Samvinnan - 01.09.1974, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.09.1974, Blaðsíða 20
að að beygja hana undir það ok. Yrði henni venju fremur óvært á kroppnum af flóm í fjárhúsgarðanum, bar hún á sig tjöru. Jafnan kaus hún að matast afsíðis. Setti hún disk sinn eða skál í keltu sína og beitti fingrunum við matartekjuna. Það mundi nú þykja ganga ævintýri næst að sjá, hvernig hún vann að mat sínum. Hver himna var rifin af fiskbeini, hver tægja skafin af kjötbeini, hver dropi sötraður úr kaffi- bolla, hver vitund hreinsuð úr grautarskál — aldrei skilin eft- ir nokkur ögn eða arða, sem ætileg var, og fingurnir sleikt- ir að síðustu. Þar á ofan var hún þrautgeymin á mat, sem henni þótti lostæti, til dæmis feitt kjöt. Það geymdi hún oft dögum saman á svefnstað sín- um, og vildi það þá stundum mygla eða slepja. En það kom ekki svo mjög að sök, því að henni þótti ekki spilla mat til muna, þótt í hann slægi. Minnisstætt er þeim, er henni voru samtíða, hve hún hlakk- aði ávallt til þess dags, er fyrsta lambinu var fargað á haustin, og gleðin og þakkláts- semin ljómaði af henni, þegar henni var gefinn góður biti af því, til dæmis bringukollurinn. Þegar hún loks tímdi að veita sér þann munað að neyta slíks hnossgætis, fór hún oft með það árla morguns út í haga og settist þar niður, er hún sást ekki heiman frá bænum. Þar gæddi hún sér á þessu í ein- rúmi. Vera má að það hafi verið gamall vani frá bernsku- dögum, þegar henni hlotnaðist biti, að fara með hann á af- vikinn stað og eta hann þar í næði. Föt og fataefni, sem henni voru gefin, geymdi hún von úr viti, sérstaklega ef henni þótti mikið til þeirra koma, en þá fór oft svo, að þetta vildi fúkka eða fúna, áður en hún tímdi að nota það. Átti hún oft tals- LÍKT OG SKÝHNOÐRAR Á FLÖKTI Jón Böðvarsson: Hnoðrar Iðunn, Reykjavík 1974 Það er út af fyrir sig for- vitnilegt, þegar langreyndur menntaskólakennari í bók- menntum tekur sig til og gef- ur út sína fyrstu ljóðabók. Það rennir stoðum undir þá kenningu, að bókmennta- fræðingar verði gjarnan menn, sem hafa ekki leyft skáldlegum draumum sínum að fá útrás, enda luma margir þeirra vafalaust á einhverj- um skáldverkum, án þess að senda þau frá sér, vegna þess að þeir hafa lært að gera harðari kröfur en byrjendur. Jón Böðvarsson hefur hins vegar haft kjark til að opin- bera þessi launverk sín, og í eftirmála greinir hann svo frá, að flest ljóðin séu orðin gömul, eða ort fyrir 1960. Svo er skemmst frá að segja, að hann hittir hér ekki á neinn þeirra gildu strengja, sem gera menn að stórskáldum, en samt er margt gott um ljóð- in að segja. Þau eru iðandi af æskugleði og jafnframt al- vöruþunga höfundar, sem enn er ómótaður af brauðstritinu, sem fyrr eða síðar setur mark sitt á flesta. Líka er greini- legt, að hér er á ferðinni maður, sem kann góð skil á handverkshlið skáldskapar- ins, því að ljóðin eru fáguð og meitluð, og líka svo sam- stæð að yfirbragði, að í bók- inni ber ekki á þeim hroða- lega glundroða, sem vill verða, þar sem skellt er sam- an ósamstæðum ljóðum að efni eða formi. Hann velur ^-JDKIN Ijóðunum knapport svipmót, svo að víðast verður lesand- inn að lesa á milli línanna, og í þeim er sú dýpt, sem út- heimtir af lesendum að þeir kafi eftir merkingu og velti ljóðunum fyrir sér. Líka er nafn bókarinnar, Hnoðrar, vel valið og felur í sér sanna líkingu, því að ljóðin, smá í sniðum, koma þarna