Samvinnan - 01.04.1984, Page 12

Samvinnan - 01.04.1984, Page 12
Kaflar úr sögu Kaupfélags Borgfirðinga í tilefni af 80 ára afmæli þess eftir Gylfa Gröndal Borgarnes er nauðsynleg þjónustumiðstöð fyrir sveitina Árið 1892 kemur fram á sjónar- sviðið maður, sem þá var flestum Borgfirðingum ókunn ur. Þetta er Björn Kristjánsson, sem síðar varð þekktur kaupmaður í Reykjavík, bankastjóri, alþingis- maður og ráðherra. Hann hafði skrifað blaðagreinar, þar sem hann lýsti skoðun sinni á því, hvernig kaup- félagsskapur þyrfti og ætti að vera. Einnig hafði hann deilt hart á Zöllner og verslunarrekstur hans hér á landi - og sú gagnrýni átti eftir að verða honum dýrkeypt. Aðeins einn maður í Borgarfjarðar- héraði þekkti Björn persónulega, en það var séra Guðmundur Helgason í Reykholti. Hann gerist talsmaður þess, að stofnað verði kaupfélag og kemur því á framfæri, að Björn sé reiðubúinn til að hafa stjórn þess með höndum. Athöfn fylgir orðum, og kaupfélag er stofnað á fundi að Þingnesi 18. janúar 1893 og gefið nafnið Kaupfélag Borgfirðinga. Lög eru samin og samþykkt, fyrstu kaupfélagslögin í Borgarfirði, og Björn Kristjánsson er ráðinn framkvæmdastjóri. Undirlögin skrifa sem stjórnarmenn: Séra Guð- mundur Helgason, formaður, Páll J- Blöndal, læknir í Stafholtsey, og séra Jóhann Þorsteinsson í Stafholti. Fyrsta verslunar- og íbúðarhúsið er byggt í Borgarnesi árið 1877 og fasta- 1 verslun sett þar á stofn, og sjö árum síðar rís þar annað verslunarhús af grunni. Þegar hér er komið sögu eru 12 Þórður Pálmason og kona hans, Geirlaug Jónsdóttir. Myndin er tekin á Ráðhústorginu í Kaupniannahöfn árið 1948.

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.