Samvinnan - 01.04.1984, Qupperneq 11

Samvinnan - 01.04.1984, Qupperneq 11
bandsins og efla hinn félagslega þátt hreyfingarinnar. •Kjörmarkaðsverð víðar en áður Tilkoma stórmarkaðanna, ekki síst Miklagarðs í Reykjavík, hefur aukið samkeppni í smásöluverslun til muna. Ennfremur láta neytendur nú meira til sín taka en áður. Verður þessi harða satnkeppni og verðstríðið sem henni fylgir til góðs, þegar til lengri tíma er dtið, eða er hún aðeins stundarfyrir- bceri? Samvinnumenn hafa aldrei óttast samkeppni og telja hana af hinu góða, svo fremi að heiðarlega sé að henni staðið. Samvinnuhreyfingin á einmitt tilveru sína alla undir því, að henni takist á hverjum tíma að standast sam- keppni og verða við kröfum neytenda nauðsynlega verslunarþjónustu, vöruverð og vörugæði. Með breyttri tækni og tilkomu stór- niarkaðanna hefur tekist að lækka vöruverð, þar sem markaðurinn er stór og verslunin hröð. Samvinnu- breyfingin hefur ekki látið sitt eftir bggja á þessu sviði. Stórmarkaðir i aupfélaga hafa risið upp víða um og nú síðast Mikligarður í Reykjavík, en opnun hans hefur orðið bl þess samkvæmt verðkönnunum að ækka vöruverð almenningi til hags- bóta. Við hjá KEA erum einmitt um Þessar mundir að gera stórátak til að æta verslunarkjör fólks á félagssvæði °kkar alls staðar þar sem því verður jnögulega við komið með tilliti til byggðar. Litlu búðunum fækkar hjá °kkur, en í staðinn verður hægt að fá vorur á kjörmarkaðsverði víðar en aður. Vandinn er hins vegar sá, að víða í reifbýlinu verður markaðsverslun ^ 'ki komið við sökum fámennis og lít- | s markaðar. Og þessi vandi dreifbýl- isverslunarinnar bitnar miklu fremur a samvinnuhreyfingunni en einka- '■erslun. Það stafar að sjálfsögðu af Ijy1’ a.ö samvinnuhreyfingin leitast við a þjóna öllum byggðum landsins urtséð frá hagnaðarsjónarmiðum, en einkaverslunin aftur á móti velur sér juarkaðssvæði með tilliti til þess hvað . ægt er að hagnast mikið á verslun- inni. Þess vegna er það, að víða í hinum tninni byggðum er eingöngu um sam- Vlnnuverslun að ræða, en enga einka- Verslun. Þetta orsakast ekki af því, að samvinnuverslunin drepi af sér einka- verslunina, heldur kærir einkaversl- unin sig ekkert um þessar litlu byggðir. Pað leiðir svo hins vegar til þver- sagnarinnar um einokunaraðstöðu samvinnuhreyfingarinnar í þessum byggðum, en þann áróður heyrir maður oft úr herbúðum andstæðinga samvinnuhreyfingarinnar. Þessi áróður er í sjálfu sér ekki svaraverður. Róleg yfirvegun almenn- ingsálitsins í landinu gegnumlýsir hann og skilur kjarnann frá hisminu. KEA er um þessar mundir að gera stórátak til að bæta verslunarkjör fólks á félagssvæði sínu alls staðar •Erfítt að sætta sig við afturför Að lokum: Er staða samvinnuhreyf- ingarinnar sterk eða veik um þessar mundir að þínum dómi? Hún er sterk og hefur verið það lengi. Sannleikurinn er sá, að samvinnuhug- sjónin hefur haft áhrif á þjóðlífið allt, bæði efnahagslega, félagslega og menningarlega. Já, hún hefur haft afgerandi áhrif á þróun og mótun þjóðfélagsins í heild og það langt út fyrir raðir samvinnumanna. Segja má, að þjóðfélagið allt sé meira og minna mótað af lýðræðislegri samhjálp og samvinnu - og það voru samvinnu- menn sem ruddu brautina og leiddu þessa fögru og viðurkenndu hugsjón okkar til sigurs. Auðvitað steðja ótal vandamál að samvinnuhreyfingunni og þjóðinni allri nú sem fyrr. Samt eru íslendingar enn meðal tiltölulega fárra þjóða í heiminum, sem búa við langbest lífskjör. En það er alltaf erfitt að sætta sig við afturför og óneitanlega varð mikil afturför í lífskjörum á síðasta ári. Þó varð árið íslendingum i ýmsu sæmilega gott ár, og má þar sérstak- lega fagna því að loksins tókst að ná þeim tökum á efnahagsmálum þjóðar- innar að verðbólgan komst niður í nokkurn veginn viðráðanleg mörk. Vissulega hefur þjóðin þurft að færa fórnir vegna minnkandi þjóðartekna, en ég vil að lokum láta í Ijósi þá ósk og von, að hún megi fljótlega uppskera árangur erfiðis síns og lifa betri tíma með nýrri eflingu íslensks atvinnulífs. G. Gr. þar sem því verður mögulega við komið með tilliti til byggðar. Nýtt skipulag Sambandsins kynnt fjölmiðlum á blaðainannafundi 3. apríl sl. Talið frá vinstri: Axel Gíslason, að- stoðarforstjóri, Valur Arnþórsson, stjórnarformaður og Erlendur Einars- son forstjóri. k 'i X - - - - 11

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.