Samvinnan - 01.09.1974, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.09.1974, Blaðsíða 22
og sá peningana. Höfst hún þá þegar handa um að moka út. Nú stóð svo á, að haugstæð- ið var að húsabaki, og voru á eina hlið undirstöður að hjall- vegg. Gamla konan ályktaði þegar, að forn fjársjóður myndi fólginn i haugstæðinu eða við það. Bóndinn var ár- risull, en Stína gamla var ekki síður morgungóð en hann. Þegar hann kom á fætur ein- hvern næstu morgna, var kerling i óðaönn að grafa sig undir hjallvegginn í leit að fé- mæti. Mátti varla seinna vera, að því yrði forðað, að veggur- inn hryndi á hana. Þegar Stína kom heim til sín eftir veru á öðrum bæjum, sýndi hún heimafólki gersem- ar þær, sem henni höfðu á- skotnazt. Var hún jafnan barnslega glöð yfir feng sínum, hló og skríkti. í kistli einum, sem henni var gefinn eftir gamla konu, þóttist hún líka hafa fundið leynihólf og í því gamla peninga. Þvílíkar upp- götvanir voru henni að skapi. Það var að haustlagi, að Stína gamla fór í síðasta sinn frá Litla-Botni, gangandi að venju. Lagði hún þá leið sína suður í Kjós, eins og hún gerði stöku sinnum. Dvaldist hún þar um hríð. Nokkru síðar kom maður frá Litla-Botni á þenn- an bæ á leið úr Reykjavik. Brá þá svo við, að gamla kon- an lá í rúminu, lasin af kvefi, og hafði hún þó ekki verið kvellisjúk um dagana. Gaf gesturinn henni glas af Hoff- mannsdropum, svo að hún gæti mýkt sér fyrir brjósti, því að slíka hýrgun þótti henni vænt um. Kvaðst kerling þá koma fyrir jólin og bað að heilsa húsbændunum og yngsta barni þeirra. Síðan leið fram undir jólin, og bar þá svo við, að þessi sami maður kom heim til sín eitt kvöld eftir ljósaskiptin. Sýndist honum þá Stína gamla ganga heim túngötuna og skálma mjög að vanda. Jæja, hugsaði hann — hún er þá komin í jóladvölina, gamla konan. Hann spurði um hana, þegar hann kom í bæinn. En enginn hafði orðið hennar var. Litlu síðar fréttist, að hún hafði látizt suður í Kjós og verið jörðuð á Reynivöllum, án þess að vitneskja bærist um það upp yfir fjörðinn. Nú hefur Stína gamla hvílt rúma þrjá áratugi í gröf sinni. En allir, sem höfðu kynni af henni, sjá hana enn í huga sér, skálmandi í strigapilsi sínu, þessa konu, sem að ytra gervi jafnt sem innri gerð, var í rauninni langt aftan úr öld- um. Mynd venjulegs fólks föln- ar og máist, þegar árin líða. En Stína gamla gleymist ekki auðveldlega. Vísinda- og skáldskaparmál ™ ;íeí; Sá er munur á skáldskaparmáli og vísindamáli að i hinu síðarnefnda er leitast við að hvert hugtak eða orð vísi aðeins til eins merkingarmiðs. í skáldskap þykir það oft hins- vegar kostur, ef orðin eru margræð. Megintilgangur vísinda- mannsins, þegar hann sest niður og ritar um fræðigrein sína, er að allir megi skilja orð hans og þar með hugsun; ekki fari á milli mála við hvað er átt hverju sinni. Stundum er greint á milli alþýðlegra og fræðilegra vísinda; menn tala um að skrifuð séu alþýðleg fræðslurit; höfundar þeirra hafi þá gert mál sitt einfaldara og skiljanlegra en þegar þeir rita fyrir starfsbræður sína. Frá málfarslegu sjón- armiði er þessi munur naumast til á íslensku; íslenskt vís- indamál er gegnsætt og einfalt. Og hvort sem ritað er fyrir alþýðu eða lærða menn, þarf hvert orð, hvert hugtak, hver málsgrein að vera skýr og vísa til eins merkingarmiðs. Sjaldgæft er að sami maður geti skrifað jafnvel um vís- indi og hann getur ort. Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson fékkst bæði við skáldskap og vísindi, og mundu þó fáir kalla hann vísindamann nú á dögum. Segja má samt með sanni að á sviði náttúruvísinda hafi hann verið liðtækur vel. Hann ritaði kennslubækur í raungreinum og er síst unnt að bera honum á brýn að hann fljúgi þar af sér skynsemina. í inn- gangi bókar sinnar um efnafræði reynir hann að gera les- anda sínum ljóst, eins og Snorri Sturluson forðum, að allir hlutir væru smíðaðir af nokkru efni. Hann segir: Eptir því sem menn haja nœst komizt, samanstanda allir líkamlegir hlutir á jörðunni af hér um bil 70 ósam- settum efnum eða frumefnum, ... en sérhvert þessara frumefna hefur sitt nafn, sem í efnafrœðinni er haft á eins konar latnesku. Frumejnin geta aptur blandast og sameinast eða skilist að, og verður þetta með óend- anlegri margbreytni. Rannsókn og skoðun þessara efna og breytinga eru verkefni efnafrœðinnar. Þessar athafnir og verkanir náttúrukraptanna verða sí og œ fyrir augum vorum, og vér erum þeim svo van- ir, að vér sjaldnast hugsum út í, að svo margt af því sem vér sjáum og finnum sé efnafrœðislegt. Þegar tré eða kol brennur, eða þegar járn ryðgar, þá er það efna- frœðisleg verkan; vér sjáum þannig ný efni myndast, alveg ólík hinum fyrri: ryðið er allt annað en járnið. En þessi breyting getur ekki orðið nema því að eins, að eitthvað annað efni komi til, sem valdi breytingunni. Til þess að gjöra grein fyrir og skilja þessar breyting- ar, þá verðum vér að þekkja efnin og eðli þeirra; efna- frœðin skoðar því fyrst og fremst efnin út af fyrir sig; þœr breytingar, sem þau verða fyrir, og þau nýju efni, sem fram koma við þessar breytingar; enn fremur leit- ast hún við að finna orsakir þessa og þau náttúrulög, sem állt þetta gengur eptir. (Efnafrœði 1, [Reykjavík 1886], 3) Vera má að efnafræðingum þyki þessi fræði gömul og las- burða, en kaflinn er samt greinargóður; hér eru engar mála- lengingar eða flóknar skýrgreiningar; dæmi tekin af hlutum sem allir þekkja. Þannig ætlar vísindamaðurinn að vekja forvitni lesandans, glæða áhuga hans. Siðan víkur vísinda- maðurinn að meginkjarna allra fræða: menn verða að þekkja efnin og eðli þeirra til þess að skilja breytingarnar. Á sama hátt verða menn að þekkja tungumálið til þess að geta notað það. Menn geta ekki lýst hugmyndum sínum með orðum án þess að gera sér grein fyrir eðli tungunnar. En Benedikt Gröndal hefur að vísu áttað sig á því. Hann spenn- ir bogann til hins ýtrasta, þegar hann segir í bréfi til Eiríks Magnússonar: Hjer er dagurinn svartur á kviðnum, en grœnn á bakinu; á sumrin er snjóaður himin á nóttunni, en alstirnd jörðin; alt vín rennur hjer upp á móti svo glösin eru alltaf á hvolfi. Láti maður gull í ána Rín, þá verður það alt að Brynhildarkviðum, en ávextirnir á eplatrjánum eru hjer tómir biblíukjamar. (Sendibréf [Reykjavík 19311, 95) í fyrstu málsgreininni er dagurinn gerður að lifandi veru eins og altítt er í skáldskap; dagarnir eru reyndar ekki enn orðnir síðhærðir. En í næstu málsgrein leikur skáldið sér að ýkjum að hætti skólapilta á 19. öld. Hversu ólíkt er þetta ekki innganginum að efnafræðinni! Það er tæpast trúanlegt að sami maður hafi á penna haldið. Og svo má einnig spyrja: Að hvaða notum kemur það að lesa slíka pósta? Þvi er til að svara að bæði lestur skáldverka og vísindarita getur sýnt eðli tungunnar; hvorttveggja lýsir og vel á hvern hátt er unnt að leggja ok á tunguna, sveigja málið að sérhverri hugsun. afstæðri eða raunsærri. 22

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.