Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 16
Hrekkjabragðið Ég dróst viljandi aftur úr og fann, hve púkinn í mér naut þess innilega að sjá, hvernig frambjóðandinn hristist á baki merarinnar... dæma þungur, var fínn maður að sunnan. Ég er viss um að hann hefði ekki lagt kollhúfur, ef hann hefði vit- að hvílík ósköp þessi maður ætlaði að gera fyrir sveitina okkar. En Gráni hafði ekki hugmynd um neitt. Hann vissi ekki, að það átti að leggja síma heim á hvern bæ og raflýsa alla sveit- ina, hann vissi ekki einu sinni, að nú loksins stóð til að koma þessari van- ræktu afdalasveit í þjóðvegasamband við menninguna fyrir sunnan. Þess vegna var hann í fýlu og hengdi haus- inn og lagði kollhúfur. Ég laumaðist til að virða frambjóð- andann fyrir mér. Hann var alvarleg- ur á svipinn, næstum því hátíðlegur, og virtist niðursokkinn í djúpar hugs- anir. Það fannst mér ekki nema eðli- legt önnur eins ósköp og hann ætlaði að gera fyrir sveitina mina á næst- unni. Öðru hvoru leit hann upp og horfði út yfir grasmóana til beggja- handa. „Hérna mætti nú aldeilis rækta lasm,“ sagði hann svo allt í einu upp úr eins manns hljóði. Ég sagði ekkert; mér var ekki fylli- lega ljóst, hvort hann var að tala við mig eða sjálfan sig. „Heldurðu að það væri ekki munur, ef móarnir þarna væru orðnir að rennisléttu túni?,“ sagði hann þá, og talaði nú greinilega til mín. „Jú,“ sagði ég, „það yrði gríðarstórt tún.“ Frambjóðandinn kinkaði kolli, og enn riðum við þögulir um stund. Sólin skein í heiði, og brúðkaupsljóð stein- depilsins og sólskrikjunnar bárust okkur til eyrna hvaðanæva að. En frambjóðandinn var ekki hingað kom- inn til að hlusta á sólskríkjur og steindepla; hann lét sem hann heyrði ekki hina fagnandi söngva þeirra, enda tók hann von bráðar til máls sjálfur og fór að tala um væntanlegar framkvæmdir í þessu niðurnídda kjör- dæmi. Hann talaði mjög lengi, eins og hann væri að flytja ræðu, lagði einkennilega þunga áherslu á sum orðin, og öðru hvoru brýndi hann raustina lítið eitt og hvessti sjónir á lyngmóana meðfram götunni, eins og þeir væru sérlega tornæmir og jafnvel vantrúaðir áheyrendur. Hann talaði um ræktunarmögu- leika, rafmagn og síma, og minntist jafnvel á vélbáta og útgerð. Ég verð að viðurkenna, að þrátt fyrir prýðilegan flutning, fór megnið af ræðunni fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Ég hafði mjög takmarkaðan áhuga á ræktunarskilyrðum og bar ekkert skyn á rafveitur, aðeins datt mér í hug að gera þá athugasemd við útgerðina, að sveitin okkar næði hvergi að sjó. En ég hætti samt við það. Hver vissi nema þessi fíni maður kynni að hafa einhver ráð með að koma upp fiskimiðum í þessu afdala- héraði, honum virtist fátt ómáttugt. Hins vegar reyndi ég einu sinni með stökustu hógværð að vekja athygli hans á tveimur hrossagaukum, sem hneggjuðu glaðklakkalega rétt hjá okkur. „Þarna eru hrossagaukshjón. Þau eiga líklega hreiður hérna rétt hjá,“ sagði ég. „Ha, hrossagaukar, já, einmitt. Ja, lasm, heldurðu að það verði munur, þegar rafmagnið kemur? Bara að styðja á hnapp og þá kemur ljós,“ sagði frambjóðandinn og drap tittl- inga framan í mig. „Já, það verður ógurlegur munur," sagði