Samvinnan - 01.09.1974, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.09.1974, Blaðsíða 12
$ Samvinnan heimsækir Kaupfélag Héraðsbúa og ræðir við Þorstein Sveinsson, kaupfélagsstjóra Menn urðu að taka höndum saman Kirkjan á Egilsstöðum er nýtízku- leg og setur svip á staðinn. Svipmynd úr gamla mjólkursam- laginu á Egilsstöðum. Nú er bygg- ing nýs mjólkursamlags hafin. „Á Egilsstöðum var um eitt skeið sveitaverzlun, fyrst pönt- unarfélag, síðan einkafyrir- tæki. Nú er i landi þeirrar jarðar fyrirhugað að mynda þorp, — víst báðum megin veg- ar austur af bænum. Fær það hið fegursta umhverfi með hlíðar og hóla skógarins að baki, en Fljótið og umhverfi þess fram undan . . .“ Þannig kemst Gunnar skáld Gunnarsson að orði í Árbók Ferðafélags íslands, sem út kom lýðveldishátíðarárið 1944. Þrjátíu árum siðar er risið á þessum stað myndarlegt kauptún með hátt á níunda hundrað íbúa. Það vekur undr- un aðkomumanns, að hinn blómlegi bær í sínu undurfagra umhverfi skuli ekki vera eldri en raun ber vitni. Friður og ró hvíldi yfir bæn- um, þegar Samvinnan flaug austur sólríkan júlídag á því herrans þjóðhátíðarári 1974 til að kynna sér starfsemi Kaup- féiags Héraðsbúa á Egilsstöð- um og Reyðarfirði. Kaupfélag Héraðsbúa stend- ur á gömlum merg. Það var stofnað árið 1909 og er því 65 ára á þessu ári. Fyrsti kaup- félagsstjóri þess var Jón Bergs- son, en árið 1916 tók sonur hans við, Þorsteinn Jónsson, og annaðist rekstur félagsins af alkunnum skörungsskap og reisn samfleytt í 44 ár. Árið 1960 varð Björn Stefánsson kaupfélagsstjóri og gegndi starfinu, þar til núverandi kaupfélagsstjóri, Þorsteinn Sveinsson, tók við því. Þorsteinn tók á móti okkur á flugvellinum, ók með okkur í jeppa sínum til Egilsstaða og sýndi okkur bæinn í glamp- andi sólskini. Staldrað var við hjá kirkjunni, sem er nýtízku- leg í hæsta máta, smekklega innréttuð og setur svip á stað- inn. Við nýtt verzlunarhús kaupfélagsins voru vinnupall- ar, og þar stóð Hringur Jó- hannesson, listmálari, og vann að mikiili veggskreytingu. Þetta er mósaikmynd, um þrjátíu metrar að lengd og

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.