Samvinnan - 01.04.1984, Page 6

Samvinnan - 01.04.1984, Page 6
Vaknar áhugi þinn áRarísarferð við að lesa þetta? Þú virðir fyrir þér útsýnið úr Eiffelturninum, gengur undir Sigurbogann niður eftir Champs Elysées-breiðstrætinu, siglir á Signu í kvöldsólinni. Þú neytir kvöldverðar á frábærum veitingastað þar sem frönsk matargerðarlist rís hæst, horfir á glæstar kabarettsýningar í Lido eða Rauðu myllunni, slappar af yfir glasi af góðum veigum og hlýðir á jasstónlist á rökkvaðri knæpu. Þú umvefur þig tískunni úr glæstum sölum tískukónganna, úr stórverslunum Óperuhverfisins, úr forvitnilegum smáverslunum hægri bakkans. Eú drekkur í þig listina, meistaraverk liðinna alda í Louvre safninu, hringiðu nútímans í Pompidou-menningarmiðstöðinni, stórkostlegar óperusýningar í stærstu leikhúsbyggingu heims, lifandi listsköpun á hverju strái. Þú röltir um þröngar göturnar í Latínuhverfinu, innan um fornbóka- og antíkverslanirnar, sest um stund á gangstéttarkaffihús og virðir fyrir þér fjölskrúðugt mannlífið. Þetta er Parísarlífið. Og draumurinn er ekki fjarlægur. Með þægilegum og ódýrum Parísarferðum Arnarflugs er Parísarlífið nú innan seilingar. Láttu drauminn rætast. Hafðu samband við næstu ferðaskrifstofu eða söluskrifstofur Arnarflugs. Ferðatilhögun: Flogið með Arnarflugi til Amsterdam og þaðan áfram með Air France til Parísar, og sömu leið heim. Möguleiki á viðdvöl í Amsterdam. Flug og hótel með morgunverði innifalið í verðinu. Verð kr. 15.168 miðað við gistingu í tveggja ntanna herbergi í viku. Flugfélag með ferskan blæ ARNARFLUG Lágmúla 7, síml 84477

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.