ég og fann að áhugi hans fyrir hrossagaukum var minni en ekki neinn. Okkur miðaði mjög hægt áfram. Frambjóðandinn kærði sig ekki um að riða hratt, hann sagðist eiginlega vera að skoða landið svona í og með. Hann var kátur og söng óskiljanlegar aríur út um nefið, sá ræktunarmöguleika i hverri mýri og rafvirkjanir í hverju gili. Ég var hins vegar ekkert kátur. Ég söng ekkert og kom ekki auga á neina möguleika til stórræða í mýrunum og giljunum, enda var ég orðinn dauð- þreyttur að berja fótastokkinn til þess að halda merinni vakandi. Mér varð litið á frambjóðandann, og ég fann að ég öfundaði hann innilega. Hann var finn maður og voldugur, sem ætlaði að breyta öllum mýrunum í tún og raflýsa alla sveitina, þegar hann kæmi á þing. Þess vegna reið hann gráa fol- anum húsbóndans, einum mesta gæð- ingi sveitarinnar, og lék við hvern sinn fingur. Ég var hvorki finn né voldugur, ég var bara tökustrákur, sem kunni ekk- ert nema Eldgamla ísafold og Heil- ræðavísur. Þess vegna var ég settur upp á gráa meri, klárgenga og níðlata. Nei, ég var ekkert kátur. „Er hann farinn að letjast, sá grái?“ spurði frambjóðandinn, þegar hann sá að ég barði fótastokkinn eins og óður maður. „Þetta er meri,“ sagði ég, „hún er alltaf löt.“ „Meri. Já, svo það er meri,“ sagði hann kátur og hóf að syngja bjána- lega vísu um Grikkland og gráa meri. Hann gat sungið og verið kátur. Hann þurfti ekki að skekjast á húðlatri meri klárgengri. Hann var fínn maður að sunnan og kunni aríur úr Töfraflaut- unni eftir Mósart. Ég öfundaði hann af öllu hjarta og fann sárt til smæðar minnar við hlið hans. Loksins komumst við inn í Presta- hvamminn. Ég sveigði merina út af götunni og stefndi upp í hvamminn. „Er nokkuð að, lasm?,“ spurði fram- bjóðandinn. „Nei,“ sagði ég, „en það er alltaf stoppað hérna.“ „Ja, svo, lasm, þá æjum við hér líka eins og aðrir. Hrossin hafa gott af að hvíla sig,“ sagði frambjóðandinn. Við riðum dálítið upp eftir hvamm- inum og stigum af baki. Hrossin frýs- uðu og hristu sig og fóru að rífa í sig töðugresið í hvamminum. Við settumst í grænu barði, þar sem blágresi og víðir undu hvort annars félagsskap og fögnuðu sólinni innilega. Ég lagðist endilangur í grasið og teygaði angan viðisins. Frambjóðandinn settist fyrst flötum beinum í brekkunni, en fór svo að mínu dæmi og hallaði sér á bakið. „Gott að teygja úr sér,“ sagði hann og lagfærði hattinn, þannig að hann skýldi andlitinu fyrir sólinni. Svona lágum við góða stund og töluðumst við. Hrossin rásuðu lengra upp í hvamminn og stundu og dæstu af vel- líðan. Liklega höfum við báðir gleymt okkur um stund, það var svo notalegt að liggja þarna. Ég rankaði við mér, þegar mér fannst stanzinn orðinn iskyggilega langur, spratt á fætur og sagðist ætla að ná í hrossin. Þau höfðu rásað dálitið lengra upp i hvamminn, og voru komin í hvarf. „Ágætt, lasm, ágætt," sagði fram- bjóöandinn, og ég rölti af stað i áttina til reiðskjótanna. Brátt kom ég auga á þá, og um leið varð mér ljóst, hvað þeir voru nauðalíkir, svona í sjón. Og þá var það, sem mér flaug hrekkjabragðið í hug. Ég veit ekki ennþá, hvernig í ósköp- 16

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.