Samvinnan - 01.09.1974, Blaðsíða 3

Samvinnan - 01.09.1974, Blaðsíða 3
FORIISTIICREIM Málgagn samvinnumanna Samvinnan breytir nú um svip og helgar sig a nÝ þvi hlutverki, sem henni var upphaflega æha5 að gegna: að vera málgagn samvinnuhreyf- lngarinnar á islandi. Reynt verður að kynna í máli og myndum hið ofluga og ábyrgðarmikla starf, sem samvinnu- rnenn inna af höndum dag hvern til sjávar og sveita. Fluttar verða fréttir og frásagnir um hið helzta, sem er að gerast innan hreyfingarinnar, °9 reynt að gera blaðið að vettvangi umræðna urn hin ýmsu vandamál, sem fjöldahreyfing hlýt- Ur iafnan að glíma við. Auk skrifa um samvinnu- mál verður þess freistað að flytja efni almenns eðlis, b»ði til fróðleiks, skemmtunar og menn- lngarauka, svo sem þjóðlegar frásagnir, sögur, ijóð, heimilisþátt, krossgátu og ótalmargt fleira. Brot þlaðsins og pappír er óbreytt, en eftirleiðis kemur það út tiu sinnum á ári í stað sex sinnum ®óur, minnst 28 síður hverju sinni. Samvinnan er með elztu tímaritum hér á landi og hefur löngum verið þeirra útbreiddust og veg- legust. Ritið var stofnað árið 1907 til að kynna sarr|vinnustefnuna, sem þá var ný og ókunn, en er nú einn af höfuðþáttum í efnahags- og félags- 'f' Þjóðarinnar. Eins og að líkum lætur um tíma- rit. sem senn er orðið sjötíu ára gamalt, hefur Pao lifað ýmis breytingaskeið. Samvinnumenn nafa viljað laða blað sitt að nýjum aðstæðum, svo a® það stæðist betur kröfur tímans, en undir- tektir verið á ýmsa lund. Tvívegis hefur sú tilraun verið gerð að minnka skrif um samvinnumál, fella þau niður með öllu eða fela öðrum blöðum að gegna hinu upprunalega hlutverki. Þannig hefur Samvinnan að undanförnu verið myndar- legt en umdeilt rit um bókmenntir og þjóðmál, en Hlynur hefur eingöngu fjallað um samvinnustarf- ið og gegnt hlutverki sínu prýðilega innan þeirra marka, sem blaðinu voru sett. Nú hafa þessi tvö ólíku blöð verið sameinuð í eitt — í þeim tilgangi að gera nýja Samvinnu að útbreiddu félagsmannablaði. Stefnt er að því, að blaðið verði hvort tveggja í senn: málgagn sam- vinnumanna og vandað og læsilegt heimilisrit. Þótt nú á dögum geti samvinnuhreyfingin látið verkin tala og sú barátta, sem brautryðjendurnir þurftu að heyja, heyri sögunni til, er enn brýn þörf á þróttmiklu fræðslustarfi um samvinnumál. Breytt tilhögun Samvinnunnar er aðeins liður í átaki, sem nú verður reynt að gera í þessum efnum. Mikill hluti þjóðarinnar þekkir ekki eða að- hyllist ekki samvinnuhugsjónina. Vanþekking veld- ur misskilningi og jafnvel óvild í garð hreyfing- arinnar. Þess vegna er samvinnufélögunum nauð- synlegt að efla fræðslu um eðli og starf félag- anna — í trausti þess, að með því móti megi vinna skilning og stuðning nýrra kynslóða. RITSTJORARABB is upphaf nýrrar Samvinnu er vert að minnast blaðanna VeSgja, sem nú eru sameinuð ettt, og færa mönnunum, Setn hafa veg og vanda af Þeim, beztu þakkir fyrir Vel unnin störf. Eysteinn Sigurðsson tók við 'utstjórn Hlyns haustið 1967. «ann er fæddur 11. nóvem- er 1939, tók stúdentspróf frá verzlunarskóla íslands 1960 °g cand. mag. próf í íslenzk- UIu fræðum frá Háskóla ís- ands 1967. Hann dvaldist við í!fm f Þýzkalandi sumarið 1963. Eysteinn starfaði hjá ýms- , deildum Sambandsins og ^ytirtækjum þess á sumrum ,q", samhliða námi á árunum 66. Hann var