Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.08.1981, Blaðsíða 30
Hundrað ára afmæli Huldu Annaö líf í þessu lífi SÍÐARI hluta vetrar 1904 birtust í vikublaðinu Ingólfi í Rvík, mál- gagni Landvarnarmanna, fimm kvæði eftir ,Huldu‘. Undir sama dulnefni höfðu raunar liðugum tveimur ár- um áður veriö prentuð ,Þrjú smákvæði1 í síöasta árgairgi kvennablaðsins Framsókn- ar, en fáir munu hafa veitt þeim verulega athygli. Nú brá öðru vísi við. Viku eftir að síðasta kvæðið af þessum fimm kom í Ingólfi, flutti sama blað kvæði ,Til Huldu'. Ilöfundur nefndist Ármann. En um það tungutak var ekki að villast: Dalasvanninn með sjálf- unna menning, sólguðnum drekkur þú bragarskál, með átrúnað fastan í ungri sál á afls og kærleiks og feg- urðar þrenning. Þarna var enginn annar en Einar Benediktsson að leiða hina ungu skáldkonu i kór, sem ,fyrsta gróður vors nýj- asta skóla‘. Líklega er það eins dæmi, hversu víða sem væri leitað, að byrjanda, eftir fyrstu spor hans á list- arbrautinni, hafi veriö fagnað svo stórmannlega af höfuðskáldi. Þetta hlaut að vekja eftirvæntingu og for- vitni allra þeirra, sem nokk- uð hirtu um bókmenntir. Hver var þessi Hulda? Mundi hún efna það, sem Einar bjóst við af henni? Hulda hclt áfram að birta kvæði sin i Ingólfi. Þau urðu alls átján á árunum 1904 og 1905, meöal þeirra ,f garði föður míns‘, ,Far- fuglar', ,Haukurinn‘, ,Heim‘ og .Sólveig fagra'. En svo vel þegin sem þessi ljóð hennar voru, vöktu engin þeirra aðra eins aðdáun og þulurnar, sem prentaðar voru í Sumargjöf vorið 1905: ,Heyrði eg í hamrin- um', ,Segðu það móöur minni' og ,Ljáðu mér vængi*. Nú kom annað þjóð- skáld, Þorsteinn Erlingsson, fram á sjónarsviðið og skrif- aöi heilan ,Huldupistil‘ í Þjóðviljann (15. júni 1905), þar sem hann m. a. tilfærði alla síðast nefndu þuluna. Og stórskáldin gerðu þaö ekki endasleppt við Huldu. Eftir að fyrsta ljóðabók hennar, Kvœði, var komin út, skrifaði Þorsteinn um hana í Fjallkonuna (29. júní 1910), af því að hann var ekki ánægður með umsagn- ir sumra ritdómara. í þess- ari fallegu grein skýrir hann, í hverju gildi hinnar hreinu ljóðlistar sé fólgið, þótt hún leiti ,skammt til fanga‘ og fjalli ekki um margbreytileg efni né meiri háttar vandamál. Þá skrif- aði Stephan G. Stephansson Þorsteini 6. sept. um haust- ið: ,Hafðu heill tekið svari telpunnar minnar, hennar Huldu. Eg hef dálítið dálæti á henni‘ o. s. frv. Þessa er hér getið vegna þess, að Hulda var svo nákunnug þeim Þorsteini og Guðrúnu. að þau hafa áreiðanlega ekki látið undir höfuð leggj- ast að segja henni, hverjar Hulda, sem hét fullu nafni Unnur Bene- diktsdóttir Biarklind, á hundrað ára afmæli um þessar mundir, en hún var fædd hinn 6. ágúst 1881. Hulda er eitt af góðskáldum þessarar aldar, en jafn- framt lagði hún samvinnuhreyfingunni lið og trúði &■ málstað hennar. Hún var dóttir Benedikts á Auðnum og hefur lýst öðrum betur þessum mikla hugsuði og baráttumanni. Og eiginmaður henn- ar var Sigurður Bjarklind, sem stýrði Kaupfélagi Þingeyinga um langt skeið. — Samvinnan minnist aldarafmælis Huldu á þessum síðum með því að birta snjalla ritgerð um hana eftir Sigurð Nordal, ásamt ummælum Jónasar frá Hriflu og kvæði Einars Benediktssonar. 30

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.