Samvinnan - 01.09.1974, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.09.1974, Blaðsíða 10
FYRSTU Í& SPORIM " r Hvernig varð orðið kaupfélag til? Elzta prentaða samvinnublaðið hér á landi er „Tímarit kaupfélaga", sem út kom 1896-7, og er eins konar undanfari Samvinnunnar. í riti þessu er margvís- legan fróðleik að finna um fyrstu spor samvinnuhreyfingarinnar. í þetta skipti skulum við grípa niður í grein eftir Pétur Jónsson á Gautlöndum. Hún fjallar um oröið „kaupfélag“ og sýnir glöggt, hvernig brautryðjendurnir þurftu að gaumgæfa rækilega þau atriði, sem nú þykja sjálf- sagðir hlutir: „Ég ætla nú að gefa dálitla upplýsingu um þetta nafn „kaupfélag11. Ég hygg, að orðið sé ekki gamalt, einmitt jafngamalt Kaupfélagi Þingeyinga. Að minnsta kosti veit ég með vissu, að þótt einhver mál- fróður maður geti grafið upp þetta orð einhvers staðar í málinu, þá voru ekki forkólfar kaupfélagsins hér svo málfróð- ir. Þeir bjuggu þetta orð til — sem ekki var mikill galdur — einmitt handa þessu félagi og sams konar félögum. Orðið var engin tilraun til að þýða nöfnin á félög- um með sama augnamiði erlendis, þvi þau voru hér að kalla ókunn þá, enda er það ekki heldur orðrétt þýðing á þeirra nöfnum, þótt það sé notað. Orðið getur átt við hvert félag, sem framkvæmir kaupskap. En höfundarnir vildu aðgreina þetta nýstofnaða félag (K. Þ.) frá eldri verzlunarfélögum, því að nafnið gæti annars orðið hjálp til þess að draga það í þeirra fótspor. Þess vegna vildu þeir ekki kalla það „verzlunarfélag". Auk þess vakti það og fyrir þeim, að þetta væri ekki verzlun í venjulegum skilningi, sem hér var verið að stofna. Ekki vildu þeir heldur kalla það „pöntunarfélag", fyrst og fremst af því, að það orð er ljótt, og þar næst af því, að það nær ekki til eins meginatriðis í tilgangi fé- lagsins, og það er að koma gjaldeyri fé- lagsmanna í gott verð. Það er líka býsna skoplegt, sem búið er til út af öðru eins nafni, t. d. að leggja inn ull í „pöntun- ina“ og annað enn verra . . . Ég vil þess vegna mælast til þess við þá Torfa í Ólafsdal og Guðjón Guðlaugs- son að gera ekki höfundum orðsins „kaup- félag“ það til „ergelsis" að svipta kaup- félög vor þessu nafni, til þess að troða upp á þau öðru eins og orðinu „pöntun- arfélag" í staðinn. Ég vil einmitt, að öll félög taki upp nafnið og noti, allt þangað til annað betra fæst í staðinn." Pétur Jónsson á Gautlöndum. stjóri, hann er bróðir hans Brands heitins. Öllu má að mér ljúga sagði Einhild- ur, væri Brandur ekki dauður segði ég þetta vera hann. Ég heiti Brjánn og er bróðir hans Brands sagði Brjánn. Brandur rakaði sig alla tíð en ég hef alltaf verið með þetta mikla skegg. Þar að auki er ég gormæltur en það var Brandur ekki. Hreppstjórinn sagði: maðurinn er að finna þig. Trúlegt er það sagði kerling, ég hef lengi átt von á honum. Ég er að sækja hlut sem hann Brandur heitinn ánafnaði mér í anda- slitrunum sagði Brjánn. Hvaða hlutur er það? spurði kerl- ing. Það er hólkurinn. Hólkurinn? sagði kerling, fór hann ekki með hann þegar hann fór sína hinztu för? Nei sagði Brjánn, hann fór ekki með hann. Getur það verið? sagði Einhildur, ég er handviss um að hann fór með hólkinn um borð í bátinn. Líka sjóð- inn, ég sá hvorttveggja í bátnum. Það er einmitt það sagði Brjánn, þú tókst hvorttveggj a. Eftir nokkra þögn spurði Einhild- ur hvað hún ætti að gera við byssu og peninga. Ekki notaði hún byssu í á- refti og ekki færi hún að hnýta silfur- mynt í sökkur á færið sitt. Brjánn þagði við þessu. Og