saman nokkuð sitt úr hverri áttinni, líkt og skýhnoðrar á flökti. Hnoðrar JónBöðvarsson Af einstökum ljóðum mætti nefna allmörg, t. d. Hljóm- skáli, sem lýsir á greinargóð- an hátt morgni í Hlj ómskála- garðinum í Reykjavík, Girnd, sem er stemningsmynd frá skemmtistað, Kviði, örstutt lýsing á ugg við dimmu, Sekt, sömuleiðis örstutt lýsing, en í þetta sinn á örlögum saka- manns í útlegð, Áróður, ein- föld ádeila á miskunnarlaus- an áróður, en þó hörð í ein- faldleika sínum, og Fram- vinda, sem höfðar til sögu- stolts okkar, sem þó er á veikum grunni. Lika bregður þarna fyrir erlendum yrkis- efnum, þar sem eru kvæðin 1960, Hatur og Hrœsni, ádeil- ur á framkomu hvítra manna gegn svörtum nýlendubúum og óréttlæti stórvelda í Evrópu. Þá er líka skemmti- legt að veita eftirtekt ýms- um formtilraunum, til dæmis: . . . því regnið sem áður var ríkt af blessun flytur nú stráunum feigð. (Helregn) og Hnígur sunna Hylur runna helkalt myrkur. Felur brunna feigðin svarta. Féll til grunna vonin bjarta. (Vísur) Er þetta ekki nútímaleg til- raunastarfsemi til að endur- nýja gamla íslenzka lausa- vísnaformið, og í seinna dæm- inu meira að segja sjálfa hringhenduna? Eysteinn Sigurðsson. vert af fötum, sem urðu henni að litlu eða engu gagni. Pen- inga, sem hún eignaðist, geymdi hún í klúthnýti, helzt einhver staðar í bóli sínu. Skapsmunir gömlu konunnar voru stirðir og oft misvinda- samt í huga hennar. Var hún þá fámálug og hreytti því út úr sér, er hún sagði, ef illa stóð i bælið hennar. Stundum kom hún ekki i eldhúsið á mat- málstímum og tók ekki við matnum, þegar henni var færður hann. Væri hann skil- inn eftir hjá henni rændist hún þó brátt í hann. Striðni þoldi hún ekki, og yfirleitt mátti lítið út af bera til þess, að hún þykktist við. Þó var harla misjafnt, hvað hún um- bar fólk, því að hún gerði sér mikinn mannamun, og yngstu börnin á heimilum, sem hún dvaldist á, gátu leyft sér allt. Á þau lagði hún ævinlega mikla ást, svo sem gert hafði faðir hennar, auðsýndi þeim hina mestu umhyggju og tók ósinnt upp, ef þau voru atyrt. Það var eina tilfinningasemin, sem vart varð í fari hennar. Væri hún í góðu skapi, nefndi hún unglingana gælu- nöfnum og sagði þeim gamlar kynjasögur um drauga og for- ynjur, en þegar syrti í álinn, notaði hún ævinlega nöfnin óstytt, ef hún mælti þá orð frá vörum. Húsbóndaholl var hún, svo að af bar, og ekki var hætta á, að hún vanrækti það, sem henni var falið að annast. Heyrði hún fólk tala illa eða óvirðulega um fyrrverandi hús- bændur hennar, brást hún reið við. Eitt sinn formælti kaupa- maður orfi, sem honum hafði verið fengið, og bætti því við, að ekki mætti minna vera en karlinn á bænum léti sig fá nothæft verkfæri. Þetta þótti Stínu gömlu vítavert tal. Hún reiddist svo því virðingarleysi, er henni þótti húsbóndanum sýnt, að hún ætlaði að berja kaupamann með hrífu sinni. Þótt hún færi stundum af bæj- um í styttingi, vék hún aldrei að því við aðra, hvað henni hefði mislíkað. Túnrollurnar, sem smugu í gegnum girðingarnar, voru svarnir óvinir hennar, og strá- in, sem átti að slá, voru sá helgidómur, sem hún vissi æðstan. Þvi var hún á ferli síðla kvölds og árla morguns að hyggja að því, hvort höfuð- óvinurinn lægi ekki einhvers staðar í leyni og biði færis að komast í túnið. Ráðvendni hennar var ekki með neinni brotalöm. Það er til 20

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.