Samvinnan - 01.09.1974, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.09.1974, Blaðsíða 8
Smásaga eftir Jón Dan Laust fyrir síðustu aldamót týndust tveir feðgar í róðri frá verstöð á Suð- urnesjum. Spurðist lengi ekki til af- drifa þeirra. Þeir hétu Brandur og Björn. Ekkja Brands, sem nú hafði misst maka og son, var að vísu fyrir- vinnulaus en þó ekki á flæðiskeri stödd. Hún bjó í litlum bæ sem bóndi hennar hafði komið upp, eitthvað átti hún í handraðanum, og í fjósi var ein kýr og í kofa nokkrar skjátur. Hún hét Einhildur. Ekki var ómegð fyrir að fara og var því óþarfi að bera kvíð- boga fyrir afkomu hennar, enda gerðu það fæstir þorpsbúa. Þeir köll- uðu hana svark og sögðu að nú væru þeir feðgar búnir að fá langþráða hvíld. Sögur um harðneskju kerlingar og óbilgirni við þá feðga voru á hvers manns vörum. Það eina sem hún skammtaði þeim ekki var matur enda höfðu þeir sjálfir aflað hans. Annað var flest skorið við nögl nema ef vera skyldi þus og sífelldur eftirrekstur. Reru þeir ekki vegna gæftaleysis taldi hún þá lyddur, sæktu þeir sjóinn fast voru þeir angurgapar, öfluðmþeir illa taldi hún þá stela undan og gefa einhverjum ómaganum á bak við sig. Aldrei skaut bóndi hennar nógu mik- ið af sjófugli, aldrei var grásleppan mátulega sigin, aldrei voru gluggarnir nógu þéttir. strákurinn ærslaðist og bar sand inn á gólfið og fyrir það flengdi hún hann fram á sextánda ár. Þegar hann fór að gefa gaum að kven- fólki sætti hún færis að segja því hve latur hann væri og sóðalegur. Þar að auki lægi hann í bókum og væri þó alltaf jafn einfaldur og ekki hótinu skárri en karlinn faðir hans. En næði hún í bók átti hún til að nota hana í uppkveikju og gilti þá einu hvort bók- in var þeirra eign eða aðfengin. Dag- inn byrjaði hún með jagi og endaði með brigzlyrðum og var það mál manna að þeir feðgar ættu hjá kerl- ingu hina verstu ævi. Pilturinn átti kærustu og greip hana óyndi eftir fráfall unnusta síns og leið ekki á löngu þar til hún fluttist vestur á Sand til foreldra sinna sem þar bjuggu í sárri fátækt. Eftir nokkra mánuði bárust þær fregnir suður að óyndið hefði rjátlast af henni og væri hún farin að búa með sjómanni vest- an af Fjörðum. Liðu nú nokkur ár. Ekkjan bjó að sínu og aldrei hevrðist hún barma sér. Viki einhver að hörmulegum afdrifum bónda hennar og sonar gerði hún ann- að hvort að bölva eða brosa. En smám saman hrörnaði kotið og hefði því ekki veitt af hagleiksmanni til viðhalds, og minntust þorpsbúar með söknuði fyrri daga þegar húsið var prýði þorps- Myndskreyting: Kjartan Guðjónsson Feögarnir ins, málaðir gluggapóstar, bikaðar þiljur og gróin þök. Þar að auki voru selskinn spýtt á skemmuvegg og oft sást sjófugl hengdur undir ups, en Brandur var ágæt skytta og átti byssu sem sögur fóru af. Hafði hann komizt yfir hólkinn, eins og hann nefndi grip- inn af miklu lítillæti, í erlendu kaup- fari og greitt fyrir með svita og silfri, það er að segja með vikulangri þrælk- un við uppskipun, nokkrum selskinn- um og einhverj u af silfri, en þó fannst honum byssan ekki ofborguð. Var hann þá ungur og nýkvæntur og mátti þola marga ádrepuna fyrir heimsku sína, en hólkinum þakkaði hann það að aldrei var skortur í búi hans og honum jukust efni jafnt og þétt. Jæja. Svo var það að sjö árum liðn- um frá hvarfi þeirra feðga að maður á bezta aldri, svolítið gormæltur með kragaskegg og gleraugu og mikið hár, knúði dyra hjá hreppstjóra þorpsbúa og hafði furðulega sögu að segja. Hann kvaðst heita Þorkell og vera að vestan og væri hann bróðursonur Brands heitins og maður sá er tekið hefði að sér unnustu Björns þegar hún kom vestur á Sand eftir dauða hans. Vildi hann fá hreppstjóra í lið með sér til að innheimta hjá kerlingu sjóð ó- lítinn sem festarkona hans kvað Björn Hægt kom hann orðum að hugsun sinni og sagðist vilja semja við hana. Ég skal, sagði hann, dytta að húsum i sumar, mála, bika og tyrfa, og i haust lœtur þú mig fá hólkinn og sjóð- inn. Og Einhildur anzaði að bragði og sagði: byrjaðu þá strax, það lekur oná mig í bælinu þegar hann rign- ir... hafa gefið sér en hún ekki gengið eft- ir fyrr. Hreppstjóri ráðlagði pilti að leita til sýslumanns en Þorkell mátti ekki heyra það nefnt. Rómaði hann hjálp- fýsi hreppstjóra og kvað orðstír hans víða fara. Teldi festarkona hans sig eiga honum mikið upp að unna fyrir aðstoð þá sem hann veitti henni þeg- ar hún brauzt í því að komast vestur, eignalaus og sorgum slegin. Blíðkaðist þá yfirvaldið en nefndi ekki að nokkru fyrir hvarf sitt hafði Björn fært hon- um saltan rauðmaga í kvartili og naut stúlkan þess. Héldu þeir svo til ekkj- unnar Einhildar. Hún tók þeim furðu vel. Fyrst sýndi hún á sér betri hliðina því þegar hún hafði virt gestinn fyrir sér drjúga stund var engu líkara en hún klökkn- aði. Hafði hún orð á því hve áþekkur maðurinn væri syni sínum. Enda bræðrasynir svaraði gestur, en mun- urinn er bara sá að ég er gormæltur og hef alla tíð þurft að nota gleraugu. Sagði hann deili á sér þau hin sömu og hann þuldi yfirvaldinu áður og bar upp erindi sitt. Varð þá kerling hin versta og kvað enga peninga hjá sér geymda. Vil ég fá pung þann er Björn gaf heitmey sinni og hafði komið fyr- ir á vísum stað sagði Þorkell. sem fórust 8

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.