Samvinnan - 01.09.1974, Blaðsíða 6

Samvinnan - 01.09.1974, Blaðsíða 6
Að vilja vera ánægður Þyrstur maður þarfnast vatns og- svangur matar, en þegar hann er orðinn saddur er vafasamt hann hafi gott af að halda áfram að næra sig. Mig uggir að það hendi okkur þessi ár. Við höldum áfram að girnast eftirað við erum hætt að þarfnast. Stærri hús sem ekki taka meira, fljótari farartæki sem ekki koma okkur fyrr á ákvörðunarstað, fínni mublur sem ekki láta okkur líða betur, meiri skemmtanir sem ekki gcra okkur glaðari . . . þetta er lífið sýnist mér, rétt einsog það sé von- laust að vera til nema hafa allt þetta skran og allan þennan fyrirgang I kringum sig. Og alltaf verður minna pláss fyrir manninn sjálfan . . . seinast verður honum kannski ofaukið! Það er sýnilegt að fólk er jafn lítið ánægt með mikið í dag og það var með lítið á fyrri árum. Þannig erum við líklega jafn fátækir nú og við vorum þá. Fátækt er ekki einungis að vanta nauðsynjar, fátækt er líka að langa í meira en maður hefur, hve mikið sem hann hefur. Sá er alltaf fátækur sem er óánægður, sama hve vel hann er fjáður. Farsæld er ekki peningar, farsæld er hugsunarháttur. Peninga má ekki vanta, en ef ekki ríkir sá hugsunarháttur sem er farsæld verða þeir einsog hjóm. Þær stéttir þekkjast ekki sem segjast vera ánægðar með sinn part af hinni sameiginlegu flatköku þjóðarbúsins. Allir eru alltaf að fara á hausinn, einkum atvinnuvegirnir. Þetta er þrælskipulögð óánægja! Farsæld er hins vegar ekkert annað en ánægja. Þegar þú ert ánægður ertu í svoleiðis skapi að þú gerir þér til að mynda að góðu að borga skattinn þótt hann sé ögn hærri en þú bjóst við. En þegar þú ert óánægður hefurðu ekki einu sinni gagn af kauphækkun. Hvort viltu heldur ánægju eða kauphækkun? Þetta er auðvitað ekki ándóf gegn kauphækkunum, og kemur ekkert við þeirri staðreynd að sannarlega er samfélag- ið ranglátt einsog það er. En eru þess nokkur dæmi að kauphækkun ein hafi fært mönnum ánægju sem það nafn er gefandi? Hitt er sönnu nær að hún kemur oft með nýja óánægju. En sé ánægja ríkjandi fyrir færir hún manni aftur á móti nýja ánægju. Ánægja er ekki háð skilyrðum, hún er skilyrði fyrir öllu öðru sem gott er. Og það er enginn vandi að vera ánægður. Bara vilja vera ánægður, þá ertu ánægður. Gallinn er hins vegar sá að í dag viljum við endilega vera óánægðir. En bara að vilja er alltof einfalt, finnst fólki. Við allt á að þurfa aðferð, einsog að búa til pönnukökur, á annað vill fólk ekki hlusta. En við að vilja þarf enga aðferð, enda verð- ur hvorki vilji né ánægja búin til á pönnu og serveruð með þeyttum rjóma eða púðursykri. Einmitt þetta sem er enginn vandi og enga aðferð þarf við er mest vanmetið á okkar tíma, þetta sem tilheyrir mannin- um sjálfum og engu öðru en honum — ekki neinum maskín- um og öðru dóti sem hann er að rísla sér við. Af þessum ástæðum eru menn metnir eftir því hvað þeir gera — eins þótt þeir leysi klaufalega af hendi það sem þeir gera — en ekki hvað þeir eru, og fyrir því eru þeir alls ekki menn, heldur embætti, úníform, titlar. Ef þessir mannlegu þættir eru ekki metnir og þeim hald- ið í rækt duga engar framfarir, engar kauphækkanir, engin pólitík. Gott samfélag er ekki skipulag þótt skipulags sé þörf, gott samfélag er ekkert annað en gott fólk. um veitt félagsmönnum lána- fyrirgreiðslu í auknum mæli. Annars verðum við að vona að stjórnmálamönnum okkar takist að vinna bug á verðbólg- unni eða að minnsta kosti að halda henni betur í skefjum, áður en hún vinnur meira tjón en hún hefur þegar gert. ATVINNULÝÐRÆÐI RÍKIR í SAMVINNUFÉLÖGUNUM — Hver eru helztu framtíð- arverkefni samvinnuhreyfing- arinnar? — Þetta er stór spurning og erfið. En eins og málið kemur mér fyrir sjónir, eru framtíð- arverkefnin bæði á félagslega sviðinu