Samvinnan - 01.09.1974, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.09.1974, Blaðsíða 23
Bragð er að... Bragð er að þá barnið finnur, segir gamalt máltæki og sannast í sumum þeirra ritsmíða, sem birtast á þessari síðu og teknar eru úr skólablaði Laugarnes- skólans. Einlægni barna veldur því, að þau geta stund- um tjáð sig á svo ósvikinn hátt, að listamenn mega öfunda þau af. Álfarnir itt sinn voru tveir Reykjavíkurálfar. eir fæddust árið 874, þegar fyrst varð J'ggð á íslandi. Þeir voru svo litlir, að eir notuðu mýs sem reiðhesta. Ekki er er kunnugt um, hvað þessir álfar hétu, ?n. ^eir áttu engan ákveðinn samastað. eir sváfu stundum í margar aldir. Þegar ianSaði í tilbreytingu, áttu þeir það a® skriða niður í vasa einhvers manns °g láta hann flytja sig milli staða. Árin 1 u og árið 930 var komið. Álfarnir eyrðu mikið talað um Þingvöll og Al- lngi, svo að þeir afréðu að fara í vasa anns, sem ætlaði á Þingvöll. Þegar eir komust til Alþingis heyrðu þeir mikil rop °S köll. Þeir urðu hræddir og földu sig inni í skoti í einu tjaldinu. Þeir voru uauðþreyttir og sofnuðu strax. Þarna vafu þeir til ársins 1000. Þá vöknuðu agU' Þeir kölluðu á mýsnar og báðu þær v íara með sig þangað, sem margt fólk n' Þa hlupu mýsnar af stað og stöns- U ^ar’ sem kristnitakan fór fram. Þar ^ai mönnumim dýft niður i vatn. Þetta ° i álfunum hálfskrýtið. En ekki vildu ir r Vera öðruvísi í háttalagi en mennirn- ið Sþ°- ^6ir stungu ser a bólakaf í vatn- að h6-^ V°rU n°kkrar aldir í vatninu, því Þeir kunnu ekki að synda. Loks komu ekk' U-PP Uri® 1627. Þá könnuðust þeir . 1 VlS sig, Þeir voru nefnilega komnir sjoinn við Vestmannaeyjar. Þeir sáu Ust^ °e skrvtna menn- Þeir skelfd- ka i°e flvttu ser niður i gjótu, svo að þararnir með sverðin náðu þeim ekki. Ty1 i.V°ru tleir 1 margar aldir af ótta við í r lna- Svo var það eitt kvöld, að þeir ja 'U smaklPPi og kl. 2 aðfaranótt 23. einUar 1973 geystust tveir litlir álfar á hafUm Bossteininum 1 loftinu langt yfir haf °S iann og ientn 1 Þingvallavatni. Þar Ve ast Þeir enn við og ætla líklega að vei^ |lar Þjóðhátíðarárið 1974. En enginn ’ hvert næsta ævintýri þeirra verður. Brynja LaxcLal, 12 ára Litla lambið Ég var lítið lamb, sem fæðst hafði í köldu veðri. Og þarna stóð ég aleinn og skjálfandi úr kulda. Ég gekk lengi, lengi, og það endaði með því, að ég datt. Ég gat ekki staðið upp. Mamma mín var hvergi nálægt. Enginn var nálægt, nema óvinir mínir: hrafninn, örninn, kuldinn og veiðibjallan. Ég hætti að líta upp og lokaði augunum. Ég fór að hugsa til mömmu minnar. Hvar gat hún verið? Ég opnaði augun og reyndi að standa upp. Mér tókst það. Ég reyndi að ganga. Mér tókst það líka. Ég gekk lengi, svo datt ég. Það voru margar kindur kringum mig. Þær þefuðu af mér og ýttu mér til hliðar, nema ein. Hún ýtti mér ekki, því að það var mamma mín. Birgir Þór Ómarsson, 9 ára Ungt fólk Unga fólkið nú til dags er alveg hroða- legt, tautar gamla fólkið. Það slæpist um göturnar. Fatadruslurnar hanga rétt svo utan á því. Karlkynið safnar skeggi og hári og ræktar lýs í þokkabót. Margir unglingar sleppa ekki við neyslu áfengis eða tóbaksreykinga og verða ræflar. Unga fólkið hlustar á þetta spangól, eins og gamla fólkið kallar það, og hrist- ist eftir því. Sumir missa heyrn eða hún deyfist. Unga fólkinu finnst gamla fólkið hall- ærislegt og hrukkótt. En enginn hugsar um, að hann verður sjálfur svona eftir nokkuð mörg ár. Unga fólkið getur valdið foreldrum sínum þreytu jafnvel sorg. Oft eru ungl- ingarnir kærulausir, en sumir lenda á réttri braut. Sumir unglingar hirða ekki um lærdóm og aðrar skyldur. Ég segi, að margir unglingar kunni ekki að hugsa, en þeir geta einbeitt sér, og það get ég líka. Elísabet Traustadóttir, 11 ára Ræða í tilefni af ellefu hundrað ára afmæli íslandsbyggðar væri gaman að bera sam- an siði manna þá og nú. í flestu hefur íslendingum hrakað. Annar hver maður deyr nú úr krans- æðastíflu og enginn lætur lífið í heiðar- legum bardaga. Það er ekkert skap í fs- lendingum lengur, og ættarböndin horf- in. Þó að skyldmenni hafi verið móðgað, dettur engum í hug að ganga í lið með því og fara að kveikja í íbúð illmennis- ins, enda kæmi brunaliðið á stundinni. Sérstaklega hefur konum farið aftur. Þær hvetja ekki syni sína til „að höggva mann og annan“, og þær senda ekki nú orðið húskarlana í næstu hús til þjófn- aðar. Og hverjum dytti í hug að senda son sinn til uppfósturs til helsta and- stæðings sins? Hvernig væri að láta rikisstjórnina liggja undir feldi, þar til hún hefur leyst mikilvæg mál? Margt mætti fleira upp telja, en ég læt þetta nægja að sinni. Ólafur Pálsson, 11 ára 23

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.