Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 8
Samvinnustatfið á síðasta ári Valur Arnþórsson, stjórnarformaður Sambandsins, segir frá því helzta sem gerðist á fundum stjórnarinnar á síðasta starfsári Hvernig gekk samvinnustarfið á síðasta starfs- ári? Svarið við þessari spurningu fæst á árleg- um aðalfundi Sambands ísl. samvinnufélaga, þar sem rúmlega hundrað kjörnir fulltrúar mæta og forustumenn flytja ítarlegar skýrslur, sem síðan eru ræddar fram og aftur. 79. aðal- fundur Sambandsins var haldinn að Bifröst 4. og 5. júní sl., og á næstu síðum mun Samvinn- an greina frá nokkru af því mikla efni, sem þar kom fram. Hvemig vill samvinnufólkið sjálft móta hreyfingu sína? ' AÐALFUNDINUM /\ flutti Valur Arnþórs- Z V son stjórnarformað- ur Sambandsins, ítarlega skýrslu um störf stjórnar- innar. i máli hans kom margt forvitnilegt fram, enda eru öll meiriháttar mál sem varða Sambandið og kaupfélögin og sam- vinnuhreyfinguna í heild rædd á stjórnarfundum. Hér á eftir mun Valur segja lesendum Samvinnunnar frá nokkrum helztu mál- efnum síðasta starfsárs. • Fjárframlag til Mið- vangs — Þú vildir kannski í upphafi segja frá því í stuttu máli, hvernig Sam- bandsstjórn hefur starfað frá síðasta aðalfundi. — Segja má, að störf stjórnarinnar milli aðal- funda hafi verið með hefð- bundnum hætti. Stjórnin kom 7 sinnum saman til fundar, en stjórnarfundir á árinu 1979 voru 6. Tíma- lengd fundanna var allt frá hálfum degi upp í rúmlega tvo daga, en milli stjórnar- funda starfa að sjálfsögðu ýmsar undirnefndir Sam- bandsstjórnar og stjórnar- menn fylgjast með fram- vindu þeirra mála, sem stjórnin hefur fjallað um. Hinn 12. júní 1980 kom stjórnin saman til fundar að afloknum aðalfundi hér í Bifröst og skipti með sér verkum þannig, að vara- formaður var kjörinn Finn- ur Kristjánsson, en ritari stjórnarinnar var kjörinn Ólafur Sverrisson. Á sama fundi samþykkti stjórnin tillögu þess efnis, að Sambandið legði fram viðbótarstofnfjárframlag til Miövangs 41 sf. að fjárhæð 25 m. kr., og í framhaldi af þessu vil ég geta þess, að á stjórnarfundi hinn 13. maí 1981 var aftur samþykkt beiðni frá stjórn Miðvangs 41 sf. um jafnhátt stofn- fjárframlag, þannig að hér er í heild um að ræða viðbótarstofnfjárframlag að fjárhæð 50 milj. gkr. Mið- vangur 41 sf. er eins og kunnugt er sameignarfélag Sambandsins, Samvinnu- trygginga, Olíufélagsins hf., Hegins hf. og Kaupfélags Hafnfirðinga um bygging- una Miðvangur 41 í Hafnar- firði, sem hýsir stórmarkað Kaupfélags Hafnfirðinga. Þessi stórmarkaður var byggður í samræmi við þá stefnu samvinnuhreyfingar- innar að leitast við að auka markaðshlutdeildina í smá- söluverzluninni á Stór- Reykjavikursvæðinu. Þótt húsbyggingin sé í eigu þessa sameignarfélags, sér Kaup- félag Hafnfirðinga um all- an verzlunarreksturinn, og hann er algerlega á þess ábyrgð. Reksturinn hófst á síð- asta ári, og er óhætt að fullyrða, að hann hafi i að- alatriðum gengið vel og hafi orðið mikil lyftistöng sam- vinnustarfinu í Hafnarfirði og reyndar vakið aukna at- hygli á starfi samvinnu- hreyfingarinnar á Stór- Reykjavíkursvæðinu öllu. • Hagkvæmari meðferð á ullinni — Hvaða mál voru mest til umræðu hjá ykkur i stjórninni? — Á nánast öllum fund- um stjórnarinnar á starfs- árinu frá siðasta aðalfundi hefur verið rætt um ullar- verzlun samvinnuhreyfing- arinnar, nefndir hafa starf- að að athugun á henni og greinargerðir verið samdar. Það yrði of langt mál að gera itarlega grein hér fyrir öllum þessum umræðum og þeim hugmyndum og tillög- Hver sigling og aflabrögð fara ekki sízt eftir skipsstjórninni, en um leið er þýðingarmikið að valinn maður sé í hverju rúmi. 8

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.