blaðamað- r viS dagblaðið Tímann í ^eykjavík sumarið 1967, en SerSist um haustið starfs- uraður Fræðsludeildar Sam- andsins og hefur verið það siSan. Jafnhliða ritstjórn Hlyns efur Eysteinn innt af hönd- Um utargvísleg verkefni varð- andi fræðslumál samvinnu- Sigurður A. Eysteinn Magnússon. Sigurðsson. hreyfingarinnar, t.d. haft um- sjón með Sambandsfréttum, sem koma út hálfsmánaðar- lega. Hann hefur ferðazt víða um land og er orðinn þaul- kunnugur samvinnustarfinu í landinu. Eysteinn Sigurðsson starf- ar áfram hjá Fræðsludeild, en hefur fengið leyfi frá störf- um mestan hluta komandi vetrar vegna framhaldsnáms í Englandi. Sigurður A. Magnússon tók við ritstjórn Samvinnunnar á miðju ári 1967. Hann er fæddur 31. marz 1928, tók stúdentspróf frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1948 og stundaði síðan um tveggja ára skeið guðfræðinám við Há- skóla íslands. Haustið 1950 hélt hann utan og stundaði næstu árin nám í Kaup- mannahöfn, Aþenu, Stokk- hólmi og New York. Þaðan lauk hann BA-prófi í bók- menntum 1955. Haustið 1956 gerðist hann blaðamaður við Morgunblaðið og gegndi því starfi, þar til hann tók við Samvinnunni. Hann var m.a. bókmennta- og leiklistar- gagnrýnandi blaðsins og hafði lengstaf umsjón með Lesbók Morgunblaðsins. Sigurður hefur gefið út níu frumsamdar bækur, tvær ferðabækur, tvær ljóðabækur, skáldsögu, leikrit og tvö greinasöfn. Von er á nýrri ljóðabók eftir Sigurð á þessu ári. Hann er formaður Rit- höfundasambands íslands. Sigurður A. Magnússon ger- ist nú skólastjóri Bréfaskóla SÍS og ASÍ, en ráðgerðar eru miklar breytingar og endur- bætur á skólanum á næst- unni. ^ Samvinnan September 1974, 68. árgangur. 4. helti. Útgelandi: Samband íslenzkra samvinnu- félaga. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Ritstjórn og afgreiðsla: Suðurlandsbraut 32, slmi 81255. Verð: 500 kr þrjú hefti til ára- móta, 200 kr. I lausasölu. Gerð mynda- móta: Prentmyndastofan hf. Litgreining á forsiðu: Prentmynd sf. Prentun: Prent- smiðjan Edda hf. 3 Forustugrein og ritstjórarabb. 4 Samvinnuhreyfingin þarf að verða alhliða þátttakandi í at- vinnulífi þjóðarinnar, rætt við Erlend Einarsson, forstjóra. 6 Vangaveltur eftir Sigvalda Hjálmarsson. 7 Hvað er að frétta? 8 Feðgarnir sem fórust, smásaga eftir Jón Dan. 10 Fyrstu sporin. 11 Heimilisþáttur í umsjá Guð- rúnar Ingvarsdóttur. 12 Menn urðu að taka höndum saman, Samvinnan heimsækir Kaupfélag Héraðsbúa og ræð- ir við Þorstein Sveinsson, kaupfélagsstjóra. 17 Samvinna erlendis. 18 Eftirlegukind frá harðréttis- árum, frásögn eítir Jón Helga- son. 20 Bókin á náttborðinu. 21 Sjávarsteinn, ljóð eftir Hann- es Pétursson. 22 Þáttur um íslenzkt mál eftir Sverri Tómasson. 23 Bragð er að .... ritgerðir og teikningar eftir böm. 24 Hvernig er hægt að auka þátttöku félagsmanna? Þrir samvinnumenn segja álit sitt á hinni félagslegu hlið sam- vinnustarfsins. 26 Verðlaunakrossgáta Samvinn- unnar. 26 Vísnaspjall. FORSÍÐAN: í stuttri kynnisför til Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöðum hittum við Hring Jóhannesson, listmálara, þar sem hann stóð á vinnupalli og vann að gerð veggskreytingar fyrir kaupfélagið. Það segir nánar frá ferðinni i máli og myndum á bls. 12-16. (Ljósm. Þorvaldur Ágústs- son).

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.