Samvinnan - 01.09.1974, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.09.1974, Blaðsíða 19
hún sér við kulda né hrak- 1 ri- og ntt skeytti hún um ohfðarföt. Aftur á móti notaði Fiív veitlinga við rakstur. ert verk var svo sóðalegt, hun fældist það fyrir þær a lr. og i fáum greinum hirti &Un um Þrifnaðarvenjur ann- yrra manna. Ómannblendin ^ar hún í meira lagi og kaus 1 háttstað í fjárhúsum á a ^rum, en fluttist inn í bæ . ^ ■'Sapalia eða afvikna staði ag Ja*lara> Þegar vetur lagðist be ?]eS fr°st og snjó. Jafnan o ^áttaði hún að fornum sið, kulrt^-einu’ hvort hún svaf í , a r útihúsi eða sterkju- nita inni í bæ. fe^«Ínan ÍUr hún allra sinna j r a Sangandi, og var göngu- k. g ennar ólíkt því, sem , tlUr temja sér nú. Hún skalmaði. Stina gamla hefur sjálfsagt erið greind í meðallagi, og all- vel var hún minnug. En hug- myndaheimur hennar var ann- ar en þess fólks, sem hún var samtíða. Nokkuð var hún blendin í trú sinni, og engar grillur gerði hún sér um annað líf. Samt bar við, að hún tók sér Nýja Testamentið í hönd og stautaði í því um stund. Reyndust henni þó erfið í framburði ýmis nöfn á mönn- um og stöðum austur á Gyð- ingalandi á dögum Krists og postulanna. Aðrar bækur lagði hún ekki í vana sinn að lesa. Aftur á móti kunni hún tals- vert af gömlum vísum, þulum og rímnaerindum, þótt margt af því bjagaðist nokkuð í með- förum. Þegar vel lá á kerlingu, raulaði hún oft fyrir munni sér mergjaðar stökur úr rím- um, til dæmis þetta: Möiidull Grími mein það vann, má að slíku hyggja. Kroppana um kvöldið hann kyrra beiddi liggja. Hún var hjátrúarfull í meira lagi, og fáar voru þær hégiljur fornar, sem hún legði ekki trúnað á. Hún trúði á skrímsl og forynjur, huldufólk og drauga. En hún var ekki smeyk við þess konar hyski, svo sem ráða má af svefnstöðum þeim, sem hún kaus sér í útihúsum, afkimum og skotum. Hún var ekkert að fárast yfir tilvist þess konar ókinda. Hún kunni líka skil á öfuguggum og bjarnarsilungum, baneitruðu fiskakyni, og ýmsa orma ætlaði hún banvæn kvikindi. En mest bar þó á trú hennar á forn- aldarfjársjóði, sem hún hugði fólgna í jörðu. Hún var sífellt að leita þeirra og fíktist af þeim sökum eftir moldarverk- um. Þætti henni sækja að sér, krossaði hún dyr og hurðir og tuldraði fyrir munni sér, og stundum kom fyrir, að hún gekk fram og aftur, réttsælis og rangsælis, þegar henni þótti mikils við þurfa. Eitt sinn bar það við í ofsa- roki síðla sumars, að skánar- hraukur fauk og buldu flögurn- ar á þaki fjárhússins, er hún svaf í. Þótti henni einsýnt, að þetta væri gerningaveður, og væru illar vættir á ferli. Ekki yfirgaf hún samt húsin, held- ur signdi allt í kringum sig og þuldi jafnframt mergjaðar særingar, líkt og þeir, sem forðum hétu bæði á Þór og Hvíta-Krist sér til velfarnaðar. En ill þótti henni sú nótt. í annað skipti gerðist það, að hún villtist á Botnsheiði í dumbungsveðri. Hafði verið reynt að aftra því, að hún legði á heiðina, en hún fór sínu fram. Eftir á var hún sannfærð um, að þetta hefði verið gern- ingaþoka. „Ekki vissi ég fyrr, að hann væri göldróttur,“ sagði hún um þann, er hún hafði fyrir sök- um. Verkkunnátta hennar var ekki mikil og öll á gamla vísu. Hún var forkur að dugnaði við rakstur og ávinnslu á túni, og alla vetur spann hún þindar- laust og þeytti rokkinn af miklu forsi. Hún lék við hvern fingur í mógröfum, og ekki sárnuðu henni svo mjög lófar, þótt hún héldi nótt með degi i fé við rúningu á vorin. Kál- garða stakk hún og lúði, bæði á þeim bæjum, þar sem hún dvaldist á vorin og sumrin, og hjá kunningjum, sem hún bar góðan hug til. Fastast sótti hún rakstur, þegar verst var veður, og jafnan var hún stúr- in í skapi, ef mikil ljá var að kvöldi. Yrti hún þá ekki á aðra, sneiddi hjá bænum og gekk rakleiðis til svefnstaðar síns í fjárhúsunum. Til heimilisverka var hún miður fallin. Með nál verður ekki sagt að hún kynni að fara, og engin var hún prjónakona. Hún gat hleypt upp á fiski og kjöti og bakað pönnukökur, en ekki var sótzt eftir því, að hún fengist við matseld, með því að þrifnaður var ekki meðal þess, sem prýddi hana. Hún þvoði sér nefnilega sjaldan eða aldrei, nema hvað hún kákaði kannski framan í sig á stór- hátíðum, gekk í sömu dulun- um hálft árið og skeytti lítt um að greiða sér eða kemba. Það var einskis manns meðfæri að vigja hana undir merki hreinlætis. Hún hefði talið það ófyrirgefanlega misgerð og móðgun, ef einhver hefði ætl- 19

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.