og hinu efnahagslega. Reyna þarf eftir mætti að auka þátttöku félagsmanna í samvinnustarfinu. Það er eng- an veginn auðvelt, sérstaklega þar sem lifnaðarhættir lands- manna hafa breytzt svo mjög í seinni tíð. Nú á dögum á fólk um ótal marga möguleika að velja til að verja tómstund- um sínum. Engu að síður er hér um að ræða brýnt verk- efni, sem glíma þarf við af al- efli. Ég vænti þess, að það sem nú er verið að gera í fræðslu- málunum eigi eftir að efla á- huga félagsmanna að ein- hverju marki. Mig hefur alltaf dreymt um, að unnt væri að gera átak í þessum málum í kaupfélögunum, tengja til dæmis saman starf fræðslu- deildar Sambandsins og fræðslumiðstöðva í félögunum. Okkur hefur dottið í hug, að leshringastarfsemi í tengslum við bréfaskólann gæti komið að gagni og fleiri nýjungar, sem eru á döfinni í fræðslu- málunum. Varðandi hina efnahagslegu hlið tel ég, að samvinnuhreyf- ingin þurfi að móta stefnu sína á miklu ákveðnari hátt. í mínum huga hefur alltaf ver- ið ljóst, að við ættum ekki að einskorða starfsemi okkar við neytendasamvinnu annars veg- ar og framleiðendasamvinnu á sviði úrvinnslu landbúnaðar- afurða og sjávarafurða hins vegar. Ég álít, að í framtíðinni eigi samvinnuhreyfingin að grípa inn í þjóðfélagið á öll- um þeim sviðum, þar sem hún getur orðið að liði. Hún þarf að verða alhliða þátttakandi í efnahagslifi þjóðarinnar. Nú á dögum er mikið rætt um atvinnulýðræði, sem bygg- ist á því, að starfsfólkið hafi áhrif á stjórn fyrirtækjanna. En í sjálfu skipulagi samvinnu- félaganna ríkir einmitt at- vinnulýðræði, þar sem hver félagsmaður hefur sitt atkvæði og getur beitt áhrifum sínum, ef hann vill. Samvinnustarfs- menn vinna ekki í eigin þágu heldur heildarinnar. Þeir byggja upp fyrirtæki, sem koma fólkinu til góða. Samvinnufélögin eru burðar- ás í byggðarlögum viða um land. Komlð hefur í þeirra hlut að halda uppi atvinnu- rekstri og viðskiptum við erfið- ar aðstæður, þegar aðrir hafa brugðizt. En nú hafa augu manna opnazt fyrir nauðsyn nýrrar stefnu í byggðaþróun, og af þeim sökum mun ef- laust beinast meiri athygli að samvinnufélögunum en áður. Ég er þess fullviss, að ein- mitt á þessu sviði muni ís- lenzk samvinnuhreyfing gegna miklu hlutverki í framtíðinni og verða í rikara mæli frá- brugðin t. d. neytendasam- vinnuhreyfingum annarra landa. Spurningin er svo aftur — og hún ekki lítil — hvort þeim sem stjórna samvinnufélög- unum tekst eins vel og hinum sem reka einkafyrirtæki. í því sambandi er vert að minnast á, hve mikilvægt er, að sam- vinnuhreyfingin geti laðað til sín gott og dugmikið starfs- fólk. Verðbólguhugsunarhátt- urinn veldur því, að of mikil lausung ríkir nú á vinnu- markaðinum. Menn hugsa um það eitt að afla sem mestra tekna á sem skemmstum tíma. En ekki er síður mikilvægt, að þegar gott fólk er komið til starfa í samvinnufélögunum, eigi það kost á að auka þjálf- un sína og menntun, sækja til dæmis námskeið, bæði hér heima og erlendis. Við höfum þegar lagt áherzlu á þennan þátt starfseminnar, en þurfum að gera það enn betur í fram- tíðinni. Um það má deila, hvernig til hafi tekizt undanfarin ár. En ég held, að komið hafi í ljós, að með góðu skipulagi og rekstri í stórum stíl hafi sam- vinnufélögin oft sýnt yfirburði- Þar sem reksturinn er smár í sniðum er hins vegar erfiðara að keppa við einstaklingana. Ég vil að lokum ítreka, að samvinnuhreyfingin þarf að verða alhliða þátttakandi í at- vinnulífinu. Með þvi móti má stuðla að blómlegri byggða- þróun og uppbyggingu úti á landsbyggðinni og jafnframt skapast aukið atvinnulýðræði. En til þess að þessu takmarki verði náð þarf að fjölga fé- lagsmönnum, glæða áhuga þeirra og fá þá til að standa fastar saman um félögin og Sambandið. G.Gr. 6

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.