Samvinnan - 01.09.1974, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.09.1974, Blaðsíða 9
Þá hló Einhildur og spurði hvar sá staður væri og hvort pungurinn væri t*ar ekki ennþá. Nei sagði Þorkell, hann er ekki þar því þú munt hafa farið höndum um hann. Og segir hún það stúlkan þín? spurði Einhildur, en ekki Parf hún neitt um það að segja sagði Porkell, hann er ekki þar sem Björn ét hann, það veit ég. Ekki ertu bróðursonur Brands míns sagði þá Einhildur, heldur ertu svika- hra.ppur og þykist vera annar en þú ert. Víst er ég hann Þorkell sagði gest- Ur> °g getir þú ekki vísað mér á sjóð- lnn Ejörns vil ég gera þér tilboð. í s^að sjóðsins skaltu láta mig fá hlut sem þú átt í fórum þínum og tel ég Par með sjóðinn greiddan. Nú glotti Einhildur. Hvaða hlutur er það? spurði hún. Hvað áttu til? spurði Þorkell. Ég? sagði kerling, ég á ekkert eins og allir vita 0g yfirvaldið bezt, nema þú getir annski nefnt hlutinn? Ekki kann ég, láókunnugur maðurinn, skil á eigum Pnium sagði Þorkell, en sjálfsagt veit rePpstjórinn hvað þú hefur tíundað. ^á sagði hreppstjórinn: Eftir því sem ég veit bezt á kerl- lngin Einhildur enga veraldlega muni nema sængina sína, larfana sem hún gengur í og svo þetta góða hús, sem nú er að vísu að grotna niður. Þá hefur henni tekizt að gabba guð og menn sagði Þorkell, því hvort- tvegga er að hún á vænan pung af reiðufé og hlut nokkurn, sem kostaði bæði silfur og svita og ekki verður metinn til fjár. Þá hló kerling. Og hvað ætli ég eigi svo sem sagði hún, einstæðingur og ekkjuræfill, hvaðan ætti ég að fá aura fyrir svo dýrmætum hlut? Þú rændir honum sagði strákur að bragði og var furðu lítið gormæltur. Segðu mér þá, svikahrappur, frá hverjum? anzaði kerling. Gesturinn þagði. Þá sagði kerling við hreppstjóra: Farðu með þetta auma þý föður síns frá augum mínum, annars kynni tunga mín að taka upp á þeim skratta að tala orð sem ég vil ekki segja. En það má ég þó láta út úr mér að ekkert fær mér eins mikillar ánægju í ellinni og tilhugsunin um grikkinn sem ég gerði honum Brandi mínum dauðum. Og gúmoren á ykkur báða. Þeir fóru við svo búið og gisti komu- maður hjá hreppstjóra. Þegar nótt tók að elda fór hann hljóðlega á fætur og hélt til húss Einhildar þar sem hann leitaði langa stund, bæði í húsinu sjálfu, hjalli fjósi og kindakofa, en sneri aftur til næturstaðar síns með tvær hendur tómar. í bíti lagði hann svo af stað heimleiðis. Leið svo haust og vetur en næsta vor kom miðaldra maður í þorpið og baðst gistingar hjá hreppstjóra. Hann var í meðallagi hár og hafði mikið svart skegg sem óx fram á kinnbein og upp undir augu svo varla var ann- að sjáanlegt af andlitinu en augun og ennið. Hann var gormæltur og hann líka hafði furðulega sögu að segja. Ég heiti Brjánn sagði hann, og ég er bróðir hans Brands sem hér bjó og fórst fyrir átta árum ásamt Birni syni sínum. Það er hald manna sagði hreppstjór- inn. Já sagði Brjánn, hald manna hér en vissa mín. Hann braut skip sitt í spón undir Svörtuloftum eftir fjögurra dægra volk, komst í land við illan leik en gaf upp öndina skömmu síðar. Það veit þetta fólkið fyrir vestan. En áður en hann dó bað hann fyrir þau skila&öð til mín, Brjáns bróður síns, að hann ánafnaði mér góðum grip sem væri í fórum konu sinnar. Nú þykir mér týra sagði hreppstjóri, hér kom sonur þinn í fyrra sama er- indis. Já sagði Brjánn, hann átti að reka mitt erindi ásamt sínu, satt er það. Vil ég nú beiðast þess, hreppstjóri minn, þar sem ég kann ekki við að ráðast inn til ekkjunnar og hún kannski óhuggandi enn eftir lát síns góða maka . . . Hreppstjórinn greip fram í og sagði: hún hefur jafnað sig bara furðan- lega enda steig karlinn hennar aldrei í vitið. En skvtta var hann. Á? sagði Brjánn, já, beiðast þess að hreppstjórinn, sem alltaf er leitað til í nauðum, hjálpi mér að sækja grip þennan í hendur ekkjunnar. Ekki vil ég lofa þér neinu um það sagði hreppstjóri, en ég get rölt með þér til kerlingar og er raunar for- vitni á. Þeir sváfu af nóttina en héldu um morguninn til Einhildar. Á leiðinni mættu þeir gömlum sjómanni sem nam staðar og sagði: Brandur, ertu þá ekki dauður? Ójú sagði Brjánn, víst er ég dauður. Og ertu þá afturgenginn? spurði karl. Nei, ég er hann Brjánn, bróðir hans Brands sagði Brjánn. Þeir héldu áfram og knúðu dyra hj á Einhildi. Hún hrópaði að þeir skyldu ganga í hreysið, en hvaða skepnu dregurðu með þér í kotið hreppstjóri minn? Þetta er hann Brjánn sagði hrepp- 9

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.