Samvinnan - 01.09.1974, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.09.1974, Blaðsíða 24
Hvernig er hægt að auka þátttöku féiagsmanna? Gunnlaugur P. Kristinsson, fræðslufulltrúi KEA á Akureyri. Hæfileikinn til að tjá sig hefur sljóvgazt Nálega 40 þúsund manns eru nú í samvinnufélögunum hér á landi. En taka þeir nógu mikinn þátt í samvinnustarfinu? í þetta skipti lýsa þrír samvinnumenn viðhorfi sínu til þessa máls. Spurningin, sem við lögðum fyrir þá, hljóðar svo: „Hvert er álit þitt á hinni félagslegu hlið samvinnuhreyfingarinnar nú á dögum, og á hvern hátt mœtti auka þátttöku félagsmanna í samvinnustarfinu?“ Mér finnst, að í dag sé hinni félagslegu hlið Iítið sinnt umfram það, sem sam- vinnufélagsformið beinlínis kveður á um, svo sem deildarfundi og aðalfundi félag- anna. Bein félagsleg störf þar umfram eru því miður harla takmörkuð og óreglu- leg, t. d. önnur fundahöld og útgáfa upp- lýsinga- og félagsblaðs. Því ber sérstak- lega að fagna, að mikill áhugi virðist nú vaknaður meðal samvinnumanna um að stórauka og efla hinn félagslega þátt starfsins. Öll félög, að hvaða málefnum þau svo vinna, kvarta nú sáran undan félags- deyfð manna, en hún á sér margar á- stæður, sem flestar flokkast undir „breyt- ingar á þjóðfélagsháttum". En einmitt þessar breytingar knýja á eflingu hinn- ar félagslegu hliðar samvinnustarfsins, sem í raun er undirstaðan. Eina stærstu hindrun alls félags- legs starfs álít ég eiga rót sína að rekja til tjáningarörðugleika manna, eldri sem yngri, og ókunnugleika á almennum fundareglum. Fjölmiðlunartækni nú- timans á hér mikla sök, fleiri og fleiri verða eingöngu móttakendur, en sendi- tæknin, tjáningarhæfileikinn, sljóvgast. Hér þurfa skólarnir að koma til skjal- anna. Samning ritgerða er þar sjálfsagt nauðsyn, en að kenna og æfa alla skóla- nemendur í að setja munnlega fram skoðanir sínar, tjá sig í ræðuformi, álit ég ennþá meiri nauðsyn, því að til þeirrar kunnáttu og hæfni þurfa menn mun oft- ar að grípa. Svo lýðræðislegur félags- skapur sem samvinnufélögin ættu að leggja á þetta mikla áherzlu, því að auk- in og almenn hæfni manna á þessu sviði mundi efla þátttöku félagsmanna í starf- semi samvinnufélaganna, styrkja þau og lýðræðið í landinu. Starfsemi leshringa er áreiðanlega mikilvæg í þessu sambandi, en þar vinna um 10 manna hópar sameiginlega að lausn verkefna eða skiptist á skoðunum um ákveðið náms- eða hugðarefni. Und- 24

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.