Samvinnan - 01.04.1984, Qupperneq 10
Valur
Arnþórsson
svarar
spurningum
Samvinnunnar
Skipulag Sambandsins
hefur ekki þróast
markvisst síðustu ár í
samræmi við
undangengnar
breytingar á
rekstrinum.
ábendingar og tillögur. Mér er þessi
ályktun efst í huga á þessari stundu
varðandi landbúnaðarvandann, og
þess vegna langar mig til að birta hana
hér orðrétta:
„Meðal þróaðra þjóða er hvarvetna
lögð höfuðáhersla á öfluga innlenda
matvælaframleiðslu sem eina af
forsendum sjálfstæðis og öryggis hvers
lands.
Nágrannaþjóðir okkar hafa talið
rétt að vernda landbúnað sinn með
margvíslegum aðgerðum og greiða
niður búvöruverð til neytenda. Ekki
getur talist raunhæft að íslendingar
skeri sig úr hvað þetta snertir.
Því telur fundurinn að sú umræða
um landbúnaðarmál, sem að undan-
förnu hefur borið hæst í fjölmiðlum og
á hinu háa Alþingi sé á villigötum.
Þessi umræða hefur einkennst af yfir-
boðum um það hvernig skera má land-
búnaðarframleiðsluna sem mest niður
á sem skemmstum tíma og órök-
studdum fullyrðingum um háan
vinnslu- og dreifingarkostnð.
í þessa umræðu skortir veigamikil
rök til þess að hægt sé að marka þá
stefnu sem landi og þjóð er fyrir bestu.
Ekki má líta á landbúnaðinn sem
einkamál bænda og vinnslustöðva
þeirra því augljóst er að skyndilegur
samdráttur í búvöruframleiðslu nú
myndi valda verulegu atvinnuleysi og
því koma enn þyngra niður á þéttbýli
en dreifbýli. Til að meta þessi áhrif af
raunsæi þarf að safna upplýsingum,
t.d. um starfsmannafjölda og verð-
mætamyndun í búvöruiðnaði.
Því skorar fundurinn á ríkisstjórn-
ina að láta nú þegar gera löngu
ákveðna úttekt á þjóðhagslegu gildi
landbúnaðarins. Með niðurstöður
slíkrar úttektar að leiðarljósi þurfa
þeir sem málið varðar, neytendur,
starfsfólk í búvöruiðnaði og bændur,
að taka höndum saman og marka
ábyrga og öfgalausa stefnu um framtíð
landbúnaðar á íslandi, þannig að
þörfum markaðarins verði mætt sem
best á hverjum tíma.“
•Markvissari rekstur Sambandsins
Fyrr á þessu ári var nýtt skipulag Sam-
bandsins kynnt fyrir samvinnustarfs-
mönnum og almenningi. Ein breyt-
ingin er sú, að níu manna fram-
kvœmdastjórn er lögð niður, ráðinn
aðstoðarforstjóri, og framvegis ræður
forstjóri upp á eigin spýtur fram-
kvæmdastjóra Sambandsins en ekki
Sambandsstjórn. Fœrist ekki meira
vald á færri hendur með þessari breyt-
ingu?
Nei, alls ekki. Hér er aðeins um að
ræða nýtt skipulag sem miðar að því að
gera rekstur Sambandsins markvissari
og reyna að virkja hvern starfskraft
betur þannig að hann fái notið sín sem
best.
í þessu sambandi ber að hafa í huga,
að öll lýðræðislega skipulögð samtök
hljóta að búa við vissa miðstýringu.
Hjá samvinnuhreyfingunni er á sama
hátt og hjá Alþingi og ríkisstjórn að
sjálfsögðu veruleg samþjöppun valds,
en valdinu er síðan dreift út aftur til
félagsmanna í gegnum hina ýmsu lýð-
ræðislegu farvegi.
Ástæðan fyrir þessum skipulags-
breytingum er fyrst og fremst sú, að
Sambandið hefur á undanförnum ára-
tugum þróast úr því að hafa með
höndum tiltölulega einfaldan rekstur
í það að verða eitt stærsta og umfangs-
mesta fyrirtæki landsins með mjög
fjölþætta starfsemi. Skipulag Sam-
bandsins hefur hins vegar ekki þróast
markvisst síðustu ár í samræmi við
undangengnar breytingar á rekstrin-
um, og þess vegna ákvað stjórn Sam-
bandsins á fundi sínum í apríl 1983 að
skipa sérstaka nefnd til að fjalla um
málið. Hún hóf störf fljótlega og litlu
síðar var ákveðið að ráða norskt ráð-
gjafafyrirtæki á sviði stjórnunar,
Ásbjörn Habberstad a/s, til að vinna
að tillögum að nýju skipulagi Sam-
bandsins.
í upphafi var megináherslan lögð á
að skilgreina markmið Sambandsins
ásamt því að leggja mat á helstu
áhersluþætti og leiðir í rekstrinum.
Forsendur nýs skipulags byggja þess
vegna á tengingu við markmið og
leiðir í hinum ýmsu starfsgreinum
Sambandsins.
Sambandsstjórn samþykkti á fundi
sínum 30. mars síðastliðinn tillögur
ráðgjafafyrirtækisins og skipulags-
nefndarinnar - og síðan var hið nýja
skipulag kynnt.
Þar sem hluti af skipulagstil-
lögunum útheimtir breytingar á sam-
þykktum Sambandsins og umfjöllun
aðalfundar, er gert ráð fyrir að nýja
skipulagið komi ekki að fullu til fram-
kvæmda fyrr en 1. júlí næstkomandi.
• Aukin áhrif kjörinna fulltrúa
Starf stjórnarformanns Sambandsins
verður fullt starfmeð tíð og tíma sam-
kvæmt nýja skipulaginu. Telurðu að
sú breyting sé til bóta?
Já, það er rétt að í hinu nýja skipu-
lagi er gert ráð fyrir því að starf stjórn-
arformanns muni þróast í fullt starf að
málefnum Sambandsins og samvinnu-
hreyfingarinnar - og ég tel að það sé til
bóta. Tilgangur þessarar breytingar er
að auka þátttöku og áhrif lýðræðislega
kjörinna fulltrúa á stjórnun Sam-
10