Samvinnan - 01.08.1971, Page 49

Samvinnan - 01.08.1971, Page 49
Thomas Paine. Henrik Ibsen. Þrjár kunnar bandarískar kvenréttindakonur. Frá vinstri: Elizabeth Cady Stanton, dr. Mary Walker og Susan B. Anthony. Mary Walker klœddist karlmannsfötum alla œvi og stofnaði nýlendu sem hún nefndi „Adamless Eve“. hámenntaðar, svo sem í bókmenntum, heimspeki, lögfræði, og var menntunin að sjálfsögðu beittasta vopn þeirra. Síðan rekur höfundur rás atburðanna unz því marki er náð, að kosningaréttur kvenna hefur náð fram að ganga. Hún bendir á það, að á sama hátt og kvenna- hreyfingin á 19. öld var nátengd barátt- unni fyrir afnámi þrælahalds, þannig varð kvenréttindahreyfingin á 20. öld óaðskiljanlegur þáttur baráttunnar fyrir félagslegum framförum og endurbótum. Hún setur fram þá spurningu, hvort það sé virkilega nokkurs konar andsvar (re- action) við kvenréttindahreyfingunni, sem felist í því, að konurnar hafi síðan verið að snúa heim á leið, inn á við. Staðreyndin er, að fyrir langflestum kon- um, sem fæddust um og eftir 1920, er hreyfingin liðin saga án þess að skír- skota til þeirra. Hún leið undir lok sem lifandi, félagsleg hreyfing eftir að hinn mikilvægasti réttur hafði áunnizt, kosn- ingarétturinn. Á næstu áratugum beindust aðgerðir þeirra, sem áður höfðu barizt fyrir jafn- rétti kynja, að baráttunni fyrir almenn- um mannréttindum, þjóðfélagslegu rétt- læti. Vandamálin um réttindi konunnar þokuðu í vitund flestra; mönnum fannst sem þau væru þegar fengin. Fordómarnir Eftir sátu samt fordómarnir i garð frumherjanna, og hin rangsnúna mynd þeirra lifði áfram. Orðið kvenréttinda- kona fékk nánast neikvæða merkingu á svipaðan hátt og „karrier-kona“. Kven- frelsishreyfingin hafði náð að brjóta niður hina fyrri, hefðbundnu kvenlegu ímynd, en hún hafði ekki náð að skapa neina skýra ímynd í staðinn, ímynd þess sem koma skyldi, þess sem konan gæti orðið og fengið áorkað, ef hún byggi við hagstæð ytri skilyrði, væri ekki alltaf ómyndug og öðrum háð; ef hún væri ekki svipt hæfninni til að hugsa sjálf og álykta og taka ákvarðanir upp á sitt ein- dæmi. Þær ungu stúlkur, sem ólust upp við þau réttindi, sem kvenfrelsishreyfingin hafði áunnið þeim til handa, gátu ekki horfið aftur til fyrri fyrirmynda; þær voru komnar að vegamótum og stóðu óforvarandis frammi fyrir þáttaskilum varðandi spurninguna um hina kvenlegu sjálfsímynd. Þær höfðu vaxið upp úr kvenlegri ímynd fyrri tíma og höfðu fengið frelsi til að velja, en hvers konar val áttu þær? Annars vegar sáu þær hús- móðurina, umkringda börnum sínum í skjóli eiginmannsins, hins vegar „karrier- konuna“ starfandi sjálfstætt, en eina og einmana. Margar hafa að vísu lagt ó- trauðar út á þá braut, sem frumherj- arnir ruddu, en fleiri voru þær, sem drógu sig i hlé. Hér liggja flóknar og margþætt- ar ástæður að baki. Hvernig uppgötvuðu kínversku kon- urnar, að þær gátu gengið, eftir að þær höfðu kynslóð fram af kynslóð haft reyrða fætur? Þær fyrstu, sem höfðu óreyrða fætur, hafa vísast verið dauðhræddar við að standa í þá vegna hugsanlegs sársauka, og þær hafa varla hugsað sér að ganga langt, hvað þá hlaupa. Hvað hefði nú orðið, ef t. d. læknarnir hefðu sagt þeim konum, sem voru rétt að losna úr þessum fjötrum, að réttast væri fyrir þær að láta reyra fæt- urna aftur og sleppa þannig við óþæg- indin af að ganga? Hefðu nú kennararn- ir komið næstir og útmálað fyrir þeim, að það væri í hæsta máta kvenlegt að hafa reyrða fætur og beinlínis nauðsyn- legt til þess að ná hylli karlmannsins? Síðan hefði e. t. v. heil hersing af lærð- um sérfræðingum tekið til við að útskýra fyrir þeim, að þær yrðu þeim mun betri mæður sem þær væru ófærari til gangs, svo þær kæmust ekki alltof langt frá börnum sínum. Þá hefðu fulltrúar verzlunarvaldsins tekið eftir því, að konur, sem ekki gátu gengið, væru veikari fyrir alls konar skrautmunum og keyptu meira af því taginu. Varla hefðu þeir talið eftir sér að útmála í heyranda hljóði annars veg- ar hættuna af því að vera einlægt á fart- inni á sínum tveim og hins vegar kostinn við það að hafa reyrða fætur. Að öllu þessu samanlögðu hefðu trúlega fjöl- margar ungar kínverskar stúlkur óskað þess eins að reyra fætur sína svo kirfi- lega, að þær féllu ekki í þá freistni að taka sprettinn. Það hefur tekizt, segir höfundur, að fá amerískar konur að stórum hluta til þess að vísa á bug öðrum möguleikum en að verða húsmæður, og þar með má með sanni segja, að konurnar séu enn einu sinni fjötraðar í viðjar gamallar for- skriftar um hina kvenlegu ímynd. Þjóð- sagan um konuna hefur örvað þær til þess að skjóta sér undan vandanum um eigin, skýra sjálfsímynd; þjóðsagan hef- ur lagt blessun sína yfir það, að þær leiddu alls ekki hugann að slíku vanda- máli. Þó að nú sé um nýtt, glæsilegt gervi að ræða, er hin innantóma glansmynd öld- ungis sú sama og sú, sem um langan ald- ur hefur hneppt konurnar í fjötra og knúði að lokum frumherja kvenréttinda- hreyfingarinnar til að rísa upp. 4 49

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.