Samvinnan - 01.04.1984, Side 14

Samvinnan - 01.04.1984, Side 14
því tvær verslanir í Borgarnesi og báðar útlendar: hin eldri var í eigu Norðmannsins Johans Lange og versl- unarstjóri fyrir henni var Hindrik Bjering, en hina átti J. P. T. Bryde í Kaupmannahöfn. Þegar Björn kemur til Borgarness um vorið með fyrstu vörur hins nýja kaupfélags, mætir honum sama and- staðan og brautryðjendum samvinnu- starfs á þessum tíma. Verslanirnar tvær áttu sína bryggjuna hvor, og Birni eru bönnuð öll afnot af þeim; hann má ekki stíga fæti á lóðir kaupmann- anna. En Björn var við þessu búinn og hafði því meðferðis frá Reykjavík það sem nauðsynlegt var, svo sem upp- skipunarbát og fleira. Vörunum er síðan skipað upp bryggjulaust á svokallaða Miðnes- kletta, og það gengur vonum framar vegna hagstæðs veðurs og vasklegrar framgöngu kaupfélagsstjórans. Þegar kemur að því að skipta vörunum milli viðskiptamanna, vantar smávegis áhöld, til dæmis krana til að ná steinolíu úr tunnum. Þetta atvik er Guðmundi á Lundum sérstaklega minnisstætt, af því aðhann var sendur á fund Bjerings til að fá lán- aðan krana. En Bjering er ekki á því að gera hinum hugdjörfu kaupfélagsmönnum greiða, þótt smávægilegur sé. Hann verður bálreiður og heldur þrumandi skammaræðu yfir Guðmundi - út af 14 þessu verslunarbraski þeirra, þessari bannsettu vitleysu, sem þeir mundu hafa af bæði skömm og skaða. Guðmundur þegir, en kaupir síðan kranann á eigin kostnað - og geymdi hann alla ævi sem minjagrip. Og áfram er unnið af kappi við að skipta vörunum milli manna eftir pöntun hvers og eins. Þar sem geymsla undir þær fékkst ekki í Borgarnesi, taka þeir sem ekki höfðu nóga hesta að selflytja vörur sínar á næstu bæi til þess að koma þeim undir þak sem fyrst. Þannig tekst að flytja allar vörurnar burt á einum sólarhring. Þessar vörur reyndust afbragðs- góðar og svo ódýrar, að slíkt hafði ekki áður þekkst. Mikil ánægja ríkti því með þessi við- skipti og bjartsýni á framtíð félagsins. En stundum endar verst það sem byrjar best. Hugmynd Björns var sú að flytja út til Englands sauði til borgunar á þessum vörum. Þeim var safnað saman um haustið og Björn siglir með þá til Englands. Svo illa vill til, að sauðasalan mis- heppnast hrapallega, sumpart vegna óveðurs á leiðinni og sumpart vegna áhrifa Zöllners, þegar til Englands kemur, en hann taldi sig eiga Birni grátt að gjalda. Að vonum slær óhug á bændur vegna þessarar óheppni. Þeir vilja þó ekki gefast upp, svo að haustið eftir er Björn sendur aftur með sauðafarm og hyggst reyna að selja hann í Belgíu. En sagan endurtekur sig. Báðir þessir sauðafarmar tapast að 1 miklu leyti, og bændur verða fyrir til- finnanlegu tjóni. Þessi hrakföll verða til þess, að félagið hættir jafn hastarlega og það hafði byrjað myndarlega. Ekki ber allt upp á sama daginn, segir máltækið - og það sannaðist á Birni Kristjánssyni. Guðmundur á Lundum segir svo í áðurnefndri grein sinni, þegar hann rifjar upp kaupfé' lagsævintýri kaupmannsins: „En kynlega varð mér við, er ég, 30 árum eftir þetta, las ritling eftir Björn Kristjánsson, „Verslunarólagið", og fann, hvað hann var þrunginn af sama anda og var í Bjering, þegar ég bað hann um kranalánið. Orðatiltækin eru jafnvel þau sömu eða mjög lík. Mét fannst eins og ég væri aftur kominn > „svörtu búðina“ í Borgarnesi og stæði þar undir hirtingarræðu Bjerings- Munurinn var aðeins sá, að Bjering stefndi orðum sínum að kaupfélaginU með Björn í broddi fylkingar, e11 Björn beindi sókn sinni að Samband' inu.“ Björn Jakobsson, sem lét sér annt um sögu Kaupfélags Borgfirðinga og var ritstjóri Kaupfélagsritsins fra stofnun þess til dauðadags, var þeirraf skoðunar, að viðskiptatilraunirBjörns Kristjánssonar við Borgfirðinga kærnu á engan hátt við sögu félagsins. Aftnr

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.