Samvinnan - 01.09.1974, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.09.1974, Blaðsíða 16
fyrirkomulag hefur reynzt á- gætlega. Það skapar metnað hjá bílstjórunum að hafa bíla sína jafnan í sem beztu lagi. Nýlegur þáttur í starfsemi okkar er fóðurblöndunarstöð á Reyðarfirði. Við höfum flutt inn laust korn í fáein ár, og það hefur hjálpað okkur mik- ið. Skapazt hefur góð sam- heldni meðal félagsmanna í sambandi við þessa starfsemi. Fleiri aðilar reyndu að vinna markað hér, en okkur hefur tekizt að sigra í samkeppninni. Nú erum við að mestu leyti einir um alla fóðursölu hér um slóðir. Loks rekum við lítið gisti- hús á Reyðarfirði, i elztu bygg- ingu kaupfélagsins. Þar er mat- sala og rúm fyrir 30 gesti. Þessi þjónusta hefur likað vel, eink- um á haustin, þegar aðkomu- fólk er hvað flest. KAUPFÉLÖGIN HAFA BJARGAÐ BYGGÐARLÖG- UNUM — Álítur þú, að kaupfélögin eigi að taka meiri þátt í at- vinnurekstri en þau hafa gert? — Já, tvímælalaust. Ég er þeirrar skoðunar, að kaupfé- lögin hafi í rauninni bjargað þessum litlu byggðarlögum hér fyrir austan. Á Djúpavogi, þar sem ég var áður, var til dæmis enginn aðili nógu fjársterkur til að ráðast í meiriháttar framkvæmdir. Þar var og er kaupfélagið aðal atvinnuveit- andinn í góðri samvinnu við sveitarfélagið. Um hlutdeild kaupfélaganna í atvinnurekstri hafa jafnan verið skiptar skoðanir. Sumir álíta, að kaupfélögin eigi ein- göngu að fást við verzlun, en aðrir kvarta yfir því, að þau vanræki undirstöðuna og reyni fyrst og fremst að græða — eins og kaupmennirnir. Það er vandratað meðalhófið í þessu sem öðru. En staðreyndin er sú, að fólkið sjálft vill og samþykkir á fundum sínum, að kaupfélag- ið láti til sín taka á sem flest- um sviðum. Grundvöllurinn er líka mun traustari hjá þeim félögum, sem annast atvinnu- rekstur jafnframt verzlun og annarri þjónustu. Slík sam- vinnfélög eru að mínu á- liti miklu lífrænni og eðli- legri. STÓRIÐJA OG LDS — Ertu bjartsýnn á framtíð iðnaðar hér á Egilsstöðum? — Ég hafði trú á uppbygg- ingu iðnaðar hér fyrir fáum árum. En ég verð að segja, að ég hef orðið fyrir miklum von- brigðum. Hér eru tvö iðnfyrir- tæki starfrækt, prjónastofa og skóverksmiðja, og báðar eiga nú í vök að verjast. Verðlags- þróunin hefur verið iðnaðin- um svo óhagstæð, að við ligg- ur að grundvellinum hafi verið kippt undan honum. Kaupið hefur hækkað, og EFTA-toll- arnir eru stöðugt að lækka. Þá -lækkar erlenda varan, sem flutt er inn í landið, á meðan innlenda varan hækkar. Ég get því ekki verið bjartsýnn á framtíð iðnaðarins eins og nú standa sakir. En í rauninni þurfum við að reka einhvern iðnað hér á Egilsstöðum til að vega upp á móti sjávarplássunum, þar sem frystihúsin eru uppistaðan í atvinnulífinu. Ef til vill er framtíðarlausnin fólgin í stór- iðju, sem héldist þá væntan- lega í hendur við stórfellda virkjun hér á Austfjörðum. Hún hefur reyndar verið í at- hugun að undanförnu, og gár- ungarnir kalla hana stundum LSD — lang stærsta drauminn. Annars eru margir mótfallnir stóriðju og vilja fremur efla smáiðnaðinn. Og bændur vilja hafa sín heiðalönd í friði. Það er ekki gott að segja, hvað framtíðin ber í skauti sínu í þessum efnum. MENN URÐU AÐ TAKA HÖNDUM SAMAN — Ef við víkjum að sam- vinnuhreyfingunni almennt, hvað viltu þá segja um stöðu hennar nú á dögum? — Mér finnst, að menn líti nokkuð öðrum augum á sam- vinnustarfið nú en áður var gert. Ef til vill stafar þetta að einhverju leyti af því, að fræðslan hefur ekki verið nægilega mikil. Ungt fólk þekk- ir ekki sögu samvinnuhreyf- ingarinnar. Það þekkir aðeins kaupfélagið, og í þeirra aug- um er það einungis hús, sem menn skreppa inn í til að verzla. Það veit ekki, að hér áður fyrr var samvinnuhreyf- ingin