í stað þess að svara sneri hann sér við og labbaði út með hreppstjóra á hæla sér. En skiptum þeirra ekkjunnar var ekki lokið því um nóttina klæddi Brjánn sig og hélt til húss Einhildar. Þó tilgangur hans með næturheim- sókninni hafi verið allt annar fór það svo að hann átti við ekkjuna langt samtal. Hún kom að honum þar sem hann var að leita í kistu í anddyri og horfði lengi á hann þegjandi unz hún loksins sagði: Brandur. En hann anz- aði af hægð: það má svo sem kalla mig það. Ertu að leita að hólkinum? spurði hún. Hann játti því og settist á kistuna og nú rifjuðu þau upp í næturhúminu atburði sem skeðu fyrir átta árum. Hún spurði af hverju þeir hefðu farið en hann svaraði: af því þú varst svo vond við okkur. Hún hló kaldranalega og sagði: einfeldningarnir, það var nú aldrei hátt á ykkur risið. Svo varð hún mildari og ræddi við hann opin- skátt. Það kom í Ijós að hún hafði óljós- an pata af ráðabruggi þeirra feðga en gerði sér ekki grein fyrir því að um flótta væri að ræða. Þó skildist henni að mikið ylti á því fyrir þá að taka með sér hólk og reiðufé. Hún fylgdist því með öllu og þegar hvorttveggja. byssa og sjóður, var komið í bátinn sótti hún það og faldi án þess þá grun- aði nokkuð. Hún kættist yfir brögðum sínum en þegar dagarnir liðu einn af öðrum og þeir komu ekki til baka fór hana að gruna að kannski hefði hún ekki alveg séð við þeim. Og smám saman skildist henni það sem hún hefði strax átt að sjá, að þeir voru þrælar að flýja kvalara sinn. Þegar þau höfðu lengi skrafað og fótatak dagsins fór að berast til eyrna þeirra reis Brjánn á fætur og stundi. Hægt kom hann orðum að hugsun sinni og sagðist vilja semja við hana. Ég skal sagði hann, dytta að húsum í sumar, mála bika og tyrfa, og í haust lætur þú mig fá hólkinn og sjóðinn. Og Einhildur anzaði að bragði og sagði: byrjaðu þá strax, það lekur oná mig í bælinu þegar hann rignir. Allt sumarið vann Brjánn að við- gerð á kotinu, og þegar fólk gekk fram hjá dáðist það að handbragðinu og sagði: það er alveg eins og hann Brandur sé ekki dauður. Þeir Brjánn hljóta að vera tvíburabræður. Aðrir byrjuðu í hálfkæringi á því að kalla hann Brand og hann anzaði þeim. Svo fóru enn aðrir að kalla hann Brand sáluga og hann anzaði þeim líka. Og allir þorpsbúar tóku eftir því að hann var ekki gormæltur lengur. En um haustið kom Brjánn að máli við kerlingu og sagðist vera búinn með sinn hluta samningsins, nú vildi hann fá hólkinn sinn og pyngjuna. Þá sagði Einhildur: Ég fer að verða gömul og þarf á þér að halda til að draga fram lífið. Ég læt þig ekki fá byssuna strax. Vertu hjá mér í vetur, mér veitir ekki af vertíðarmanni. Karl lét undan og reri um veturinn. En um vorið bárust þær fregnir að vestan að sjómaðurinn ungi, sem tek- ið hafði heitmey Björns að sér og í fyrra gerði sér ferð suður á fund Ein- hildar, hann væri látinn. Þá grét Brjánn. Þá kom Einhildur og lagði byssuna fyrir framan hann en hann snart ekki. Loks reis hann á fætur og gekk til sjávar. Hann hratt fram kænu og settist undir árar en reri ekki. Það var eins og hann hefði gleymt sér. Þorpsbúar flykktust ofan í flæðarmál til þess að sjá hverju fram yndi en þegar kænuna rak um síðir að sama landi tók Einhildur sig út úr hópnum og spurði hvort hann vildi ekki koma heim. Hann var lengi að átta sig á orðum hennar en svaraði að lokum: heim? Ég er bara vertíðarmaður hér. Og allir viðstaddir tóku eftir því að nú var Brjánn orðinn gormæltur á ný. 10

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.