Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 28
Kostur fremur en galli aö búa á afskekktum stað eða framvinda í hverri námsgrein fyrir sig. Á því sviði þarf að sjálfsögðu að fylgjast vel með og breyta jafnóðum. í öðru lagi: í skóla sem reynir að vera hagnýtur og búa nemendur undir at- vinnulífið, þarf ævinlega að vera framþróun, endurskoð- un og nýmæli. í þriöja lagi er alltaf spurning hvernig á að kenna; hvernig á að verja þessum 40 mínútum sem eru i hverri kennslustund. Á kennslustundin að vera fólgin í fyrirlestri kennar- ans, á hún að vera verkleg æfing, á hún að vera sam- tal eða spjall milli kennara og nemenda — eða öllu heldur: hvernig á að hag- nýta ólikar kennsluaðferðir með misstórum hópum nem- enda í senn til þess að ná sem beztum árangri. Þarna koma kennslutækin líka til skjalanna: kvikmyndir, tölvur, ritvélar, bókhalds- vélar. Á öllum þessum sviðum þurfa alltaf að eiga sér stað meiri eða minni breytingar, helzt á hverju ári, svo að skólinn staðni ekki. • Frumkvæði i fræðslumálum — Námskeiðahald Sam- vinnuskólans hefur vakið mikla athygli. Hvert er álit þitt á þeirri starfsemi og verður henni haldið áfram? — Segja má, að nám- skeið Samvinnuskóians séu starfsfræðsla á vegum skól- ans eða símenntunarkerfi hans. Ég kann betur við annaðhvort þessara orða en skandinavíska orðið „full- orðinsfræðsla." Þessi starf- semi er nú þegar orðin sér- stakur þáttur i starfsemi Samvinnuskólans og að mikilvægi sambærileg við starfið í Bifröst og fram- haldsdeildinni. Og henni verður að sjálfsögðu haldið áfram. Það er mjög brýnt að finna á hverjum tíma, hver eftirspurnin er eftir þessum námskeiðum. Við vitum, að einhvers staðar er verið að efna til nýbreytni í þjón- ustu, viðskiptum, stjórnun eða félagsstarfi samvinnu- félags. Þá er þar þörf fyrir námskeið um tiltekið efni — og okkur er ætlað að koma og uppfylla hana. Námskeiðin skiptast enn sem komið er aðallega í þrennt: Samvinnu- og fé- lagsmálanámskeið, almenn verzlunar- og viðskiptanám- skeið og sértæk námskeið á einstökum sviðum, t.d. í rekstri, stjórnun, bókhaldi, endurskoðun eða jafnvel iðnaði. Með námskeiðahaldi sínu hefur Samvinnuskólinn og samvinnuhreyfingin tekið frumkvæði á ákveðnu sviði i menntamálum þjóðarinnar, sem á eftir að eflast og auk- ast mjög á næstu árum. Þetta er tiltölulega nýtt fyrirbæri í þjóðfélagi okkar, en það á áreiöanlega eftir að verða fyrirferðamikið i fræðslumálum þjóðarinnar i náinni framtíð. • Gamalgróin og voldug hreyfing — Varðstu snemma sam- vinnumaður? — Ég kynntist samvinnu- starfi sem barn og margt af skyldfólki mínu hefur verið og er félagsmenn í sam- vinnufélögum. Hins vegar hef ég hingað til alið minn aldur eftir að barnsskónum var slitið að mestu leyti hér í Reykjavík, þar sem sam- vinnuhreyfing er vissulega öflug á mörgum sviðum, en þó ekki á þann félagslega hátt sem hún er viða um land. Og þaö hefur átt sinn þátt í þvi, að ég hef ekki tekið mikinn þátt i starfi kaupfélags eða samvinnu- félags. — Hver er staða sam- vinnuhreyfingarinnar nú á dögum? — Staða samvinnuhreyf- ingarinnar núna verður ekki skilgreind nema með því að sundurliða viðfangs- efnið. Samvinnuhreyfingin er í fyrsta lagi fjölmennasta almannahreyfing í landinu, gamalgróin og voldug. Hún býr þar með við sömu vand- kvæði og aðrar slíkar hreyf- ingar, t.d. verkalýðshreyf- ingin og stjórnmálaflokk- arnir, en það er lítil þátt- taka almennings í félags- legu starfi. Öll félög eiga við þennan vanda að stríða meira eða minna, og orsakir hans eru mýmargar: Vinnutími er langur og atvinna næg; menn leggja meiri rækt en áður við persónuleg hugðar- fni sín; menn þurfa að byggja hús eða fara i ferða- lög o.s.frv. Við lifum i neyzluþjóð- félagi, og þessi svokallaða deyfð í félagsmálum er auð- vitað neikvæð. En hún felur þó í sér tiltekna viðurkenn- ingu; menn sjá að minnsta kosti ekki ástæðu til fjöl- mennis á fundi i mótmæla- skyni. En um leið rekur sam- vinnuhreyfingin öfluga at- vinnustarfsemi á fjölmörg- um sviðum, og að því leyti stendur hún frammi fyr- ir sömu viöfangsefnum og aðrir framleiðendur og þjónustuaðilar. Hún verður að takast á við verðbólguna og leita allra ráða til að reksturinn standi undir sér. Samvinnuhreyfingin er reyndar i sjálfum brim- garðinum, því að hún veitir alhliða daglega þjónustu þar sem erfiöast er að halda henni uppi — i dreifbýlinu. Kaupfélögin hafa orðið að berjast lengi við erfið rekstrarskilyrði i verðbólgu- ástandi, og heildarsamtökin hafa reynt að koma fram sem hlífiskjöldur þeirra og veitt þeim ómetanlegan stuðning. Ég hygg að það sé ekki of- mælt, að skelfilegt ástand ríkti víða í landinu, ef sam- vinnuhreyfingarinnar hefði ekki notið við. • Milli himins og jarðar — Að lokum: Hvernig leggst það i þig að setjast að upp i sveit? — Það leggst mjög vel í mig. Áður en þetta starf kom til álita, vorum við hjónin búin að ákveða að breyta til — t. d. með þvi að flytja út á land. Ég held að það sé orðið mjög al- mennt viðhorf meðal fólks af minni kynslóð, að menn eigi ekki að velja sér tiltekið starf i eitt skipti fyrir öll, heldur endurskoða afstöðu sina og fitja upp á nýju nokkrum sinnum á ævinni. í ljósi þessa höfðum við haft i huga að fara út á land eða jafnvel út í lönd, og þar sem konan min er kennari að atvinnu, og ég hef fengizt mikið við kennslu kom skólastarf ein- mitt helzt til greina. Já, það leggst mjög vel í okkur bæði að setjast að uppi í sveit. Það þarf að sjálfsögðu ekki að lýsa nátt- úrufegurð Borgarfjarðar. Og því fer viðs fjarri, að Bif- röst geti talizt afskekkt sem svo er kallað. Reynd- ar er það að minum dómi frekar kostur en galli á stað, að hann sé talinn afskekktur, við þær aðstæð- ur sem við búum nú á dög- um. Við erum alls staðar jafn nálægt himninum, en þurf- um jafnframt að standa föstum fótum á jörðinni. Og Bifröst er einmitt regnboginn, sem sameinar þetta tvennt. G.Gr. 28

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.