Samvinnan - 01.09.1974, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.09.1974, Blaðsíða 21
Sjávarsteinn Gamall steinn stendur í sjó frammi og er stundum neðar en stundum ofar fletinum bláa því föll sjávarins hverfa veröld hans milli veðra og djúps. Allur í sjó eignast hann dul vatnsins og lífsins sem býr þar sem Ijósið er í fjarska en ofar sjó sér hann allar vorar ferðir og skýja og stjarna — sér skip, fugla og dýr! Gamall steinn sem stendur í sjó frammi — vitur líkt og þeir allir sem eiga sér tvo heima. Skyggnist hann upp og skyggnist hann niður. Opnast honum á víxl hinar andstæðu hallir. dæmis, að kvöld eitt kom hún heim af engjum, þreytt og svöng, með syni bóndans, sem hún var hjá. Enginn var viðlát- mn heima við til þess að gefa Þeim að borða. Fór þá piltur- inn sjálfur inn í búr og náði í mat handa þeim. En Stína gamla fékkst ekki til að bragða v°tt né þurrt, fyrr en húsmóð- nin k°m heim og skammtaði henni. Henni fannst það ganga stuldi næst að stinga upp 1 sig blta, sem ekki hafði farið um hendur húsmóðurinnar. Aldrei var Stina gamla við arlmann kennd, en eigi að siður þótti henni það býsna gott tal, ef við hana var rætt om samskipti karls og konu. urfti ekki að vanda orða- a£ið til þess að henni væri skemmt. Skellti hún þá á lær sér og hló dátt með miklum fettum. Gaman hafði hún einnig af tuski unglinga og vatti stundum til þess, ef vel iá á henni, og að drukknum mönnum gat hún hlegið af íartans lyst. Stóð hún þá hóf- ega langt frá og horfði á, en einkum var hún i essinu sínu, ef einhverjar horfur virtust á eyskingum. Þeir höfðu tekizt a' gömlu mennirnir, þegar þeir órukku sig fulla í ungdæmi ennar, og henni mun hafa boft það manndómsskortur, Ve þeir siðir voru aflagðir á efri árum hennar. Sjálfri þótti enni sér virðing ger, ef hús- ændur hennar eða kunningj- ar réttu henni glas eða pela. reypti hún með þökkum á orennivini og varð mjög hýr- eit, en gerði aldrei meira en suPa einn lítinn sopa. ”Ég er blindfull,“ sagði hún og hafnaði boðinu, ef einhver reyndi að fá hana til að súpa oetur á. Vélaöldin rann upp á efri frum Stínu, og var það nýja- rum henni ekkert fagnaðar- e ni- Hún hafði fyrir löngu S8ett sig nokkurn veginn við a ■ þótt rist væri ofan af eb spaða, þýfið sléttað og ® t að vinna á með klárum, k° _ miklu helzt hefði hún °sið að mylja taðið með hönd- .Utn- þar kom, að það s.núi SÍg’ að ekki var lai;l® aðar numið við þetta. Alls s, tl.ar riýjum tólum tók að Jota upp. Fyrst komu plóg- v ’ SVo fóru bílar að þjóta um ^egma. stína vék úr vegi og °r a®1 sér upp í skriður, þeg- t úa mætti þvilikum farar- mkjum á gönguferðum milli 08ela í Hvalfirði. Og fremur var ugnaráð hennar óhýrt, þegar un horfði á eftir þessum ó- reskjum, á meðan hún var að venjast bílunum. Af þvi er líka nokkur saga, er hún sá flugvél í fyrsta skipti. Það var á engjaslætti, að Súlan gamla flaug yfir, og sagði fólk Stínu gömlu, að þetta væri flugvél. Hún rýndi upp í loftið og kom auga á hana. Þá varð henni að orði: „Ljót eru í honum hljóðin, þessum.“ Ekki er að orðlengja það, að hún hélt þetta útlendan fugl eða jafnvel flugdreka, og þegar hún var spurð að því, hvort hún yrði ekki lofthrædd í svona farartæki, reiddist hún. Hún trúði því ekki, að menn væru innan í þessum skratta og hélt, að ungviðið væri að gabba sig. Að lokum kvaðst hún fara til húsbóndans og spyrja hann, því að ekki mundi hann ljúga að sér. En þegar hann staðfesti söguna, setti hana hljóða yfir furðum þess tíma, sem hún lifði á. Nokkru fyrr en öld bíla og flugvéla rann upp, hafði hún komizt í kynni við plóg. Hann lá eitt sinn hjá garði í Litla- Botni, er hún kom aðvífandi. Hún staldraði við, gekk allt í kringum hann, án þess að koma þó alveg að honum, og virti hann fyrir sér með van- trú og andúð i svipnum. Þetta reyndist henni líka óþurftar- verkfæri, þvi að nú var senn farið að plægja kálgarðana, sem hún var vön að stinga upp. Plógurinn skerti sjálft ríki hennar. En þvi happi átti hún að hrósa, að ekki lifði hún þá daga, að tekið væri að sópa heyinu saman með vélum, sem gerði hrífur og rakstrarkonur óþarfar. Sem betur fór hélt illgresið áfram að spretta i görðunum, þótt þeir væru plægðir, og þá kom Stína gamla á vettvang i strigapilsi sínu og lét greipar sópa um það. Þótt hún sækti þá vinnu af miklu kappi, gleymdi hún ekki að huga að gulli og gersemum í moldinni, enda reyndist svo, að hún fann margt, sem henni var fengur í. Trú hennar á fólgna fjársjóði varð bæði henni sjálfri og mörgum unglingnum til mikill- ar ánægju. Koparpeningum var sáð í beðin, og meitlað var af koparpípum og gerðir hringir, sem voru henni mátulegir. Síð- an liðu dagarnir við skemmti- legar uppgötvanir og marg- víslegar umræður um það, sem fundizt hafði. Ekki spillti, þótt unglingar væru með henni í starfi, ef þeir kunnu tök á þeirri gamansemi, sem henni féll í geð. Að kvöldi dró hún hringana á hönd sér, því að neisti skartgirni blundaði í brjósti hennar, og bjó um aðra fjársjóði í klúthorni og stakk í veggjarholu. Vildi stundum svo fara, að hún fann ekki aftur alla sína sjóði, og var henni þá ekki grunlaust, að haugbúi eða huldumaður hefði vitjað eigna sinna. En þetta sakaði ekki svo mjög, heldur kryddaði aðeins tilveruna og gerði hana tilbreytingaríkari, því að nýjar gersemar fundust annað veifið við útiverkin. Eitt sinn hafði haugi verið ekið á völl við bæ, þar sem hún var, en mannfátt var til þess að moka úr, því að miklar byggingar voru á döfinni. Ein- hverjum hugkvæmdist að fleygja koparpeningum á nokk- ur hlöss, og var þá ekki að sökum að spyrja: Stina gamla hafði auga á hverjum fingri 21

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.