Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 36

Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 36
Annað líf í þessu lífi Einmitt af því að hversdagslíf hennar var svo far- sælt og vel tryggt, leitaði ímyndunin til andstæðna þess, enda var þar af nógu að taka úr sögum og sögnum. hættir að lifa. En samt sem áður er ekki einskis vert að hafa þessi tvenn viðhorf í huga, bæði um einstaka höfunda og einstök skáldrit. Um Huldu leikur ekki vafi á því, að árangurinn af rit- störfum hennar er ekki ein- hlítur mælikvarði á þá reynslu og það yndi, sem henni var að fást við þau. Að vísu á þetta ekki með sama hætti við þau öll. Hún gerði t. d. talsvert af tæki- færiskvæðum, sem einkum fer mikið fyrir i síðustu ljóðabókum hennar og fremur eru ort af góðvild og ræktarsemi við aðra en af innri þörf. Um sumar af sögum hennar og ævintýr- um getur lesendum lika fundizt, að efni þeirra hafi ekki getað verið henni mik- ils virði. Langoftast hefur hún þó i upphafi ætlað sér að gera meira úr þessum efnum en úr þeim varð og ekki í svipinn fundið annað, sem var henni hugfólgnara. Um fram allt varð hún að finna sér eitthvað til, sem fullnægði þrá hennar að hverfa inn í þann heim, sem skáldskapurinn opnaði henni. Hann var hennar ,annað lif i þessu lífi'. Henni var líka erfiðara að gera upp á milli þess, sem lán- aðist betur og miöur, af þvi að búningurinn var henni jafnan auðveldur, hvort sem var í bundnu eða lausu máli. Henni var létt um að yrkja slétt og skrifa lýta- lausan stíl, svo að nauðsyn- in að sverfa af agnúa og glíma við formið leiddi hana ekki til þess að marg- skrifa, þjappa saman, velja og hafna. • Að hefja upp í hillingar En um Huldu kemur fleira til. Svo mikið sem hún skrifaöi af sögum, varð hún aldrei sagnaskáld af því tagi, að hún skapaöi persónur, sem lifðu sínu eigin lífi og þroskuðust eftir sínum eigin lögmálum, svo aö þær tækju jafnvel ráðin af skapara sínum. Hún var alltaf ljóðskáld í þeim skilningi, að viðhorf henn- ar var huglægt, en ekki hlutlægt, og það má lesa úr þær sögur eða þá kafla í sögum hennar, sem eru henni meira eða minna virði að þessu leyti. En skáld geta verið huglæg og raunsæ í senn, ef þau halda sig innan þeirra vébanda, sem örlög þeirra hafa sett þeim. Þá kemur i ljós, þeg- ar þau rita sjálf ævisögu sina eða hún er nákvæm- lega könnuð, aö þau hafa alltaf verið að segja sömu sögu, aðeins með mismun- andi tilbrigðum. En Hulda nemur ekki staðar við þetta. Hún hefði getað valið miklu af persónulegasta skáldskap sínum að einkunnarorðum siðustu ljóðlínuna i einu kvæða sinna ,já, hefði það, sem aldrei var‘ — eða þetta vísubrot (eftir Oehlenschláger), er Bjarna Thorarensen datt í hug að láta fylgja erfiljóðunum um Svein Pálsson: Hvad du föler, tænker, dig jo lykken skænker, det er virkeligt, det lever du. Hún fléttar stundum frá- sagnir sínar af því, sem aldrei var, svo fast saman við lýsingar eigin örlaga, að varla væri nokkur leið fyrir lesanda, sem ekkert vissi um ævi hennar, að greina það sundur. Hvers vegna? Af því aö hún hafði í álfheimi sinum lifað það jafnraunverulega sem sitt eigið hversdagslif. Þess vegna varð hún líka, svo undarlegt sem það kann aö virðast, því fjarlægari veru- leikanum í persónulegustu skáldritum sínum sem fleiri ár færðust yfir hana. Sumum hefur orðið star- sýnast á það í æskuljóðum Huldu, að hún lýsti þar is- lenzkri náttúru og sveita- dýrð i skuggalausum ljóma. Þeir söknuðu þar tilbreyt- ingar og andstæðna. Það má að visu virða henni til vorkunnar. þótt það breyti engu um skáldskapargildi einstakra kvæða, að hún var alin upp á einhverjum yndislegasta bletti á íslandi og árin frá 1890 fram yf- ir aldamót eru liklega skemmtilegasti timi i allri sögu islenzkra sveita, með hægar framfarir, sem engu voru farnar að raska, og bjartar vonir um, að svo mundi halda áfram að verða. Harðindin frá und- anförnum áratug voru enn í fersku minni, og vetrar- rikið með myrkur sitt og kulda brást ekki heldur, þó að batnað væri í ári. Þetta var sjálfu sveitafólkinu nógu ljós andstæða við vor og sumar, til þess að ekki þyrfti að lýsa því. Unga stúlkan var að visu hneigð til þess, eins og Hulda segir um eina sögu- persónu sina, að taka ekki ,eftir neinu nema þvi, sem var fallegt'. En hún orti samt ekki um annað en það, sem hún sá og þekkti. Sólskríkjurnar kváðu líka (eins og stendur í kvæðinu Dciladóttir): alltaf sama lagið, það leiðist engum þó. Hún gat ekki verið að hugsa um, þótt aðrir sæju ekki vorið og dýrð þess á sama dimma vetrargrunninum sem hún sjálf. Annað yrkis- efni í æskuljóðum Huldu er útþráin, óljós að vísu: en mig kallar einhver þrá yfir fjallaveldin blá, — en raunveruleg og einlæg. Hún á sér sína andstæðu, af þvi að hún togaðist á við ást hennar til heimahag- anna. Því hefur verið haldið fram, að Hulda hafi i Dala- fólki ætlað sér að vega upp á móti annars konar og ófegri lýsingum á sveita- fólki og sveitalífi. En ef sá hefði verið tilgangurinn, er einsætt, að hún hefði náð honum betur með meira raunsæi. Svo ólik sem voru bernskuheimili þeirra Ólaf- ar Sigurðardóttur, þá var heimili Huldu alveg jafn- sannur veruleiki. Hún hefur i Minningablöðum sínum. sem þvi miður eru svo skammt á veg komin, sagt frá þvi, eins og það var. Þar getur hún þess m. a., að frú Hildur Johnsen hafi sent Guðnýju bróðurdóttur sinni í brúðargjöf svo mikið af stórum og fallegum hús- gögnum frá Kaupmanna- höfn, að þau rúmuðust alls ekki í litla bænum á Auðn- um. Mest af þeim varð að skilja eftir á Þverá. þar sem faðir Benedikts bjó og þau Guðný voru fyrstu hjúskap- 36

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.