Samvinnan - 01.09.1974, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.09.1974, Blaðsíða 5
/amieitt er íyrir norðan. Ull- I*1 kemur til Akureyrar, svo að ®mi sé tekið, og þar er unnið r henni ullarband, sem síðan r notað í ullarpeysur; skinnin fru n°tuð í pelsa og svo fram- vegis. En vegna þess ástands, sem u. ríkir í landinu, á iðnað- rinn erfitt uppdráttar. Ef efla kai og treysta iðnað hér á andi, verður að vera meiri r°ougieiki í efnahagsmálum. mar sifelldu sviptingar og veifiur geta hreinlega gert út við úkveðnar iðngreinar. Nú er ennfremur unnið af rafti vis að endurbyggja og endm-bseta allar fiskvinnslu- h ° var- Gerð hefur verið um sérstök áætlun, sem unn- n var af Teiknistofu Sam- andsins og Sjávarafurðadeild. uamt hefur átt sér stað iaPPIly-ggÍng vinnslustöðva n búnaðarins. Ný sláturhús afa verið byggð hvert af öðru, og er þar um að ræða byltingu frá því sem áður var. Vandinn í sambandi við þessa upp- byggingu er sá, að starfrækslu- tími sláturhúsa er það skamm- ur, að þessi fjárfesting reynist afar kostnaðarsöm. Kröfur um þrifnað og hollustuhætti fara hins vegar sívaxandi, svo að hjá þessum framkvæmdum verður ekki komizt. Ótalmargt fleira mætti nefna. Ég hef aðeins drepið á örfá atriði, sem komið hafa í hugann í svip. Ef til vill mætti bæta við tveimur nýjustu fyr- irtækjum Sambandsins, en það er kjötiðnaðarstöð við Kirkju- sand, sem hefur aðeins starfað í eitt ár, og fóðurblöndunar- stöð við Sundahöfn. Þá er bygg- ing nýrrar birgðastöðvar við Elliðavog hafin fyrir nokkru. Og ekki má gleyma kaupfélög- unum, en hjá þeim er stöðugt unnið að ýmiss konar fram- kvæmdum. LÁNAFYRIRGREIÐSLA BRÝNASTA HAGSMUNAMÁL FÉLAGSMANNA — Hverjir eru brýnustu hags- munir félagsmanna nú á dög- um? — Samvinnufélögin voru í upphafi stofnuð til að gæta hagsmuna neytenda og fram- leiðenda. Með tilkomu sam- vinnufélaganna skyldu neyt- endur njóta betri viðskipta- kjara og framleiðendur lika, þannig að ef hagnaður yrði rynni hann aftur til félags- fólksins. Þetta er sá grund- völlur, sem starf okkar hefur byggzt á. En hin gífurlega verðbólga, sem geisað hefur hér á landi síðustu árin, veld- ur okkur sannarlega erfiðleik- um. í rauninni er hún á góðri leið með að raska þeim eðli- lega grundvelli, sem ég minnt- ist á áðan. Ég skal nefna eitt einfalt dæmi, sem sýnir, hvernig verð- bólgan hefur gjörbreytt hags- munum félagsmanna. Félags- maður í samvinnuféiagi vill kaupa hlut, sem kostar nokkuð háa upphæð. Við skulum hugsa okkur, að hann hafi ekki fé handbært og þurfi því að fá lán til að geta eignazt hlutinn. í þessu tilviki leitar hann ekki til þess aðila, sem selur hlut- inn fyrir lægst verð, heldur kaupir hann hjá þeim, sem veitir honum bezta lánafyrir- greiðslu. Sannleikurinn er sá, að einmitt þetta — að geta fengið lán — er að verða miklu brýnni hagsmunir fyrir ís- lenzka neytendur á þessum miklu verðbólgutímum, heldur en að geta farið í verzlun og keypt ódýra vöru. Það er afar þýðingarmikið, að samvinnufélögin geti orðið fjárhagslega sjálfstæð. Að því marki hljótum við að keppa í framtíðinni. Þá opnast nýjar leiðir, til dæmis sú, að við get- 5

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.