upp, vissi hún að-
eins um örfáar konur, sem stunduðu
sjálfstætt starf. Þær voru ekki húsmæður
og áttu ekki börn, heldur voru þetta
sumsé piparjómfrúr í hefðbundnum stíl.
Þá fyrirmynd leizt henni ekki á og þótti
ekki fýsilegt að feta í þeirra fótspor, þó
að í hópi þeirra væru kennslukonur, sem
hún mat mikils, sem kenndu henni að
meta og virða eigin skynsemi, nota hana
og finna um leið hlutdeild sína í samfé-
laginu. Öll bernsku- og æskuárin þekkti
hún ekki eina einustu konu, sem gerði
hvorttveggja að nota hæfni sína og vits-
muni og taka virkan þátt út á við og
jafnframt lifa venjulegu heimilislífi með
manni og börnum.
Hún telur, að sá geigur, sem grípur
unga stúlku, þegar hún þarf um tvítugs-
aldur og jafnvel fyrr að taka ákvörðun
fyrir lífstíð, sé einfaldlega ótti og kvíði
gagnvart því að verða fullorðinn, og það
á nýjan máta, sem áður hefur ekki komið
til greina íyrir stúlkur. Það er hugsanlegt,
að ungu stúlkurnar séu uggandi and-
spænis nýju frjálsræði til að ákvarða
sjálfar líf sitt án handleiðslu annarra og
fara þannig inn á nýjar brautir, sem
konum hafa ekki staðið opnar fram að
þessu. Það er einnig hugsanlegt, að
stúlka, sem giftir sig kornung og beinir
allri orku sinni að hússtörfum og barna-
gæzlu, sé þar með að víkja sér undan því
að verða fullorðin, hún veigri sér við því
að takast á við spurninguna um sína eigin
sjálfsímynd.
Höfundur minnist þess, að allmargar
af hennar eigin stúdentaárgangi höfðu
raunverulegar framtiðaráætlanir um nám
og starf, þótt það færi á ýmsa lund, en
einnig þess, að þær voru samt taldar öf-
undsverðar, sem þá þegar gátu flúið inn
í hjónabandið og sloppið við völina og
kvölina. Þær, sem þá voru taldar sleppa
vel, hafa aftur á móti fengið vandamálið
með auknum þunga síðar á ævinni, t. d.
um fertugsaldur. Hún tilfærir ýmis dæmi
um það, er þessar konur líta yfir farinn
veg. Þeim finnst þær raunverulega aldrei
hafa lifað eigin persónulegu lífi eða fund-
ið sér stað í tilverunni né heldur komlzt
að raun um, hvað þær gætu, ef á reyndi;
hverjar þær væru.
Margar af yngri kynslóðinni hafa hugs-
unarlítið gengið á vit hins kvenlega hlut-
verks sem eiginkona og móðir, hafa með-
tekið forsjá eiginmannsins og ekki gert
sér rellu útaf frekara vali, sem væri þeirra
eigið val. Þessar konur telur Betty Friedan
að líði stórlega undir vandamálinu nafn-
lausa, meðvitað og ómeðvitað.
Sjálfsímyndin
Hún telur, að megininntak hinna kven-
legu vandamála nú á dögum sé ekki kyn-
ferðislegs eðlis, heldur sé þar á ferð
vandamálið um sjálfsímynd — identity —
hvers og eins, eða aðlögun einstakrar per-
sónu að ákveðnum hugmyndum, hlut-
verkum, að persónulegur vöxtur hafi
stöðvazt og undanhald eða flótti komið
til, sem aftur megi rekja til áhrifa þjóð-
sögunnar um konuna. Það hafa alltaf
komið upp vandamál um sjálfsímynd
mannsins á ýmsum tímamótum og breyt-
ingaskeiðum sögunnar, þó að það fyrir-
bæri hafi ekki fengið á sig skýra mynd
eða verið gefið nafn fyrr en á síðustu
tímum. Þetta hefur fyrst og fremst verið
skoðað sem vandamál karlmannsins og
skilgreint út frá uppeldislegum vanda og
vandanum að velja sér svið. Það snýst
um þá ákvörðun, hvað hann á að taka sér
fyrir hendur, hvað hann á að verða. Þessi
leit að sjálfsímynd, ákveðinni skilgrein-
ingu á eigin persónuleika, er ekki nýtt
fyrirbæri í amerískum þenkimáta, þó að
hver kynslóð og hver einstaklingur verði
að snúast við því á nýjan hátt. í Ameríku
hefur ævinlega verið gengið út frá því,
að menn horfðu vonglaðir til framtíðar-
innar, og þróunin hefur alla tíð verið svo
hröð, að sjálfsímynd mannsins á hverjum
tíma hefur ekki getað staðið í stað. Með
hverri kynslóð eru fjölmargir karlmenn,
sem ekki geta farið að dæmi feðra sinna
og hafa þarafleiðandi fundið sig skorta
visst öryggi og haldreipi í tilverunni.
