Samvinnan - 01.09.1974, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.09.1974, Blaðsíða 14
urðar Jónssonar, verzlunar- ráðunauts, og ennfremur norskra sérfræðinga. Áður en verzlunin var innréttuð, fór fram rannsókn á því, hve mik- ið rúm þyrfti fyrir hverja vörutegund. Að henni lokinni var síðan byrjað að teikna. Við erum mjög ánægðir með nýju kjörbúðina. Með tilkomu hennar hefur salan aukizt miklu meira en við áttum von á. Búðin var opnuð 26. apríl síðastliðinn, og síðan hefur verið um hundrað prósent sölu- aukningu að ræða. Á Reyðarfirði rekum við tvær verzlanir, kjörbúð og bygginga- vöruverzlun. Á Seyðisfirði eru einnig tvær varzlanir, í Þórshamri sem kall- að er, og svo rekum við inni á Öldinni búð, sem við keypt- um í hitteðfyrra af Guðlaugi Jónssyni. Þegar Kaupfélag Austfjarða hætti, varð það að ráði, að við tækjum að okkur verzlun á staðnum. Pyrir fjór- um árum var sérstök deild úr Kaupfélagi Héraðsbúa stofnuð á Seyðisfirði. Loks er ein búð í Borgarfirði eystra. NÝR SKUTTOGARI Á REYÐARFIRÐI Við rekum tvö frystihús, annað á Reyðarfirði, en hitt í Borgarfirði eystra. Hraðfrystihúsið á Reyðar- firði er nýuppgert, hefur ver- ið bætt tækjum og getur nú unnið á fullkomnari hátt en áður. Við eignuðumst fyrir skemmstu nýjan skuttogara á móti Eskfirðingum, Hólmanes- ið. Með tilkomu togarans má segja, að komin sé í fyrsta skipti nokkur festa í fisk- vinnslu á Reyðarfirði. Hólma- nesið hefur reynzt ljómandi skip, og við teljum okkur láns- sama að hafa getað eignazt það með hagstæðum kjörum. Mótaðilinn okkar á Eskifirði á annan togara, og við fáum alltaf til vinnslu fjórðung úr báðum skipunum. Ef við fengj- um aðeins helminginn úr okk- ar togara, væru landanir færri og vinnslan ekki eins stöðug. Frystihúsið í Borgarfirði eystra höfum við nýverið lag- fært og sett í viðunandi horf samkvæmt þeim kröfum, sem nú eru gerðar. Þar rekum við einnig söltunarhús, sem við söltum fisk í, og ennfremur keyptum við síldarverksmiðj- una, sem þar var, og létum breyta henni i verksmiðju til að vinna fiskimjöl úr beinum. Það var mikill styrkur fyrir frysti- húsið að fá þessa verksmiðju. Áður voru stöðug vandræði með beinin, þurfti ýmist að fleygja þeim eða aka þeim burt með ærnum tilkostnaði. Við höfum nú malað þarna bein í tvö ár, og okkur hefur komið í hug, að ef loðnan eða Hringur Jóhannesson, listmálari, vann í sumar að mikilli vegg- skreytingu utan á nýja verzlunar- húsið og naut aðstoöar ungra Eg- ilsstaðabúa við hið vandasama verk sitt. einhver annar fiskur veiðist áfram í bræðanlegu magni, væri ef til vill ráð að breyta henni aftur og gera hana að verksmiðju, sem vinnur úr feitum fiski. Nú stendur fyrir dyrum að lengja bryggjuna og laga hafnaraðstöðuna í Borg- arfirði eystra, og þá opnast ef til vill sá möguleiki að koma verksmiðjunni aftur í gang. Það mundi efla byggðarlagið til mikilla muna. FULLKOMIÐ MJÓLKURSAM- LAG OG SLÁTURHÚS Á félagssvæði okkar eru fjögur sláturhús: eitt í Borg- arfirði eystra, þar sem slátrað er um sjö þúsund fjár, og síðan eru þrjú nokkuð jafn Gistihús er rekið í elztu byggingu KHB á Reyðarfirði. Verzlunarhúsið á Reyðarfirði. Þar er nýleg kjörbúð. 14

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.