Samvinnan - 01.08.1971, Side 52
Helgidómurinn rofinn
„GjöriS svo vel, maður minn, gangið inn
fyrir."
„Þökk fyrir."
Jón Guðmundarson snaraðist inn og stillti
sér upp framan við trévirkið og raeskti sig.
Þessi er öðru vísi en hinir.
Ákveðinn, sjálfsöruggur.
„Fáið yður sæti.“
„Ég vil heldur standa."
Ég stóð þá upp og rétti fram hönd mina.
Jón leit á hana, greip síðan seiniega og
þrýsti, eins og hann væri að treysta skóflu.
Allt öðru vísi en hinir, einstrengingslegur.
Við skulum nú sjá til með það.
„Viljið þér vindil?'1
„Nei þökk."
„Viljið þér ekki setjast?"
„Ég vil tala."
Nú, já, hortugur f þokkabót, örugglega
kommúnisti.
„Hvað get ég gert fyrir yður, Jón?“
Viðtalandi minn stóð þarna, horfði rann-
sakandi augum á mig.
Ég horfði fast á móti.
Þreytulegt andlit, þrekinn skrokkur í gljá-
andi fötum og grófar lúkur. Skórnir hans voru
forugir og óburstaðir. Hann yppti öxlum og
sagði hægt:
„Ég er auralaus."
,,Já, Jón minn, mér datt það f hug. Það eru
nú svo margir auralausir nú til dags," svar-
aði ég og settist.
„Ekki þú.“
Mér brá. Slíkt hafði enginn sagt við mig
fyrr í þessari skrifstofu.
„Það er nú stöðumunur og
„Eg hef enga stöðu."
„Jón, minn hagur kemur okkar máli ekki
við. Er það lán, sem þér viljið?"
Ekkert svar.
„Er það víxill?"
„Ég hef verið atvinnulaus í þrjá mánuði.
Mér var sagt upp eftir 16 ára vinnu. Þeir skáru
niður starfsmannafjöldann. Það er erfitt að fá
vinnu, ekki hægt."
„Af hverju var yður endilega sagt upp?“
„Ég veit ekki."
„Þetta lagast, þér fáið bráðum vinnu."
„Ég fæ aldrei neitt."
„Þetta lagast."
„Ég á stóra fjölskyldu."
„Getið þér ekki fengið vinnu eða lán hjá
kunningjum yðar?"
„Ég er verkamaður, flestir vina minna eru
verkamenn, láglaunafólk. Það verða verkföll
í næstu viku, verkalýðsfélögin, skilurðu. Hvar
ætti ég svo sem að fá vinnu?"
„Þarna sjáið þér, verkföll gera illt verra.
Þið verkamenn ættuð heldur að reyna að
halda vinnunni áfram og fara samningaleið
án verkfalla. Eðlilegar kröfur ykkar eru tekn-
ar til greina. En einmitt nú er landið f öldu-
dal og eitt verður yfir alla að ganga. Þetta
lagast."
„Hver hlustar á okkur?"
„Þetta lagast, Jón minn."
„Ég verð að fá vlxil."
„Já en Jón, þér komið algjörlega erindis-
leysu. Mér var sagt, að þér skulduðuð þegar
80 þúsund króna víxil hér ( bankanum.
Annan víxil.
Sllk viðskipti getum við ekki rekið. Við
höfum þegar gefið yður frest. Þér vitið hvað
vofir yfir yður, ef þér ekki greiðið fallinn
vfxil?"
„Veit? Mér er orðið sama um allt. En þið
getið ekki, þið megið ekki, standa á mér."
Jón settist, reyndi að brosa.
„Við neyðumst til þess, Jón minn, lög eru
lög.“
„Nei fjandinn, bankar eru bókstafir."
Jón stóð upp. Hann stóð eins og illa gerð-
ur hlutur á rauðu gólfteppinu.
„Hafið þér reynt aðra banka?" spurði ég.
Jón Guðmundarson svaraði ekki.
Hann hló.
Snéri sér undan og hló, skellihló, studdi
höndunum á eikarvegginn og hristist.
Ég starði forviða á þennan mann, leit á
krepptan hnefann, sem hvíldi á Kjarvalsmál-
verki veggjarins.
Kæfður hláturinn myrti þögnina.
Mér fannst sem einhver stæði að baki mér
og æpti. Eftir óralanga stund hringdi slm-
inn á borðinu. Hvellt.
Ég fálmaði eftir tólinu.
„Það bíður maður eftir viðtali, hr. banka-
stjóri," sagði rödd einkaritara númer eitt.
„Augnablik," hrópaði ég og skellti á af
afli.
Þegar ég leit upp stóð Jón fyrir framan
mig, rólegur á svip.
„Vertu sæll," sagði hann og snérist á
hæli.
„Bíðið þér við.“
Hann leit um öxl. Ég dró veski upp úr brjóst-
vasa minum, tók úr því tvo þúsund króna
seðla og rétti fram. Jón gekk seinlega til
mín. Andlit hans skorðaðist. Hann horfði
þessum íhugulu augum á mig og ætlaði að
segja eitthvað. Af því varð þó ekki. Tvö þús-
undin drógust milli fingra mér og Jón gekk
hvatlega til dyra.
Ég brosti feginn, greip slmann og sagði:
„Næsti."
Svo gekk ég að glugga skrifstofunnar, þeim
er snéri út að fólksmergðinni f miðbænum.
Von bráðar sá ég á eftir Jóni Guðmundar-
syni. Hann gekk hægt, með hendur f vösum.
Ég snéri mér frá og horfði yfir opinbera
skrifstofuna.
Síðan settist ég og virti fyrir mér andlit,
sem kinkaði til mín kolli úr gljáfægjunni.
Og beið.
Enn hringdi síminn.
„Já,“ svaraði ég.
„Maðurinn, sem var hjá yður áðan, skildi
eftir tvö þúsund krónur hjá mér og sagði,
að þér hefðuð gleymt þeim."
Rödd einkaritara númer eitthvað bar undr-
unarblæ.
Ég svaraði ekki, en lagði á.
Starði í tóma gljáfægjuna.
52