Samvinnan - 01.09.1974, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.09.1974, Blaðsíða 18
Eftirlegukind frá harðréttisárum Stína .gamla var hún ævin- leg nefnd. Hverjum, sem henni kynntist að ráði, veittist sýn inn í horfna tíð. Hún var ekki barn þess tíma, sem hún lifði á, heldur miklu líklegri til þess að vera eftirlegukind frá harð- réttisárum á öndverðri nitj- ándu öld eða jafnvel Móðu- harðindunum. Á morgni véla- aldar var hún dæmigerður full- trúi liðins tíma að skapferli og hugsunarhætti, venjum og við- brögðum. Hún var svo rótgró- in í veröld, sem ekki var lengur til, að nýi tíminn fór algerlega fyrir ofan garð og neðan hjá henni. Engar breytingar hrinu á henni. í hennar háttum varð engu um þokað. Hún hét Kristín Tómasdótt- ir, ein fimm systkina, sem lifðu, af þrettán eða fjórtán börnum er foreldrar hennar áttu. Faðir hennar var sonur bónda, sem eitt sinn vann sér það til frægðar að sundríða út á Hval- fjörð að báti, sem rekið hafði frá nágrönnum hans, er voru að drukknun komnir á skeri. Foreldrar Stínu gömlu bjuggu langan búskap á nálega tug jarða í Kjós og sunnanverðri Borgarfjarðarsýslu, en sjaldan lengur en tvö til fjögur ár á sama stað. Þau voru sífellt að flytja búferlum. Um fardaga- leytið voru fátæklegir búsmun- ir þeirra bundnir i klyfjar og haldið af stað með fólk og fén- að á nýtt kot. Þetta var kaldlynt fólk og fornt í skapi. Barnauppeldið var frábrugðið því, sem við eig- um nú að venjast. Einum drengjanna hætti til þess að væta rúm sitt um nætur. Þeg- ar agi með hönd og vendi ork- aði ekki að breyta þessu, þreif faðir hans hann einn morgun- inn og setti hann berrassaðan á heita glóðarhelluna i eld- húsinu. Þessi drengur strauk síðar úr hjásetu, er honum var eitt sinn vant kinda, og fór huldu höfði. Hungrið rak hann til bæjar handan heiðar, og þar varð fólk vart við hann og veitti honum aðhlynningu. Er mælt, að faðirinn hafi sagt, er hann frétti, að drengurinn væri fundinn á lífi: „Hann hefur komizt í æti.“ Ekki áttu þó öll börnin við slíka harðneskju að búa. Hin yngstu voru í meira afhaldi. Frásagnir eru um það, að fað- irinn hafi tekið yngri dóttur- ina í fangið, er hann kom af sjó eða úr ferðalögum, kysst hana og kjassað, en ekki litið við Stínu. Þegar Stína var átta ára gömul fluttist fjölskyldan bú- ferlum frá Reyni á Akranesi Frásögn eftir Jón Helgason Myndskreyting: Árni Elfar inn á Hvalfjarðaströnd. Hestar voru fáir undir klyfjar, og voru trúss sett á ótamið tryppi. Þar var barnið bundið ofan á milli við klyfberabogann. Segir nú ekki af ferðalaginu fyrr en komið var inn á Kalastaðahæð- ir. Þar fældist tryppið en ekki tókst því samt að slíta sig úr lestinni. Telpan varð hrædd og fór að gráta, og var hún þá leyst frá klyfberaboganum, tek- in ofan — og flengd. Það kemur varla á óvart, að prestar sóknarinnar töldu upp- fræðslu barnanna á þessu heimili „í vanmætti". Samt var Stína fermd í Saurbæjarkirkju á þrenningarhátíðinni 1878, fimmtán ára gömul. Þá var hún tæp í bóklestri, en kunni allvel. Það mátti líka segja, að hún væri lítt læs, og nafn sitt lærði hún að klóra á fullorð- insaldri. Stína vandist ekki við af- mælisveizlur í uppvextinum. Hún vissi ekki heldur hvaða mánaðardag hún var fædd. Hitt þóttist hún muna, að hún væri fædd siðasta sunnudag í vetri, og þannig er fæðingar- dagur hennar skráður í mann- tölum. Kirkjubókin hermir, að hún hafi fæðzt í Kjalardal í Skilmannahreppi 8. apríl 1863. Virðist þar hafa skakkað einni viku hjá gömlu konunni, ef kirkjubókin telst óskeikul. Hæstu metorð, sem Stína komst í um dagana, var ráðs- konustaða. Yngsti bróðir henn- ar var byrjaður búskap, og hún var bústýra hans. En svo dó hann að fáum misserum liðnum, og eftir það hugði hún ekki á neins konar forráð. Á efri árum sínum átti hún löngum athvarf á tveimur grannbæjum í Hvalfirði, Litla- Botni og Þyrli. Á þessum bæj- um hafðist hún við eftir því, Jafnan kaus hún að mat- ast afsíðis. Setti hún disk sinn eða skál i keltu sina og beitti fingrunum við matartekjuna. Það mundi nú þykja ganga œvintýri nœst að sjá, hvernig hún vann að mat sínum. Hver himna var rifin af fisk- beini, hver tœgja skafin af kjötbeini, hver sopi sötrað- ur úr kaffibolla, hver vit- und hreinsuð úr grautar- skál — aldrei skilin eftir nokkur ögn eða arða, sem œtileg var, og fingurnvr sleiktir að síðustu ... sem hún girntist, en vann þó stundum annars staðar dag og dag eða tíma og tíma. Stína gamla var í meðallagi há, grönn og holdskörp. Þvi fór fjarri að hún væri stórskorin. í æsku hefur hún vafalaust verið fremur fríð stúlka. Nefið var hóflega stórt, andlitið fremur mjótt, varir þunnar, hörundið móleitt, hárið grátt og rytjulegt. En oft var hún hörð á brúnina og drættir allir stríðir og strengdir. Við vorum vön að segja, að virkin í henni hlytu að vera úr stáli. Ekkert beit á hana, og hún lasnaðist aldrei. Alla jafna klæddist hún prjónapeysu og strigapilsi og gerði lítinn mun helgra daga og virkra. Skinnskó hafði hún á fótum, og var fótabúnaður- inn ekki alltaf snyrtilegur, frekar en annar klæðaburður hennar. En hvorki kveinkaði 18

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.