Samvinnan - 01.09.1974, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.09.1974, Blaðsíða 4
$ Samvinnan ræðir við Erlend Einarsson, forstjóra Samvinnuhreyfingin þarf að verða alhliða þátttakandi í atvinnulífi þjóðarinnar — Það er margs að minnast. Góð ár og slæm hafa skipzt á; vonir okkar hafa ýmist rætzt eða brugðizt. Ég held, að mér sé minnisstæðast, þegar okkur hefur tekizt að sigrast á erfið- leikunum, og það hefur sem betur fer gerzt blessunarlega oft. Ör þróun hefur orðið í ís- lenzku þjóðlifi undanfarna tvo áratugi, og samvinnuhreyfing- in hefur átt drjúgan þátt í henni . . . Þannig fórust Erlendi Ein- arssyni meðal annars orð, þeg- ar Samvinnan spjallaði við hann vítt og breitt um sam- vinnuhreyfinguna, fortíð henn- ar, stöðu nú á dögum og helztu verkefni í framtíðinni. Erlend- ur tók við starfi forstjóra Sam- bandsins í ársbyrjun 1955 og hefur því senn gegnt forustu- hlutverki meðal íslenzkra sam- vinnumanna í tvo áratugi, — á tímabili mikilla breytinga og framfara. Við báðum hann fyrst að líta ögn yfir farinn veg: FISKVINNSLA HEFUR AUKIZT — Ef við reynum að gera okkur grein fyrir, hvaða þátt- ur samvinnustarfsins hefur eflzt mest, hygg ég, að hlut samvinnufélaganna í fisk- vinnslu og sjávarútvegi beri einna hæst. Hann hefur vaxið stórlega á þessu tímabili. Það sést bezt á því, að umsetning Sjávarafurðadeildar hefur aukizt meira en annarra deilda undanfarin ár. Sem dæmi um vonbrigði mætti ef til vill nefna olíu- skipið Hamrafeli. Ég hef áður látið þau orð falla, að það hafi verið skammsýni hjá ráða- mönnum þjóðarinnar að láta okkur lenda á köldum klaka í þeim efnum, svo að við neydd- umst til að selja skipið. Ég er sannfærður um, að ef Hamra- fellið hefði ekki verið selt á sínum tíma, ættu íslendingar nú tvö olíuskip og gætu annazt olíuflutninga sína að mestu leyti sjálfir. En þannig háttaði til á þessum tíma, að verulegr- ar skekkju gætti í efnahags- málum; gengisskráningin var ekki í réttu hlutfalli við raun- veruleikann. Þróun kjörbúða gæti hins vegar verið ofurlítið dæmi val- ið af handahófi um það, sem vel hefur tekizt. Samvinnufé- lögin gerðust brautryðjendur á því sviði árið 1955 og nutu stuðnings danskra samvinnu- manna. Forstjóri kaupfélagsins í Khöfn kom hingað til lands ásamt hóp manna til að hjálpa okkur að koma á fót fyrstu kjörbúðunum. Síðan hafa þær breiðzt út og eru nú komnar nálega um land allt. Hins vegar tel ég, að ekki fari á milli mála, að við íslendingar höfum dregizt aftur úr í smá- söludreifingu síðustu árin. Hér á landi eru að vísu sérstakar aðstæður vegna fámennis, en einnig hafa höft verið sett á verzlunina, svo að hún hefur ekki fengið að þróast á eðlileg- an hátt. Á Norðurlöndum hef- ur orðið bylting í smásöludreif- ingu með tilkomu stórmarkaða og vöruhúsa. Þar hefur smá- söluverzlunin fengið tækifæri til að eignast eigið fé, sem nýtt hefur verið til að auka tækni- væðingu. Hún hefur síðan aft- ur komið neytendum til góða á þann hátt, að dreifingar- kostnaður hefur lækkað og þjónusta batnað. Hér er á ferðinni mál, sem ástæða væri til að brjóta til mergjar. Reglur um verðlags- ákvæði, þar sem skömmtuð er ákveðin álagning, hafa að mínu áliti ekki orðið til þess að lækka vöruverð, heldur þvert á móti. Smásalinn freist- ast til að kaupa inn dýrar vör- ur til að geta lagt mikið á þær. Ef til vill hefur ríkissjóður fengið meira fé greitt í tolla með þessu fyrirkomulagi, en það hefur ekki orðið neytend- um til hagsbóta. Einnig mætti minnast á, að á þessu tímabili hefur orðið bylting í bókhaldi. Sambandið mun hafa verið fyrsta fyrir- tækið hér á landi, sem tók IBM-vélar og gataspjöld í þjónustu sína. Tölvan annast ekki aðeins venjulegt bókhald fyrir Sambandið og flest kaup- félögin, heldur vinnur hún úr því ýmsar upplýsingar, sem koma að gagni við stjóm fyr- irtækisins. IÐNAÐUR í STÓRUM OG SMÁUM STÍL Af verkefnum hin síðari ár hlýtur uppbygging iðnaðarins á Akureyri að teljast mark- verð. Ef reka á iðnað í nútíma- þjóðfélagi, er stöðug endurnýj- un á vélakosti nauðsynleg, vegna þess hve tækniframfar- ir eru örar. Við höfum einnig haft áhuga á að reyna að styðja smærri iðnað, um leið og stóru verksmiðjurnar á Ak- ureyri væru efldar, þannig að lítil iðnfyrirtæki úti á lands- byggðinni haldi áfram að vinna úr því hráefni, sem 4

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.