Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 17
unum mér gat dottið það í hug, lík- lega hefur einhver ósýnilegur púki hvíslað því að mér, ég held það hljóti að vera. Ég leit um öxl, til að fullvissa mig um að frambjóðandinn sæi áreið- anlega ekki til ferða minna. Svo gekk ég til hrossanna og skipti í snatri um reiðtygi á þeim. Þetta tók enga stund, og svei mér ef ég heyrði ekki púkann hlæja ótuktarlega einhvers staðar innan í mér, þegar ég var að spenna hnakkinn frambjóðandans á Gránu gömlu. Svo setti ég upp sakleysissvip, eins og kristilega innrættum sveitadreng sómdi og teymdi hrossin til samferða- manns míns. Ég reyndi að láta hrekk- leysið og samvizkusemina birtast í fasi mínu og svip, og ég var viss um að frambjóðandann grunaði ekkert ljótt. „Ekki varstu lengi að þessu, lasm,“ sagði hann kumpánlega og tók þann beizlistauminn, sem ég rétti honum. Síðan stigum við á bak. Við fórum hægt fyrst í stað, fram- bjóðandinn virtist vera niðursokkinn í alvarlegar hugsanir, og það fannst mér raunar engin furða, önnur eins stórvirki og hann átti rétt ófram- kvæmd. Ég var hins vegar að hugsa um, hvort hann mundi taka eftir þvi, hvað merin sté miklu klunnalegar til jarðar en grái folinn, hvort hann mundi finna hvað hún var innilega löt í verunni. Nei, hann grunaði áreið- anlega ekkert ljótt. „Við þurfum að ríða svolítið hraðar, annars missum við af bílnum,“ sagði ég, þegar mér fór að leiðast lesta- gangurinn. „Þá látum við skokka, lasm, þá lát- um við skokka," sagði frambjóðand- inn og reyndi að herða á Gránu gömlu, sem virtist ekkert sérlega ánægð yfir knapaskiptunum, en fór þó á skokk. Ég dróst viljandi aftur úr og fann, hve púkinn í mér naut þess innilega að sjá, hvernig frambjóðand- inn skókst og hristist á baki merarinn- ar. Og þegar hann tók að syngja há- stöfum: „Ég berst á fáki fráum fram um veg,“ þá varð ég að beita sjálfan mig, eða púkann í mér, valdi, til þess að reka ekki upp meinfýsinn hlátur. Sennilega hefði ég gefið þess- um ískrandi meinfýsnishlátri lausan taum, ef frambjóðandinn hefði ekki, þrátt fyrir allt, verið fínn maður að sunnan. + Kvöld á Þverárbökkum Burt frá önn og erli út um haga ég reika. Kynjadjúp er kyrrðin við keldu og mýrardrag. Glóir dögg á grasi gola úr suðuráttu signir sumardag. Hér hjá litlu lóni leggst ég hljóður niður. Bylgjast blástör frjáls. í fjarska er fjallahringur, fjær er jökulhaddur. Sigin sól til hálfs. Handan lóns er hryssa, hneggjar rauður sonur, lyftir hálsi hátt. Hljóð frá hrossagauki heyri ég upp við sundið, niða í norðurátt. Óðinshanahjónin hægt við bakkann synda, sveigja inn í sef. Yndislegir ungar öldugára mynda. Hljómar himneskt stef. Hér sitt innsta eðli er svo gott að finna, Mýrarsóley mín. Mjúk er mosaþúfan, mildur jarðarilmur, ennþá út við hafsbrún aftangeisli skín. Kyrrist allur kliður, kvöldið andar friði, þá í þagnarmáli þel frá Guði ég finn. Heimur hvítra fjalla, heimur grænnar jarðar. Hérna litir landsins lofa höfund sinn. Pálmi Eyjólfsson. 17

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.