Samvinnan - 01.09.1974, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.09.1974, Blaðsíða 26
Verðlauna- krossgáta Samvinnunnar Lausn þessarar krossgátu er vísa, sem falin er í tölusettu reitunum (1-70). Þeg- ar búið er að ráða gátuna eins og venju- lega krossgátu, er stöfunum í númeruðu reitunum raðað saman og þá fæst vísan, sem er lausn gátunnar. Veitt verða ein verðlaun, 1000 krónur, og nægir að senda vísuna á blaði ásamt nafni og heimilis- fangi sendanda. Utanáskrift er: Samvinn- an, Suðurlandsbraut 32, Reykjavík. VÍSNASPJALL Sumarið hefur verið gott og fagurt og geta því ugglaust margir tekið undir með Þorsteini Erlingssyni, er hann kveður þessa dýru sólarlagsvísu: Sléttu bæði og Horni hjá, heldur Græðir anda, meðan hæðir allar á aftanklæðum standa. En senn svífur haustið að, vetur geng- ur í garð og þá skilst vel, hvernig séra Birni Halldórssyni í Sauðlauksdal var innanbrjósts, er hann kvað þessa skamm- degisvísu: Girnast allar elfur skjól undir mjallarþaki. Þorir varla að sýna sól sig að fjallabaki. Tvíræðar vísur eru jafnan vel þegnar, og hér kemur ein af því taginu. Bóndi nokkur var við silungsveiðar uþpi á heiði og saltaði aflann. Hann hafði lofað konu sinni að senda henni nýjan silung, ef ferðamenn ættu leið hjá. Nú brá svo við, þegar hann var að fara til þess að vitja um netin, að tveir ferðamenn áttu leið hjá. Notaði hann því tækifærið og sendi konu sinni silung, þótt hann ætti engan nýjan — og þessar línur með: Úr því nú er ágæt leið, elsku hjartans vina, sendi ég þér salta reyð, seinna færðu hina. Sigurður Pétursson er bjartsýnn og æðrulaus, en hann kveður um illkynjað fótarmein: Þótt ég fótinn missi minn, mín ei rénar kæti, hoppað get ég í himininn haltur á öðrum fæti. Það mun hafa verið fyrir um hálfri öld eða laust eftir að tilbúinn áburður kom fyrst til landsins, að á einum bæ á Aust- fjörðum var verið að dreifa áburði á tún- Gamalli húsfreyju á bænum þótti lítið til nýjungarinnar koma. Og þegar henm hafði verið sagt, að þessi hreinu og fallegu smákorn væru að mestu unnin úr loftinu, heyrðist gamla konan tauta: Mörg sú nú er ráðin rún, sem rökkrið áður faldi. Guðs frá englum tað á tún taka þeir með valdi. Margir hafa gaman af að botna vísur, og skulum við því slá botninn í þetta hefti Samvinnunnar með þvi að birta fyrripart. Honum fylgir áskorun til allra hagyrðinga um að bregðast nú vel við og senda okkur botn með fyrstu ferð: Ef ég lítinn óskastein ætti í fórum mínum. 26

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.