Stefið um unga manninn, sem getur
ekki snúið við heim á leið, og leit hans
að nýrri sjálfsímynd hafa amerískir rit-
höfundar fjallað ýtarlega um, og í Amer-
íku hefur það ævinlega verið talið sjálf-
sagt og eðlilegt, að karlmenn yrðu að
taka út vöxt síns persónuleika með
nokkrum þrengingum og sársauka.
Bóndasonurinn, sem fer til borgarinnar;
sonur verkakonunnar, sem verður lærður
maður; Abraham Lincoln, sem lærði að
lesa af sjálfum sér; þetta hefur alltaf
snúizt um eitthvað meira en fátæka
drenginn, sem verður rikur og voldugur.
Þetta hefur falið í sér verulegan hluta
af inntaki hins ameríska lífsdraums.
Margir hafa dæmzt úr leik og ekki feng-
ið að velja vegna fátæktar, kynþáttar
eða þjóðfélagsstéttar, en vandamálið hef-
ur ekki verið, hvað þeir myndu velja, ef
allar aðstæður leyfðu þeim að eiga völina.
Unga manninum er kennt, að hann verði
i tæka tíð að velja sér lífsstarf, og það
heldur fyrr en síðar, eigi hann ekki alveg
að heltast úr lestinni. Þessi leið hvers og
eins til að finna sína sjálfsímynd hefur
samt á síðustu tímum orðið örðugri og
örðugri. Æ fleiri ungir menn koma ekki
auga á nein fordæmi, hvorki með kyn-
slóð feðra sinna né annarsstaðar. Gamlir
áfangar hafa verið lagðir að baki, en
nægilega skýr kennileiti fyrir nýja áfanga
hafa ekki verið mörkuð, svo menn geti
beint sjónum sínum þangað. Þessi vandi
skýrrar sjálfsímyndar í heimi nútímans
brennur á mjög vaxandi fjölda manna,
sem tekst ekki að finna lífi sínu þau
markmið, sem megni að leysa skapandi
orku þeirra og hæfileika úr læðingi.
Hvernig er nú hægt að útskýra það,
spyr Betty Friedan, að sérfræðingar og
fræðimenn hafa ekki beint athygli sinni
að samskonar vandamálum hjá konum?
Bæði gamlar erfðavenjur og þjóðsagan
um konuna aðhyllast lífsmunstur, sem
gerir ekki ráð fyrir neinum þeim per-
sónulega vexti kvennanna, sem nái að
leiða til skýrrar sjálfsímyndar. „Örlög
konunnar mótast af því, hvernig hún er
úr garði gerð frá náttúrunnar hendi, og
sjálfsímynd konunnar ákvarðast af hinu
líffræðilega hlutverki hennar", segja for-
svarsmenn þjóðsögunnar. „Er þetta nú
rétt?“ spyr höfundur og segir ennfremur:
Þeim fer sífjölgandi konunum, sem eru
eins og að ranka við sér úr djúpum dá-
svefni, spyrjandi: Hvar er ég? Hvað er ég
eiginlega að gera hér? í fyrsta skipti, sem
sögur fara af, eru konurnar að byrja að
gera sér grein fyrir því, að þær standa
á einskonar vegamótum, frammi fyrir
þeim vanda að finna eigin skýra sjálfs-
ímynd. Einnig fyrri kynslóðum var þessi
vandi á höndum, og hann hefur farið
vaxandi með hverri nýrri kynslóð. Hann
mun ekki leysast fyrr en nútímakonur
eða dætur þeirra taka að feta nýjar og
ótroðnar slóðir, ekki fyrr en þær skapa
með lífi sínu og fordæmi þá nýju ímynd,
sem margar nútímakonur vantar svo til-
finnanlega.
Þáttaskil
Betty Friedan lætur í ljós þá skoðun
sína, að við séum staddar á tímamótum,
er marki þáttaskil varðandi persónulega
þroskabraut konunnar, á leiðinni burtu
frá þeirri stöðnun og þeim andlega van-
þroska, sem hefur fengið heitið kvenleiki,
áleiðis til fullmótaðrar skýrrar sjálfs-
ímyndar. Hún telur, að það hafi vissu-
lega verið nauðsynlegt að brjótast gegn-
um örðugt vaxtarskeið sjálfsímyndar fyr-
ir 100 árum, og það sé jafnnauðsynlegt
nú á dögum, einfaldlega til þess að verða
fullgildir einstaklingar.
Það, sem knúði konur fyrir meira en
100 árum til að leggja út á hina þyrnum
stráðu braut kvenréttindabaráttunnar,
var einmitt þörfin fyrir nýja sjálfsímynd.
Athafnir þeirra fólu í sér uppreisn, öfluga
afneitun hinnar viðteknu kvenlegu í-
myndar þeirra daga. Hin ástríðufulla, hug-
sjónaríka barátta þeirra var borin uppi
af þessari þörf fyrir ímynd nýs hlutverks
á áður óþekktum slóðum. Brautin var
örðugri en þær gerðu sér í hugarlund;
þær bar stundum af leið og tóku hliðar-
spor inní blindgötur, en söguleg nauð-
syn þess að marka nýja braut, ný þátta-
skil, var engu að síður staðreynd.
Vandamál skýrrar sjálfsímyndar kvenn-
anna var í þá daga nýtt fyrirbæri, og
47