snar þáttur í lífsbarátt- unni. Menn urðu að taka hönd- um saman og mynda félags- skap til að afla lífsnauðsynja og koma afurðum sínum í verð. Síðan óx þetta smátt og smátt og þróaðist með árunum. Er verzlun kaupfélaganna skilar ekki beinum arði, vill oft gleymast ótalmargt, sem þau gera og er til hagsbóta fyrir almenning. Þau standa undir margs konar rekstri, sem er nauðsynlegur en ekki arðbær og einkafyrirtæki mundu aldrei láta sér detta í hug að sinna. Og ég hef orðið var við, að margir misskilja tengslin á milli Sambandsins og kaupfé- laganna, sérstaklega fólk í þéttbýlinu fyrir sunnan. Það ímyndar sér, að Sambandið stjórni kaupfélögunum, skipi kaupfélagsstjórana og hafi öll tögl og hagldir í sínum hönd- um. En að sjálfsögðu er þessu alveg öfugt farið. Margir verða undrandi, þegar lýst er fyrir þeim, hvernig samvinnustarfið er byggt upp. Hér hjá okkur eru til dæmis þrettán félags- deildir, sem halda fundi reglu- lega. Á þessum fundum eru málin rædd og ákvarðanir teknar. í stóru kaupfélagi eins og Kaupfélagi Héraðsbúa, þar sem íbúarnir stunda bæði land- búnað og sjávarútveg, ríður á, að félagsmenn sýni samheldni og tillitssemi. Og við höfum verið blessunarlega lausir við allan krit og ósamkomulag. Við höfum nýverið keypt skuttog- ara til að efla atvinnulífið á Reyðarfirði, og næsta verkefni er að byggja nýtt mjólkursam- lag og sláturhús á Egilsstöðum. Þannig reynum við að vinna saman sem ein heild, þrátt fyr- ir ólikar aðstæður, — eins og samvinnumönnum sæmir. NÚ FLYTJA FÁIR SUÐUR — Álítur þú, að Egilsstaðir hafi orðið sú verzlunar- og samgöngumiðstöð, sem búizt var við? — Mér heyrist á mönnum, að svo hafi orðið. Og ég held, að þeir verði það í æ ríkara mæli í framtíðinni. Nú er á döfinni að reisa hér menntaskóla fyrir Austurland. Hann á að standa rétt fyrir utan kirkjuna, og þar á einnig að vera íþróttamið- stöð. Ráðgert er, að skólinn taki sexhundruð nemendur, og verður hann því að sjálfsögðu geysimikil lyftistöng fyrir Egilsstaði og Austurland allt. íbúum fjölgar hér jafnt og þétt. Þeir sem flytjast hing- að koma ekki aðeins úr nærsveitum, heldur fremur beint að sunnan. Það gerist æ sjaldgæfara, að fólk flytjist suður. Ég man ekki einu sinni eftir því í svipinn að hafa heyrt dæmi um slíkt. Það er gott að búa hér á Egilsstöðum. Bærinn er vina- legur og umhverfið fallegt; þessi mikli skógur að baki og útsýni yfir Lagarfljót fyrir handan. Stundum hef ég orðið var við þann misskilning, að við búum hér uppi á fjöllum, en svo er alls ekki. Lagarfljóts- brúin, sem er um 300 metrar að lengd og var lengsta brú á landinu, þar til hringvegurinn opnaði, er aðeins um 20 metra yfir sjávarmáli. Hér er nokkuð veðursælt, sjaldan stórviðri. Og fjarlægðin skiptir ekki lengur máli. Hingað er flogið frá Reykjavík á einni klukku- stund. — Þú kannt því vel við þig hérna? — Já, alveg prýðilega. Reynd- ar hafði ég alltaf búið við sjö- inn áður, og margir spáðu því, að ég mundi aldrei una mér svo langt inni í landi. En ef mig langar að finna sj ávarlyktina, — þá skrepp ég niður á Reyð- arfjörð . . . FIMM MÍNÚTUR MEÐ ÞOR- STEINI Á REYÐARFIRÐI — Og það skulum við ein- mitt gera núna, hélt Þorsteinn Sveinsson áfram. - Enginn hef- ur kynnzt Kaupfélagi Héraðs- búa, fyrr en hann hefur komið til Reyðarfjarðar. Við stigum upp í jeppann og brunuðum þangað á hálfri klukkustund. Sami friður og ró ríkti yfir Reyðarfirði og Egilsstöðum. Við skoðuðum kjörbúð kaupfélags- ins, sláturhúsið og frystihúsið, „Á morgun verður hér öðruvísi um að litast,“ sagði Þorsteinn Sveinsson, þegar hann sýndi okkur tómlegt frystihúsið á Reyðarfirði. „Þá kemur Hólmanesið inn með hundrað tonn.“ 16

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.